Trudeau sakar Kínverja um gróf kosningaafskipti Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2022 09:48 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er ósáttur við kínversk stjórnvöld. AP/Blair Gable Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sakaði kínversk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í landinu. Ásakanir forsætisráðherrans koma í kjölfar uppljóstrana um að kommúnistastjórnin hafi stutt fjölda frambjóðenda á laun í kosningum árið 2019. Að minnsta kosti ellefu frambjóðendur í alríkiskosningunum fyrir þremur árum nutu stuðnings Kínverja samkvæmt mati kanadísku leyniþjónustunnar. Þeir hlutu fjárstyrkir frá Beijing og jafnvel ráðgjöf við framboð sín. Ræðisskrifstofa Kína í Ontario er sögð hafa stýrt aðgerðunum, að því er kanadíska fréttastofan Global News sagði frá. Kínverjar eru einnig sagðir hafa ætlað að reyna að koma útsendurum sínum fyrir að skrifstofum sitjandi þingmanna til að hafa áhrif á stefnu kanadískra stjórnvalda og ná tangarhaldi á embættismönnum. Sendifulltrúa Kína í Kanada hafa ekki brugðist við ásökununum. Trudeau segir að gripið hafi verið til ráðstafna til þess að styrkja framkvæmd kosninga og að stjórn hans ætlaði að leggja aukinn metnað í að verjast erlendum áhrifaherferðum sem þessari, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Því miður sjáum við lönd, ríki um allan heim, hvort sem það er Kína eða aðrir, sem halda áfram óvægnum leik með stofnanir okkar, með lýðræðið okkar,“ sagði forsætisráðherrann við fréttamenn í gær. Áður hafði verið greint frá því að kínversk yfirvöld hefði opnað óopinberar „lögreglustöðvar“ í Kanada til að hafa eftirlit með kínverskum andófsmönnum þar. Írsk og hollensk stjórnvöld hafa skipað Kínverjum að loka líka stöðvum þar. Kanada Kína Tengdar fréttir Telja Kínverja hafa sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Hollandi Utanríkisráðuneytið í Hollandi segist vera að rannsaka það hvort Kínverjar hafi sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Rotterdam og Amsterdam. Hollenskir miðlar hafa fjallað um málið síðustu daga og telja kínverska ríkið bera ábyrgð á stöðvunum. 27. október 2022 22:33 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Að minnsta kosti ellefu frambjóðendur í alríkiskosningunum fyrir þremur árum nutu stuðnings Kínverja samkvæmt mati kanadísku leyniþjónustunnar. Þeir hlutu fjárstyrkir frá Beijing og jafnvel ráðgjöf við framboð sín. Ræðisskrifstofa Kína í Ontario er sögð hafa stýrt aðgerðunum, að því er kanadíska fréttastofan Global News sagði frá. Kínverjar eru einnig sagðir hafa ætlað að reyna að koma útsendurum sínum fyrir að skrifstofum sitjandi þingmanna til að hafa áhrif á stefnu kanadískra stjórnvalda og ná tangarhaldi á embættismönnum. Sendifulltrúa Kína í Kanada hafa ekki brugðist við ásökununum. Trudeau segir að gripið hafi verið til ráðstafna til þess að styrkja framkvæmd kosninga og að stjórn hans ætlaði að leggja aukinn metnað í að verjast erlendum áhrifaherferðum sem þessari, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Því miður sjáum við lönd, ríki um allan heim, hvort sem það er Kína eða aðrir, sem halda áfram óvægnum leik með stofnanir okkar, með lýðræðið okkar,“ sagði forsætisráðherrann við fréttamenn í gær. Áður hafði verið greint frá því að kínversk yfirvöld hefði opnað óopinberar „lögreglustöðvar“ í Kanada til að hafa eftirlit með kínverskum andófsmönnum þar. Írsk og hollensk stjórnvöld hafa skipað Kínverjum að loka líka stöðvum þar.
Kanada Kína Tengdar fréttir Telja Kínverja hafa sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Hollandi Utanríkisráðuneytið í Hollandi segist vera að rannsaka það hvort Kínverjar hafi sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Rotterdam og Amsterdam. Hollenskir miðlar hafa fjallað um málið síðustu daga og telja kínverska ríkið bera ábyrgð á stöðvunum. 27. október 2022 22:33 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Telja Kínverja hafa sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Hollandi Utanríkisráðuneytið í Hollandi segist vera að rannsaka það hvort Kínverjar hafi sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Rotterdam og Amsterdam. Hollenskir miðlar hafa fjallað um málið síðustu daga og telja kínverska ríkið bera ábyrgð á stöðvunum. 27. október 2022 22:33