Afhjúpuðu nýja mynd af stjörnuverksmiðju í tilefni afmælisins Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2022 13:01 Keiluþokan er í um 2.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Mælitækið á VLT-sjónaukanum sem var notað til þess að taka myndina sýnir vetnisgas blátt en brennistein rauðan. Stjörnur sem eru annars bjartar og bláar virðast nærri því gylltar á myndinni. ESO Sjö ljósára langur stöpull Keiluþokunnar er viðfangsefnið á nýrri mynd sem Evrópska stjörnustöðin á suðurhveli (ESO) afhjúpaði til þess að fagna sextíu ára afmæli stofnunarinnar í dag. Stöpullinn er hluti af stærra svæði sem ungar út nýjum stjörnum. Keiluþokan er hluti af stjörnumyndarsvæði sem kallast NGC 2264 sem er í um 2.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Það er að finna í stjörnumerkinu einhyrningnum frá jörðinni séð. Eins og áður segir að stöpullinn um sjö ljósár að hæð. Til samanburðar eru um 4,3 ljósár á milli jarðarinnar og Alfa Centauri, næsta sólkerfisins við okkar eigið. Afmælismynd ESO er þokunni er sögð tilþrifameiri en eldri myndir þar sem hún sýni vel dimmu skuggaþokunnar sem ljós berst ekki frá. Stöplar eins og þessi myndast í köldum gas- og rykskýjum sem þessum sem geta af sér nýjar stjörnur, að því er segir í tilkynningu frá ESO. Vindar og útfjólublá geislun frá nýjum, bláum og afar efnismiklum stjörnum feykja gasi frá næsta nágrenni sínu. Gas og ryk lengra frá stjörnunum þjappast þá saman í þétta, dimma og háa stöpla. Stefna Keiluþokunnar liggur þannig í átt frá skærum stjörnum í NGC 2264. ESO var stofnað í október árið 1962 en sextán ríki og samstarfsaðilar eiga nú aðild að samtökunum. Þau reka meðal annars stjörnustöðvar í Síle þar sem VLT-sjónaukinn sem tók myndina af Keiluþokunni er staðsettur. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Webb endurgerði frægustu mynd Hubble Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði. 19. október 2022 15:43 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Keiluþokan er hluti af stjörnumyndarsvæði sem kallast NGC 2264 sem er í um 2.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Það er að finna í stjörnumerkinu einhyrningnum frá jörðinni séð. Eins og áður segir að stöpullinn um sjö ljósár að hæð. Til samanburðar eru um 4,3 ljósár á milli jarðarinnar og Alfa Centauri, næsta sólkerfisins við okkar eigið. Afmælismynd ESO er þokunni er sögð tilþrifameiri en eldri myndir þar sem hún sýni vel dimmu skuggaþokunnar sem ljós berst ekki frá. Stöplar eins og þessi myndast í köldum gas- og rykskýjum sem þessum sem geta af sér nýjar stjörnur, að því er segir í tilkynningu frá ESO. Vindar og útfjólublá geislun frá nýjum, bláum og afar efnismiklum stjörnum feykja gasi frá næsta nágrenni sínu. Gas og ryk lengra frá stjörnunum þjappast þá saman í þétta, dimma og háa stöpla. Stefna Keiluþokunnar liggur þannig í átt frá skærum stjörnum í NGC 2264. ESO var stofnað í október árið 1962 en sextán ríki og samstarfsaðilar eiga nú aðild að samtökunum. Þau reka meðal annars stjörnustöðvar í Síle þar sem VLT-sjónaukinn sem tók myndina af Keiluþokunni er staðsettur.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Webb endurgerði frægustu mynd Hubble Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði. 19. október 2022 15:43 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Webb endurgerði frægustu mynd Hubble Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði. 19. október 2022 15:43