Sigurður fær að óbreyttu ekki krónu frá ÍR Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2022 16:15 Sigurður Gunnar Þorsteinsson var í lykilhlutverki hjá ÍR þegar liðið komst í úrslit Íslandsmótsins árið 2019. VÍSIR/DANÍEL Körfuboltamaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson þarf að heyja nýja baráttu ætli hann sér að fá ógreidd laun upp á tæpar tvær milljónir króna frá ÍR, eftir dóm Hæstaréttar í dag. Sigurður hafði haft betur gegn körfuknattleiksdeild ÍR bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og í Landsrétti, þar sem honum voru dæmdar 1.866.000 krónur auk dráttarvaxta og greiðslu málskostnaðar. Í dómi Hæstaréttar sem birtur var í dag er niðurstaðan hins vegar sú að málinu sé vísað frá þar sem að körfuknattleiksdeild ÍR uppfylli ekki þann áskilnað 1. málsgreinar 16. greinar laga númer 91/1991 að geta átt réttindi eða borið skyldur að landslögum. Skúli Sveinsson, lögmaður Sigurðar, sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að þar með væri ljóst að beina þyrfti kröfu Sigurðar að félaginu ÍR í heild, en ekki að körfuknattleiksdeildinni. Hann ætti eftir að ræða við sinn umbjóðanda um næsta skref en teldi liggja beinast við að höfða málið upp á nýtt og beina þá kröfu til félagsins. Aðspurður hvort ætla mætti að Sigurður og forráðamenn ÍR þyrftu þá enn að bíða lengi eftir endanlegri niðurstöðu svaraði Skúli: „Vonandi ekki. Kannski vilja þeir bara borga þetta núna því það hefur efnislegur dómur fallið á tveimur dómstigum, þó að þeir sætti sig ekki við það. Við rekum þá málið bara upp á nýtt.“ Sigurður yfirgaf ÍR vorið 2020 og síðan þá hefur hann spilað með Hetti á Egilsstöðum og Tindastóli á Sauðárkróki. Hann hafði átt góðan tíma með ÍR og komist með liðinu í eftirminnilegt úrslitaeinvígi gegn KR á Íslandsmótinu vorið 2019, áður en hann fór til fransks félags en staldraði þar stutt við og kom aftur til ÍR um haustið. Hann gerði þá samning til tveggja ára en sleit krossband í hné í fyrsta leik, gat því ekkert spilað á leiktíðinni og fékk heldur engin laun greidd. Samningi Sigurðar við ÍR-inga var svo rift í lok leiktíðar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Körfubolti Subway-deild karla ÍR Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira
Sigurður hafði haft betur gegn körfuknattleiksdeild ÍR bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og í Landsrétti, þar sem honum voru dæmdar 1.866.000 krónur auk dráttarvaxta og greiðslu málskostnaðar. Í dómi Hæstaréttar sem birtur var í dag er niðurstaðan hins vegar sú að málinu sé vísað frá þar sem að körfuknattleiksdeild ÍR uppfylli ekki þann áskilnað 1. málsgreinar 16. greinar laga númer 91/1991 að geta átt réttindi eða borið skyldur að landslögum. Skúli Sveinsson, lögmaður Sigurðar, sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að þar með væri ljóst að beina þyrfti kröfu Sigurðar að félaginu ÍR í heild, en ekki að körfuknattleiksdeildinni. Hann ætti eftir að ræða við sinn umbjóðanda um næsta skref en teldi liggja beinast við að höfða málið upp á nýtt og beina þá kröfu til félagsins. Aðspurður hvort ætla mætti að Sigurður og forráðamenn ÍR þyrftu þá enn að bíða lengi eftir endanlegri niðurstöðu svaraði Skúli: „Vonandi ekki. Kannski vilja þeir bara borga þetta núna því það hefur efnislegur dómur fallið á tveimur dómstigum, þó að þeir sætti sig ekki við það. Við rekum þá málið bara upp á nýtt.“ Sigurður yfirgaf ÍR vorið 2020 og síðan þá hefur hann spilað með Hetti á Egilsstöðum og Tindastóli á Sauðárkróki. Hann hafði átt góðan tíma með ÍR og komist með liðinu í eftirminnilegt úrslitaeinvígi gegn KR á Íslandsmótinu vorið 2019, áður en hann fór til fransks félags en staldraði þar stutt við og kom aftur til ÍR um haustið. Hann gerði þá samning til tveggja ára en sleit krossband í hné í fyrsta leik, gat því ekkert spilað á leiktíðinni og fékk heldur engin laun greidd. Samningi Sigurðar við ÍR-inga var svo rift í lok leiktíðar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Körfubolti Subway-deild karla ÍR Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira