Tími er kominn á nýtt átak í mæðravernd Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2022 17:00 Breytingarskeið kvenna hefur verið í brennidepli upp á síðkastið og er það vel. Ævi okkar hefur verið að lengjast og ekki undarlegt að konur geri kröfur um góða heilsu á þriðja æviskeiðinu. Þá er enn tími til að njóta. En það sem einkennir kvenheilsu byrjar mun fyrr eða strax á fósturskeiði. Nú er það svo að konur eru um helmingur mannkyns. Á Íslandi, alla vega, eignast meiri hluti kvenna börn og þar erum við komin að umfjöllunarefni þessa pistils. Margt hefur verið gert til að bæta mæðravernd á síðustu áratugum. Þar má nefna vitundarvakningu og skimun fyrir andlegri líðan kvenna á þessum viðkvæma tíma í lífi þeirra og átak hefur verið gert til að efla tengslamyndum móður (foreldra) og barna á fyrsta æviskeiði þeirra. Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að heilbrigðisþjónustu tengdum öryggi og áhættuþáttum á meðgöngu og eftir fæðingu sem sýnir sig í lágum ungbarna- og mæðradauða. En getum við gert betur? Meðganga og fæðing geta haft afgerandi áhrif á heilsu kvenna bæði í nútíð og framtíð. Þó fæðing teljist í flestum tilfellum eðlilegur viðburður er atburðarásin þó oft þannig að ýmislegt getur gerst sem ekki var fyrirséð og konur sitja uppi með útkomu sem þær bjuggust ekki við. Nýleg íslensk rannsókn leiddi í ljós að 48% frumbyrja þjáðist af þvagleka, 60% endaþarmsleka (hægða-og/eða loftleka), 29% fundu fyrir sigi á líffærum grindarhols og 66% þeirra sem voru orðnar kynferðislega virkar eftir fæðingu upplifðu sársauka við samfarir á öðrum mánuði eftir fæðingu. Konurnar upplifðu þessi grindarbotnseinkenni sem truflandi í daglegu lífi. Flestar rannsóknir sýna að þessar tölur eru þar að auki aðeins hærri á síðasta þriðjungi meðgöngu en fyrstu mánuði eftir fæðingu en munu að einhverju leyti lækka þegar dregur frá fæðingu en haldast hærri en fyrir meðgöngu. Þegar alþjóðlegar rannsóknir eru skoðaðar kemur í ljós að gegnumsneitt er þriðjungur kvenna að glíma við þvagleka og að minnsta kosti 10% við hægðaleka. Tölur um sig eru nokkuð á reiki þar sem margar konur leita sér ekki hjálpar fyrr en einkenni eru orðin slæm en sig er helsta ástæða kvensjúkdómaaðgerða á síðari hluta ævinnar. Ekki er vitað hversu margar konur upplifa sársauka í kynlífi en til eru rannsóknir sem gefa til kynna að það geti verið allt að 20%. Vitað er að margar konur leita sér seint eða aldrei hjálpar vegna skammar eða erfiðleika við að orða þessi mál við heilbrigðisstarfsfólk. Mikil fylgni er milli vandamála sem tengjast grindarbotni og þunglyndis og kvíða. Einnig hefur það verið staðfest með fjölda rannsókna að þvag-, endaþarmsleki og sigvandamál eiga stóran þátt í að draga úr líkamlegri virkni kvenna og auka á einangrun. Þátttaka í fyrrgreindri íslenskri rannsókn benti til að þegar konur voru spurðar um atriði sem snertu grindarbotnseinkenni svöruðu þær og voru þakklátar fyrir að koma þeim upp á yfirborðið. Mikilvægt er að skima fyrir einkennum í kring um fæðingu ekki síst vegna þess að konur eiga oft erfitt með að leita sér hjálpar af fyrra bragði en þjást í hljóði. Auk skimunar ætti að bjóða konum skoðun svo hægt sé greina veikleika, fræða þær og kenna að takast á við vandann eða fá frekari stuðning og meðferð í heilbrigðiskerfinu. Skimun og skoðun á grindarbotnsvandamálum kvenna eftir fæðingu væri best framkvæmd í þverfaglegri samvinnu með sjúkraþjálfara í teyminu vegna þekkingar þeirra á hegðun slíkra einkenna og stoðkerfis, þar með talið grindarbotnsvöðva. Við erum eftirbátar ýmissa þjóða sem gera betur en við og í nokkrum löndum er átak í gangi um þessar mundir til að bæta þjónustu við konur í kring um fæðingu. Markmið með skimun á grindarbotnsheilsu væri að draga úr langvarandi vandamálum sem valda viðkomandi þjáningu og kosta heilbrigðiskerfið mikið. Valdefla konur til að takast á við það sem er í þeirra valdi að vinna í. Snemmíhlutun er alla jafna betri en að takast á við vandamálin áratugum seinna. Í fyrirmyndarþjóðfélagi væri þjónusta sem þessi notendum þjónustunnar að kostnaðarlausu og hluti af mæðravernd. Höfundur er doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Þorgerður Sigurðardóttir Kvenheilsa Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Breytingarskeið kvenna hefur verið í brennidepli upp á síðkastið og er það vel. Ævi okkar hefur verið að lengjast og ekki undarlegt að konur geri kröfur um góða heilsu á þriðja æviskeiðinu. Þá er enn tími til að njóta. En það sem einkennir kvenheilsu byrjar mun fyrr eða strax á fósturskeiði. Nú er það svo að konur eru um helmingur mannkyns. Á Íslandi, alla vega, eignast meiri hluti kvenna börn og þar erum við komin að umfjöllunarefni þessa pistils. Margt hefur verið gert til að bæta mæðravernd á síðustu áratugum. Þar má nefna vitundarvakningu og skimun fyrir andlegri líðan kvenna á þessum viðkvæma tíma í lífi þeirra og átak hefur verið gert til að efla tengslamyndum móður (foreldra) og barna á fyrsta æviskeiði þeirra. Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að heilbrigðisþjónustu tengdum öryggi og áhættuþáttum á meðgöngu og eftir fæðingu sem sýnir sig í lágum ungbarna- og mæðradauða. En getum við gert betur? Meðganga og fæðing geta haft afgerandi áhrif á heilsu kvenna bæði í nútíð og framtíð. Þó fæðing teljist í flestum tilfellum eðlilegur viðburður er atburðarásin þó oft þannig að ýmislegt getur gerst sem ekki var fyrirséð og konur sitja uppi með útkomu sem þær bjuggust ekki við. Nýleg íslensk rannsókn leiddi í ljós að 48% frumbyrja þjáðist af þvagleka, 60% endaþarmsleka (hægða-og/eða loftleka), 29% fundu fyrir sigi á líffærum grindarhols og 66% þeirra sem voru orðnar kynferðislega virkar eftir fæðingu upplifðu sársauka við samfarir á öðrum mánuði eftir fæðingu. Konurnar upplifðu þessi grindarbotnseinkenni sem truflandi í daglegu lífi. Flestar rannsóknir sýna að þessar tölur eru þar að auki aðeins hærri á síðasta þriðjungi meðgöngu en fyrstu mánuði eftir fæðingu en munu að einhverju leyti lækka þegar dregur frá fæðingu en haldast hærri en fyrir meðgöngu. Þegar alþjóðlegar rannsóknir eru skoðaðar kemur í ljós að gegnumsneitt er þriðjungur kvenna að glíma við þvagleka og að minnsta kosti 10% við hægðaleka. Tölur um sig eru nokkuð á reiki þar sem margar konur leita sér ekki hjálpar fyrr en einkenni eru orðin slæm en sig er helsta ástæða kvensjúkdómaaðgerða á síðari hluta ævinnar. Ekki er vitað hversu margar konur upplifa sársauka í kynlífi en til eru rannsóknir sem gefa til kynna að það geti verið allt að 20%. Vitað er að margar konur leita sér seint eða aldrei hjálpar vegna skammar eða erfiðleika við að orða þessi mál við heilbrigðisstarfsfólk. Mikil fylgni er milli vandamála sem tengjast grindarbotni og þunglyndis og kvíða. Einnig hefur það verið staðfest með fjölda rannsókna að þvag-, endaþarmsleki og sigvandamál eiga stóran þátt í að draga úr líkamlegri virkni kvenna og auka á einangrun. Þátttaka í fyrrgreindri íslenskri rannsókn benti til að þegar konur voru spurðar um atriði sem snertu grindarbotnseinkenni svöruðu þær og voru þakklátar fyrir að koma þeim upp á yfirborðið. Mikilvægt er að skima fyrir einkennum í kring um fæðingu ekki síst vegna þess að konur eiga oft erfitt með að leita sér hjálpar af fyrra bragði en þjást í hljóði. Auk skimunar ætti að bjóða konum skoðun svo hægt sé greina veikleika, fræða þær og kenna að takast á við vandann eða fá frekari stuðning og meðferð í heilbrigðiskerfinu. Skimun og skoðun á grindarbotnsvandamálum kvenna eftir fæðingu væri best framkvæmd í þverfaglegri samvinnu með sjúkraþjálfara í teyminu vegna þekkingar þeirra á hegðun slíkra einkenna og stoðkerfis, þar með talið grindarbotnsvöðva. Við erum eftirbátar ýmissa þjóða sem gera betur en við og í nokkrum löndum er átak í gangi um þessar mundir til að bæta þjónustu við konur í kring um fæðingu. Markmið með skimun á grindarbotnsheilsu væri að draga úr langvarandi vandamálum sem valda viðkomandi þjáningu og kosta heilbrigðiskerfið mikið. Valdefla konur til að takast á við það sem er í þeirra valdi að vinna í. Snemmíhlutun er alla jafna betri en að takast á við vandamálin áratugum seinna. Í fyrirmyndarþjóðfélagi væri þjónusta sem þessi notendum þjónustunnar að kostnaðarlausu og hluti af mæðravernd. Höfundur er doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun