Óviðunandi ástand fyrir Norðlendinga Bjarki Sigurðsson skrifar 10. nóvember 2022 10:33 Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar. Vísir/Arnar Bæjarstjórn Fjallabyggðar segir ástand vegarins milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði vera óviðunandi fyrir íbúa svæðisins. Byggja þurfi Fljótagöng sem fyrst. Þá þurfi innviðaráðherra að setja fjármuni í rannsóknir á æskilegri legu nýrra ganga milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Sem stendur eru eingöngu ein jarðgöng á dagskrá hjá Vegagerðinni og innviðaráðuneytinu, Fjarðarheiðargöng. Göngin munu kosta 45 milljarða króna og taka upp öll framlög til jarðganga næstu sautján árin. Það verður ekki fyrr en árið 2040 í fyrsta lagi sem næstu göng á eftir Fjarðarheiðargöngum verða byggð. Íbúar Fjallabyggðar og Skagafjarðar eru verulega ósáttir með það. Sveitarstjóri Skagafjarðar sagði í samtali við Stöð 2 að það þyrfti að byggja Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljóta áður en vegurinn þar á milli gefur sig. „Ef við horfum að þau brýnu öryggissjónarmið, sem eru þar, þá vildi ég ekki vera sá samgönguráðherra eða sú ríkisstjórn sem bæri ábyrgð á því þegar sá vegur fer. Göngin verða að vera komin áður,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Klippa: Segja jarðgöng fyrir vestan og norðan ekki geta beðið eftir Austfjörðum Í gær samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar ályktun varðandi samgöngumál í sveitarfélaginu. Þar segir að leiðin milli Siglufjarðar og Fljóta uppfylli alls ekki kröfur nútímasamfélags þegar kemur að samgöngum. Núverandi leið liggur um snjóflóðasvæði ásamt því að vera á jarðsigssvæði. Leiðin er oft á tíðum ófær. „Nú þegar hefur fjármunum verið veitt í rannsóknir og frumhönnun vegna Fljótaganga af Samgönguáætlun og því brýnt að tryggja nauðsynlegt frekara fjármagn í endanlega hönnun þessara ganga þannig að hægt verði að bjóða þau út eins fljótt og hægt er. Ástand vegarins á milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði er óviðunandi fyrir íbúa svæðisins, aðra vegfarendur og atvinnulífið á svæðinu,“ segir í ályktuninni. Ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur Því er einnig beint til Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, og Vegagerðarinnar að setja þurfi nauðsynlega fjármuni til rannsókna þannig að hægt sé að ákveða legu nýrra jarðganga á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Múlagöng eru barn síns tíma og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla liggur á þekktu snjóflóðahættusvæði. Mikilvægt er að fara í þessa forvinnu til þess að tryggja að þessi göng komist á samgönguáætlun við næstu endurskoðun hennar. Þetta er gríðarlega mikilvægt öryggismál fyrir íbúa svæðisins, vegfarendur og atvinnulíf,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. Margir íbúar Fjallabyggðar sækja alla meiriháttar heilbrigðisþjónustu til Akureyrar og telur bæjarstjórn að eina raunhæfa leiðin til að tryggja viðunandi samgöngur á milli Fjallabyggðar og Eyjafarðarsvæðisins vera ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Bæjarstjórn Fjallabyggðar óskar eftir liðsinni þingmanna Norðlendinga allra, sveitarstjórna á Norðurlandi, landshlutasamtaka, atvinnulífsins á svæðinu og annarra hagsmunaaðila á Norðurlandi í þessu mikilvægasta hagsmunamáli svæðisins. Bæjarstjórn lýsir sig fylgjandi hugmyndum stjórnvalda um gjaldtöku til að flýta samgöngubótum og lýsir sig tilbúna til viðræðna um þessar framkvæmdir,“ segir í ályktuninni. Samgöngur Vegtollar Fjallabyggð Skagafjörður Akureyri Umferðaröryggi Vegagerð Tengdar fréttir Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Sem stendur eru eingöngu ein jarðgöng á dagskrá hjá Vegagerðinni og innviðaráðuneytinu, Fjarðarheiðargöng. Göngin munu kosta 45 milljarða króna og taka upp öll framlög til jarðganga næstu sautján árin. Það verður ekki fyrr en árið 2040 í fyrsta lagi sem næstu göng á eftir Fjarðarheiðargöngum verða byggð. Íbúar Fjallabyggðar og Skagafjarðar eru verulega ósáttir með það. Sveitarstjóri Skagafjarðar sagði í samtali við Stöð 2 að það þyrfti að byggja Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljóta áður en vegurinn þar á milli gefur sig. „Ef við horfum að þau brýnu öryggissjónarmið, sem eru þar, þá vildi ég ekki vera sá samgönguráðherra eða sú ríkisstjórn sem bæri ábyrgð á því þegar sá vegur fer. Göngin verða að vera komin áður,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Klippa: Segja jarðgöng fyrir vestan og norðan ekki geta beðið eftir Austfjörðum Í gær samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar ályktun varðandi samgöngumál í sveitarfélaginu. Þar segir að leiðin milli Siglufjarðar og Fljóta uppfylli alls ekki kröfur nútímasamfélags þegar kemur að samgöngum. Núverandi leið liggur um snjóflóðasvæði ásamt því að vera á jarðsigssvæði. Leiðin er oft á tíðum ófær. „Nú þegar hefur fjármunum verið veitt í rannsóknir og frumhönnun vegna Fljótaganga af Samgönguáætlun og því brýnt að tryggja nauðsynlegt frekara fjármagn í endanlega hönnun þessara ganga þannig að hægt verði að bjóða þau út eins fljótt og hægt er. Ástand vegarins á milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði er óviðunandi fyrir íbúa svæðisins, aðra vegfarendur og atvinnulífið á svæðinu,“ segir í ályktuninni. Ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur Því er einnig beint til Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, og Vegagerðarinnar að setja þurfi nauðsynlega fjármuni til rannsókna þannig að hægt sé að ákveða legu nýrra jarðganga á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Múlagöng eru barn síns tíma og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla liggur á þekktu snjóflóðahættusvæði. Mikilvægt er að fara í þessa forvinnu til þess að tryggja að þessi göng komist á samgönguáætlun við næstu endurskoðun hennar. Þetta er gríðarlega mikilvægt öryggismál fyrir íbúa svæðisins, vegfarendur og atvinnulíf,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. Margir íbúar Fjallabyggðar sækja alla meiriháttar heilbrigðisþjónustu til Akureyrar og telur bæjarstjórn að eina raunhæfa leiðin til að tryggja viðunandi samgöngur á milli Fjallabyggðar og Eyjafarðarsvæðisins vera ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Bæjarstjórn Fjallabyggðar óskar eftir liðsinni þingmanna Norðlendinga allra, sveitarstjórna á Norðurlandi, landshlutasamtaka, atvinnulífsins á svæðinu og annarra hagsmunaaðila á Norðurlandi í þessu mikilvægasta hagsmunamáli svæðisins. Bæjarstjórn lýsir sig fylgjandi hugmyndum stjórnvalda um gjaldtöku til að flýta samgöngubótum og lýsir sig tilbúna til viðræðna um þessar framkvæmdir,“ segir í ályktuninni.
Samgöngur Vegtollar Fjallabyggð Skagafjörður Akureyri Umferðaröryggi Vegagerð Tengdar fréttir Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent