Twitter-síðan Damallsvenskan Nyheter fjallar eingöngu um úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð og birti síðan topp 50 lista nú nýverið eftir að tímabilinu lauk.
Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Piteå, er eini Íslendingurinn sem kemst á listann. Þessi kraftmikli vængmaður er í 40. sæti. Hún byrjaði alla 26 leiki liðsins á liðnu tímabili, skoraði tíu mörk og gaf eina stoðsendingu.
40. Hlin Eiriksdottir ,
— Damallsvenskan Nyheter (@damallsvfotboll) November 6, 2022
Piteå IF
Isländskan har gjort succé i år och varit en stark faktor i Piteås fin fina säsong. Tryggheten själv från straffpunkten och besitter ett pannben som ytterst få 00talister har. Under stor utveckling och lär vara ännu bättre nästa säsong. pic.twitter.com/TbkkRCwyhy
„Íslendingurinn hefur átt gott tímabil og var stór þáttur í góðu gengi Piteå á tímabilinu. Hún er einkar örugg á vítapunktinum og býr yfir skallafærni sem fáir aðrir leikmenn á hennar aldri hafa. Ætti að vera enn betri á næsta ári,“ segir í umsögn Hlínar.
Athygli vekur að Guðrún Arnardóttir, miðvörður íslenska landsliðsins og Svíþjóðarmeistara Rosengård, komst ekki á listann.