„Ég verð að verða Íslendingur þegar ég verð stór“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2022 10:32 Gamithra Marga talar einstaklega fallega íslensku. Það er löngu vitað að það getur verið erfitt að læra tungumálið okkar enda nokkuð flókið. Gamithra Marga hefur aðeins verið búsett hér á landi í fjögur ár og talar virkilega góða íslensku eins og Sindri Sindrason fékk að kynnast í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gamithra er frá Eistlandi og kláraði hún menntaskóla fyrir norðan þegar hún var búsett á Akureyri. „Þegar ég var þrettán ára gömul fattaði ég að Ísland væri til, ég vissi kannski að þetta væri land en aldrei pælt neitt sérstaklega í landinu,“ segir Gamithra og heldur áfram. „Svo fór ég aðeins að kynna mér málin, hlusta á Sigurrós og fleira, svona eins og fólk gerir. Ég kolféll fyrir landinu og hugsaði að ég verð að verða Íslendingur þegar ég verð stór. Ég var í raun þekkt í skólanum sem stelpan sem ætlaði að verða Íslendingur. Það var í raun allt við Ísland, stemningin, fólkið og tungumálið. Ég man þegar ég var að hlusta á tungumálið þegar ég var fjórtán ára og setti bara á Rás 2 á netinu og skildi ekkert. Það eina sem ég skildi var orðið akkúrat. Svo inn á milli fór ég að skilja fleiri orð,“ segir Gamithra sem kom fyrst hingað þegar hún var sautján ára gömul. „Mamma og pabbi reyndu aðeins að fá mig af þeirri hugmynd að flytja til Íslands en ég var bara svo ákveðin að það var ekki hægt að stjórna því. Ég byrjaði í Menntaskólanum á Akureyri og útskrifaðist síðan úr Menntaskólanum á Tröllaskaga úr fjarnámi árið 2019,“ segir Gamithra sem hefur síðan þá verið að forrita og starfað sem öryggisfulltrúi hjá erlendu fyrirtæki en í dag vinnur hún hjá Syndis. Hún hefur til að mynda keppt fyrir hönd Íslands í forritunarkeppni í Japan. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Eistland Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Gamithra Marga hefur aðeins verið búsett hér á landi í fjögur ár og talar virkilega góða íslensku eins og Sindri Sindrason fékk að kynnast í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gamithra er frá Eistlandi og kláraði hún menntaskóla fyrir norðan þegar hún var búsett á Akureyri. „Þegar ég var þrettán ára gömul fattaði ég að Ísland væri til, ég vissi kannski að þetta væri land en aldrei pælt neitt sérstaklega í landinu,“ segir Gamithra og heldur áfram. „Svo fór ég aðeins að kynna mér málin, hlusta á Sigurrós og fleira, svona eins og fólk gerir. Ég kolféll fyrir landinu og hugsaði að ég verð að verða Íslendingur þegar ég verð stór. Ég var í raun þekkt í skólanum sem stelpan sem ætlaði að verða Íslendingur. Það var í raun allt við Ísland, stemningin, fólkið og tungumálið. Ég man þegar ég var að hlusta á tungumálið þegar ég var fjórtán ára og setti bara á Rás 2 á netinu og skildi ekkert. Það eina sem ég skildi var orðið akkúrat. Svo inn á milli fór ég að skilja fleiri orð,“ segir Gamithra sem kom fyrst hingað þegar hún var sautján ára gömul. „Mamma og pabbi reyndu aðeins að fá mig af þeirri hugmynd að flytja til Íslands en ég var bara svo ákveðin að það var ekki hægt að stjórna því. Ég byrjaði í Menntaskólanum á Akureyri og útskrifaðist síðan úr Menntaskólanum á Tröllaskaga úr fjarnámi árið 2019,“ segir Gamithra sem hefur síðan þá verið að forrita og starfað sem öryggisfulltrúi hjá erlendu fyrirtæki en í dag vinnur hún hjá Syndis. Hún hefur til að mynda keppt fyrir hönd Íslands í forritunarkeppni í Japan. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Eistland Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira