Björn hættir sem ritstjóri DV Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 10:46 Björn Þorfinnsson hefur starfað sem ritstjóri DV undanfarið eitt og hálft ár. Björn Þorfinnson ritstjóri DV hefur sagt upp störfum. Hann mun þó ekki hverfa á braut strax og hyggst gegna stöðunni allt þar til nýr ritstjóri hefur verið ráðinn. Uppsögnin er að hans sögn ekki tengd nýlegum skipulagsbreytingum sem hafa átt sér stað innan útgáfufélagsins Torgs. Björn tók við ritstjórastarfinu í maí 2021 og tók þá við keflinu af Tobbu Marínósdóttur sem gegnt hafði stöðunni í rúmt ár. Hefur hann starfað samhliða Ágústi Borgþóri Sverrissyni sem gegnt hefur stöðu fréttastjóra DV undanfarna mánuði. Í samtali við Vísi staðfestir Björn að hann hafi sagt upp sem ritstjóri á dögunum. „Það er þó í mestu vinsemd við stjórnendur fyrirtækisins og starfslok mín verða ekki með neinum hvelli. Ég reikna með að fylgja ákveðnum skipulagsbreytingum úr hlaði og starfa þar til að eftirmaður minn er fundinn. Ég ætla að gefa mig allan í það verkefni,“ segir Björn og bætir við að það geti vel verið að hann taki að sér einhver önnur verkefni fyrir fjölmiðla Torgs. „Þetta er afar skemmtilegur vinnustaður með stórum hópi starfsmanna sem ég tel til góðra vina minna og því gæti vel verið að ég taki að mér einhver önnur verkefni hér.“ Ekkert sé þó fyrir hendi og Björn segist njóta óvissunnar. „Ég er mikill áhugamaður um að vaða af stað í ferðalög án þess að vera búinn að ákveða nákvæmlega hver áfangastaðurinn er. Eina sem ég veit er að ég mun líklega aldrei geta slitið mig alveg frá fjölmiðlum og ég vil geta skrifað. Lyklaborðið er vinur minn.“ Miklar hræringar hjá Torgi Undanfarið hafa verið gerðar nokkrar skipulagsbreytingar hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla. Í byrjun þessa mánaðar var Erlu Hlynsdóttur aðstoðarritstjóra DV sagt upp störfum og var uppsögnin sögð vera hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. Erla hafði starfað hjá DV síðan í apríl árið 2020 þegar hún var ráðin tímabundið sem fréttastjóri þar. Seinna meir var hún gerð að aðstoðarritstjóra fjölmiðilsins. Þá var blaðamanni hjá Fréttablaðinu einnig sagt upp. Í samtali við fréttastofu sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, aðalritstjóri fjölmiðla Torgs að um væri að ræða skipulagsbreytingar og eðlilegt aðhald. Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri breytingar á döfinni hjá Torgi. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Aðstoðarritstjóra DV sagt upp Erlu Hlynsdóttur, aðstoðarritstjóra DV, var í gær sagt upp störfum. Uppsögnin var hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. 1. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Björn tók við ritstjórastarfinu í maí 2021 og tók þá við keflinu af Tobbu Marínósdóttur sem gegnt hafði stöðunni í rúmt ár. Hefur hann starfað samhliða Ágústi Borgþóri Sverrissyni sem gegnt hefur stöðu fréttastjóra DV undanfarna mánuði. Í samtali við Vísi staðfestir Björn að hann hafi sagt upp sem ritstjóri á dögunum. „Það er þó í mestu vinsemd við stjórnendur fyrirtækisins og starfslok mín verða ekki með neinum hvelli. Ég reikna með að fylgja ákveðnum skipulagsbreytingum úr hlaði og starfa þar til að eftirmaður minn er fundinn. Ég ætla að gefa mig allan í það verkefni,“ segir Björn og bætir við að það geti vel verið að hann taki að sér einhver önnur verkefni fyrir fjölmiðla Torgs. „Þetta er afar skemmtilegur vinnustaður með stórum hópi starfsmanna sem ég tel til góðra vina minna og því gæti vel verið að ég taki að mér einhver önnur verkefni hér.“ Ekkert sé þó fyrir hendi og Björn segist njóta óvissunnar. „Ég er mikill áhugamaður um að vaða af stað í ferðalög án þess að vera búinn að ákveða nákvæmlega hver áfangastaðurinn er. Eina sem ég veit er að ég mun líklega aldrei geta slitið mig alveg frá fjölmiðlum og ég vil geta skrifað. Lyklaborðið er vinur minn.“ Miklar hræringar hjá Torgi Undanfarið hafa verið gerðar nokkrar skipulagsbreytingar hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla. Í byrjun þessa mánaðar var Erlu Hlynsdóttur aðstoðarritstjóra DV sagt upp störfum og var uppsögnin sögð vera hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. Erla hafði starfað hjá DV síðan í apríl árið 2020 þegar hún var ráðin tímabundið sem fréttastjóri þar. Seinna meir var hún gerð að aðstoðarritstjóra fjölmiðilsins. Þá var blaðamanni hjá Fréttablaðinu einnig sagt upp. Í samtali við fréttastofu sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, aðalritstjóri fjölmiðla Torgs að um væri að ræða skipulagsbreytingar og eðlilegt aðhald. Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri breytingar á döfinni hjá Torgi.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Aðstoðarritstjóra DV sagt upp Erlu Hlynsdóttur, aðstoðarritstjóra DV, var í gær sagt upp störfum. Uppsögnin var hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. 1. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Aðstoðarritstjóra DV sagt upp Erlu Hlynsdóttur, aðstoðarritstjóra DV, var í gær sagt upp störfum. Uppsögnin var hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. 1. nóvember 2022 14:41