„Fyrir þremur árum var þetta efnilegasti leikmaður á Íslandi en núna spilar hann ekki handbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2022 10:31 Tryggvi Garðar Jónsson (til hægri) er ekki í stóru hlutverki hjá meisturum Vals. vísir/diego Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason eru undrandi á meðferðinni sem Tryggvi Garðar Jónsson fær hjá Val. Tryggvi er einn allra efnilegasti leikmaður landsins en hefur fengið fá tækifæri hjá Val. Hann kom til að mynda ekkert við sögu þegar liðið sigraði Selfoss, 38-33, í Olís-deildinni á mánudaginn, eitthvað sem hans nánustu voru ekki sáttir með. „Ég sá þennan strák fyrst á Hafnarfjarðarmótinu 2019. Þá var hann sextán ára en tröll og var að þruma á markið. Og ég hugsaði hvað erum við með í höndunum? Meiðsli hafa auðvitað hamlað honum en ég spyr mig á hvaða stað er þessi strákur núna?“ sagði Theodór í Handkastinu. „Það er mikið leikjaálag framundan hjá Val. Róbert Aron Hostert er meiddur. Þú ert með leik gegn Selfossi sem þú ert með í teskeið allan tímann. Af hverju fær hann ekki mínútu? Af hverju er hann ekki að spila með U-liði Vals? Hann er nítján ára. Fyrir þremur árum var þetta efnilegasti leikmaður á Íslandi en núna spilar hann ekki handbolta.“ Bera ábyrgð á ferli Tryggva Arnari Daða finnst Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, ekki hafa tæklað stöðu Tryggva nógu vel. „Hann ber ábyrgð á ferli þessa leikmanns. Þetta eru ágætlega þung orð og ég er að vinna hjá Val og allt það en mér er skítsama. Snorri Steinn Guðjónsson og Óskar Bjarni Óskarsson bera ábyrgð á því að þessi leikmaður sé ekki spila handbolta, nítján ára,“ sagði Arnar Daði. Henry Birgir Gunnarsson, sem var gestur Handkastsins á mánudaginn, líkti stöðu Tryggva við það hvernig Guðmundur Guðmundsson notaði suma leikmenn í íslenska landsliðinu. „Þetta er stundum eins og var með ákveðna leikmenn í landsliðinu. Þeir máttu ekki klikka á skoti voru þeir komnir á bekkinn. Þeir titruðu af stressi,“ sagði Henry Birgir. „Tryggvi þarf meiri tíma og ég skil ekki af hverju hann fær ekki að spila meira.“ Arnar Daði tók við boltanum og sagðist ekki skilja hvað þjálfarateymi Vals gangi til. „Af hverju er hann ekki að spila í U-liðinu. Fyrir mér er þjálfarateymið að senda leikmanninum einhver óbein skilaboð að það sé ekkert stress að hann sé ekki að spila með U-liðinu því hann sé að spila með meistaraflokki,“ sagði Arnar Daði. „Það sem ég hef heyrt er að hann hefur glímt við meiðsli. Hann fór í aðgerð í fyrra, var lengi í gang og spilaði með U-liðinu. Þar gat hann samt ekki spilað heilan leik. En mér skilst að staðan sé önnur núna og hann vilji ekki spila með U-liðinu því þá geti hann æft heila viku með meistaraflokki. Hann þarf hvíld daginn eftir leik.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um Tryggva hefst á 46:50. Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Tryggvi er einn allra efnilegasti leikmaður landsins en hefur fengið fá tækifæri hjá Val. Hann kom til að mynda ekkert við sögu þegar liðið sigraði Selfoss, 38-33, í Olís-deildinni á mánudaginn, eitthvað sem hans nánustu voru ekki sáttir með. „Ég sá þennan strák fyrst á Hafnarfjarðarmótinu 2019. Þá var hann sextán ára en tröll og var að þruma á markið. Og ég hugsaði hvað erum við með í höndunum? Meiðsli hafa auðvitað hamlað honum en ég spyr mig á hvaða stað er þessi strákur núna?“ sagði Theodór í Handkastinu. „Það er mikið leikjaálag framundan hjá Val. Róbert Aron Hostert er meiddur. Þú ert með leik gegn Selfossi sem þú ert með í teskeið allan tímann. Af hverju fær hann ekki mínútu? Af hverju er hann ekki að spila með U-liði Vals? Hann er nítján ára. Fyrir þremur árum var þetta efnilegasti leikmaður á Íslandi en núna spilar hann ekki handbolta.“ Bera ábyrgð á ferli Tryggva Arnari Daða finnst Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, ekki hafa tæklað stöðu Tryggva nógu vel. „Hann ber ábyrgð á ferli þessa leikmanns. Þetta eru ágætlega þung orð og ég er að vinna hjá Val og allt það en mér er skítsama. Snorri Steinn Guðjónsson og Óskar Bjarni Óskarsson bera ábyrgð á því að þessi leikmaður sé ekki spila handbolta, nítján ára,“ sagði Arnar Daði. Henry Birgir Gunnarsson, sem var gestur Handkastsins á mánudaginn, líkti stöðu Tryggva við það hvernig Guðmundur Guðmundsson notaði suma leikmenn í íslenska landsliðinu. „Þetta er stundum eins og var með ákveðna leikmenn í landsliðinu. Þeir máttu ekki klikka á skoti voru þeir komnir á bekkinn. Þeir titruðu af stressi,“ sagði Henry Birgir. „Tryggvi þarf meiri tíma og ég skil ekki af hverju hann fær ekki að spila meira.“ Arnar Daði tók við boltanum og sagðist ekki skilja hvað þjálfarateymi Vals gangi til. „Af hverju er hann ekki að spila í U-liðinu. Fyrir mér er þjálfarateymið að senda leikmanninum einhver óbein skilaboð að það sé ekkert stress að hann sé ekki að spila með U-liðinu því hann sé að spila með meistaraflokki,“ sagði Arnar Daði. „Það sem ég hef heyrt er að hann hefur glímt við meiðsli. Hann fór í aðgerð í fyrra, var lengi í gang og spilaði með U-liðinu. Þar gat hann samt ekki spilað heilan leik. En mér skilst að staðan sé önnur núna og hann vilji ekki spila með U-liðinu því þá geti hann æft heila viku með meistaraflokki. Hann þarf hvíld daginn eftir leik.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um Tryggva hefst á 46:50.
Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira