Misstu af flugi til Íslands og fyrirliðinn mætir rétt fyrir leik Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2022 16:02 Georgíski hópurinn fór frá Tbilisi í gær en komst þá ekki lengra en til Þýskalands og þurfti að bíða eftir vél sem fór til Íslands í dag. mynd/gbf.ge Ekki hefur gengið þrautalaust hjá georgíska landsliðinu í körfubolta að komast til Reykjavíkur, til að spila leikinn mikilvæga við Ísland í undankeppni HM karla á föstudaginn. Ísland og Georgía eiga í harðri baráttu um að komast í lokakeppni HM, í fyrsta sinn, en liðin sitja í 3. og 4. sæti L-riðils eftir sex umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM. Stór hluti georgíska landsliðshópsins átti að ferðast frá Tbilisi til Íslands í gær en vegna vandamáls sem kom upp í flugvél Lufthansa, á leið hennar frá München að sækja mannskapinn til Tbilisi, gekk það ekki upp. Hópurinn komst reyndar á endanum til München í gær en varði nóttinni í Þýskalandi þar sem að ekki tókst að ná fluginu áfram til Keflavíkur. Í staðinn flaug hópurinn frá Frankfurt til Keflavíkur í dag og lenti þar fyrir skömmu. Í Reykjavík hittir hópurinn gríska þjálfarann Ilias Zuros sem og nokkra lykilleikmenn sem flugu beint frá því landi sem þeir spiluðu í. Það eru Giorgi Shermadini, Thad McFadden, Alexandre Pevadze og Giorgi Korsantia. Fyrirliðinn Tornike Shengelia, sem leikur með Virtus Bologna á Ítalíu, kemur seinna en aðrir til Íslands, eða rétt um sólarhring fyrir leikinn, því hann þarf fyrst að spila leik við Olimpia Milano í Euroleague annað kvöld. Tornike Shengelia spilar með liði sínu Virtus Bologna á morgun og kemur ekki til Íslands fyrr en á fimmtudag, daginn fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni HM.Getty/Roberto Finizio Í georgíska hópnum sem flaug frá Tbilisi eru eftirtaldir leikmenn: Giorgi Tsintsadze, Rati Andronikashvili, Givi Bakradze, Duda Sanadze, Kakhaber Jintcharadze, Merab Bokolishvili, Mikheil Berishvili, Ilia Londaridze og Beka Bekauri. NBA-leikmennirnir Goga Bitadze og Sandro Mamukelashvili eru ekki með liðinu. Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Ísland og Georgía eiga í harðri baráttu um að komast í lokakeppni HM, í fyrsta sinn, en liðin sitja í 3. og 4. sæti L-riðils eftir sex umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM. Stór hluti georgíska landsliðshópsins átti að ferðast frá Tbilisi til Íslands í gær en vegna vandamáls sem kom upp í flugvél Lufthansa, á leið hennar frá München að sækja mannskapinn til Tbilisi, gekk það ekki upp. Hópurinn komst reyndar á endanum til München í gær en varði nóttinni í Þýskalandi þar sem að ekki tókst að ná fluginu áfram til Keflavíkur. Í staðinn flaug hópurinn frá Frankfurt til Keflavíkur í dag og lenti þar fyrir skömmu. Í Reykjavík hittir hópurinn gríska þjálfarann Ilias Zuros sem og nokkra lykilleikmenn sem flugu beint frá því landi sem þeir spiluðu í. Það eru Giorgi Shermadini, Thad McFadden, Alexandre Pevadze og Giorgi Korsantia. Fyrirliðinn Tornike Shengelia, sem leikur með Virtus Bologna á Ítalíu, kemur seinna en aðrir til Íslands, eða rétt um sólarhring fyrir leikinn, því hann þarf fyrst að spila leik við Olimpia Milano í Euroleague annað kvöld. Tornike Shengelia spilar með liði sínu Virtus Bologna á morgun og kemur ekki til Íslands fyrr en á fimmtudag, daginn fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni HM.Getty/Roberto Finizio Í georgíska hópnum sem flaug frá Tbilisi eru eftirtaldir leikmenn: Giorgi Tsintsadze, Rati Andronikashvili, Givi Bakradze, Duda Sanadze, Kakhaber Jintcharadze, Merab Bokolishvili, Mikheil Berishvili, Ilia Londaridze og Beka Bekauri. NBA-leikmennirnir Goga Bitadze og Sandro Mamukelashvili eru ekki með liðinu. Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira