Sýkna í öðru hrunmáli endurreist en nú með stuðningi saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2022 12:24 Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, tók undir kröfu sakborninga í Milestone-málinu um að Hæstiréttur vísaði máli þeirra frá. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari tók undir kröfur þriggja sakborninga í Milestone-málinu svonefnda um að vísa máli þeirra frá Hæstarétti þegar það var tekið upp aftur þar. Frávísunin þýðir að sýknudómur héraðsdóms yfir fólkinu var endurreistur. Ólík túlkun Hæstaréttar og endurupptökudóms á lögum um meðferð sakamála leiddi til þess að um áratugsgömul sýkna yfir Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP-banka, var endurreist í síðasta mánuði. Hæstiréttur hafði dæmt hann í tveggja ára fangelsi. Hæstiréttur taldi að endurupptökudómur hefði átt að vísa málinu til Landsréttar þar sem hann gæti ekki sjálfur bætt úr ágalla á upphaflegri meðferð málsins eftir að dómstigunum var fjölgað. Þrátt fyrir að Hæstiréttur hefði vísað því máli frá vegna tæknilegra atriða vísaði endurupptökudómur öðru hrunmáli til hans innan við mánuði síðar. Í þeim úrskurði kom fram að endurupptökudómur túlkar lögin þannig að hann geti ekki vísað málum sem voru upphaflega dæmd við Hæstarétt til Landsréttar. Lögspekingar hafa lýst efasemdum um þá túlkun endurupptökudóms. Í gær kvað Hæstiréttur upp niðurstöðu í öðru hrunmáli, Milestone-málinu svonefnda, og komst að sömu niðurstöðu. Rétturinn hefði ekki um annað að velja en að vísa málinu frá. Ólíkt máli fyrrverandi forstjóra MP-banka þar sem ríkissaksóknari krafðist sakfellingar yfir ákærða tók embættið nú undir kröfu sakborninganna um að vísa málinu frá Hæstarétti. Saksóknari vísaði til niðurstöðunnar í máli Styrmis Þórs og sagði ekki hjá því komist að krefjast frávísunar málsins. Karl Wernersson Sýknuð í héraði en sakfelld í Hæstarétti Karl Wernersson, stjórnarformaður Askar Capital, var ákærður ásamt tveimur öðrum fyrir umboðssvik vegna greiðslna félagsins Milestone til Ingunnar, systur hans árið 2006 og 2007. Þá voru endurskoðendurnir Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Guðmundsson ákærð fyrir brot á lögum um ársreikninga og endurskoðendur. Héraðsdómur sýknaði alla sakborningana í desember 2014. Hæstiréttur sneri sýknudómunum hins svegar við í apríl 2016. Karl var dæmdur í þriggja og hálfs árs og þau Margrét og Sgiurþór voru dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi og svipt löggildingu til endurskoðunarstarfa í sex mánuði. Síðar komst Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið á réttindum samborninga í öðrum hrunmálum til sanngjarnrar málsmeðferðar þar sem ekki hafði farið fram milliliðalaus sönnunarfærsla fyrir Hæstarétti. Þau Karl, Margrét og Sigurþór leituðu einnig til MDE en mál þeirra var fellt niður eftir að þau náðu sáttum við íslenska ríkið þar sem viðurkennt var að þau hefðu verið sama órétti beitt. Sömu forsendur og í máli Styrmis Þórs Endurupptökudómur úrskurðaði að mál þremenninganna skyldi tekið upp aftur í desember. Kröfðust þau þess að málinu gegn þeim væri vísað frá. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær og vísaði málinu frá. Sýknudómar yfir þeim í héraði voru þar með endurreistir. Forsendurnar voru þær sömu og þegar Hæstiréttur vísaði máli Styrmis Þórs frá í síðasta mánuði. Hæstiréttur sagði að eftir að lögum var breytt og Landsréttur kom til sögunnar hafi hann ekki lengur lagaheimild til þess að taka skýrslur af ákærður og vitnum. Því gæti hann ekki bætt úr þeim ágalla á málinu sem leiddi til endurupptökunnar. Þar sem Hæstiréttur gæti ekki snúið við úrskurðum endurupptökudóms eða vísað málum sjálfur til Landsréttar yrði ekki hjá því komist að vísa málinu frá. Ríkissjóður þarf að greiða allan sakarkostnað vegna málsins frá upphafi til enda, rúmlega fjörutíu milljónir króna. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari sem fór með málið, sagði við Vísi í síðasta mánuði að óhjákvæmilegt væri að krefjast frávísunar mála sem væru tekin upp aftur vegna þess að milliliðalaus sönnunarfærsla hefði ekki farið fram. Hrunið Dómsmál Dómstólar Milestone-málið Tengdar fréttir Telja túlkun endurupptökudóms vafa undirorpna Tveir dósentar í lögfræði telja að sú túlkun endurupptökudóms að hann geti ekki vísað málum sem voru dæmd í Hæstarétti til Landsréttar sé vafa undirorpin. Dómskerfið sé komið í pattstöðu hvað varðar endurupptöku sakamála vegna ólíkrar túlkunar dómstólanna tveggja á lögum. 8. nóvember 2022 12:09 Boðar frumvarp til að skera endurupptökudóm úr snörunni Dómsmálaráðherra segir að unnið sé að frumvarpi til þess að skýra lög um endurupptökudóm og leysa ágreining milli hans og Hæstaréttar. Ólík túlkun dómstiganna á lögunum leiddi nýlega til viðsnúnings í hrunmáli og fleiri gætu fylgt í kjölfarið. 6. nóvember 2022 10:19 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Ólík túlkun Hæstaréttar og endurupptökudóms á lögum um meðferð sakamála leiddi til þess að um áratugsgömul sýkna yfir Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP-banka, var endurreist í síðasta mánuði. Hæstiréttur hafði dæmt hann í tveggja ára fangelsi. Hæstiréttur taldi að endurupptökudómur hefði átt að vísa málinu til Landsréttar þar sem hann gæti ekki sjálfur bætt úr ágalla á upphaflegri meðferð málsins eftir að dómstigunum var fjölgað. Þrátt fyrir að Hæstiréttur hefði vísað því máli frá vegna tæknilegra atriða vísaði endurupptökudómur öðru hrunmáli til hans innan við mánuði síðar. Í þeim úrskurði kom fram að endurupptökudómur túlkar lögin þannig að hann geti ekki vísað málum sem voru upphaflega dæmd við Hæstarétt til Landsréttar. Lögspekingar hafa lýst efasemdum um þá túlkun endurupptökudóms. Í gær kvað Hæstiréttur upp niðurstöðu í öðru hrunmáli, Milestone-málinu svonefnda, og komst að sömu niðurstöðu. Rétturinn hefði ekki um annað að velja en að vísa málinu frá. Ólíkt máli fyrrverandi forstjóra MP-banka þar sem ríkissaksóknari krafðist sakfellingar yfir ákærða tók embættið nú undir kröfu sakborninganna um að vísa málinu frá Hæstarétti. Saksóknari vísaði til niðurstöðunnar í máli Styrmis Þórs og sagði ekki hjá því komist að krefjast frávísunar málsins. Karl Wernersson Sýknuð í héraði en sakfelld í Hæstarétti Karl Wernersson, stjórnarformaður Askar Capital, var ákærður ásamt tveimur öðrum fyrir umboðssvik vegna greiðslna félagsins Milestone til Ingunnar, systur hans árið 2006 og 2007. Þá voru endurskoðendurnir Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Guðmundsson ákærð fyrir brot á lögum um ársreikninga og endurskoðendur. Héraðsdómur sýknaði alla sakborningana í desember 2014. Hæstiréttur sneri sýknudómunum hins svegar við í apríl 2016. Karl var dæmdur í þriggja og hálfs árs og þau Margrét og Sgiurþór voru dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi og svipt löggildingu til endurskoðunarstarfa í sex mánuði. Síðar komst Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið á réttindum samborninga í öðrum hrunmálum til sanngjarnrar málsmeðferðar þar sem ekki hafði farið fram milliliðalaus sönnunarfærsla fyrir Hæstarétti. Þau Karl, Margrét og Sigurþór leituðu einnig til MDE en mál þeirra var fellt niður eftir að þau náðu sáttum við íslenska ríkið þar sem viðurkennt var að þau hefðu verið sama órétti beitt. Sömu forsendur og í máli Styrmis Þórs Endurupptökudómur úrskurðaði að mál þremenninganna skyldi tekið upp aftur í desember. Kröfðust þau þess að málinu gegn þeim væri vísað frá. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær og vísaði málinu frá. Sýknudómar yfir þeim í héraði voru þar með endurreistir. Forsendurnar voru þær sömu og þegar Hæstiréttur vísaði máli Styrmis Þórs frá í síðasta mánuði. Hæstiréttur sagði að eftir að lögum var breytt og Landsréttur kom til sögunnar hafi hann ekki lengur lagaheimild til þess að taka skýrslur af ákærður og vitnum. Því gæti hann ekki bætt úr þeim ágalla á málinu sem leiddi til endurupptökunnar. Þar sem Hæstiréttur gæti ekki snúið við úrskurðum endurupptökudóms eða vísað málum sjálfur til Landsréttar yrði ekki hjá því komist að vísa málinu frá. Ríkissjóður þarf að greiða allan sakarkostnað vegna málsins frá upphafi til enda, rúmlega fjörutíu milljónir króna. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari sem fór með málið, sagði við Vísi í síðasta mánuði að óhjákvæmilegt væri að krefjast frávísunar mála sem væru tekin upp aftur vegna þess að milliliðalaus sönnunarfærsla hefði ekki farið fram.
Hrunið Dómsmál Dómstólar Milestone-málið Tengdar fréttir Telja túlkun endurupptökudóms vafa undirorpna Tveir dósentar í lögfræði telja að sú túlkun endurupptökudóms að hann geti ekki vísað málum sem voru dæmd í Hæstarétti til Landsréttar sé vafa undirorpin. Dómskerfið sé komið í pattstöðu hvað varðar endurupptöku sakamála vegna ólíkrar túlkunar dómstólanna tveggja á lögum. 8. nóvember 2022 12:09 Boðar frumvarp til að skera endurupptökudóm úr snörunni Dómsmálaráðherra segir að unnið sé að frumvarpi til þess að skýra lög um endurupptökudóm og leysa ágreining milli hans og Hæstaréttar. Ólík túlkun dómstiganna á lögunum leiddi nýlega til viðsnúnings í hrunmáli og fleiri gætu fylgt í kjölfarið. 6. nóvember 2022 10:19 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Telja túlkun endurupptökudóms vafa undirorpna Tveir dósentar í lögfræði telja að sú túlkun endurupptökudóms að hann geti ekki vísað málum sem voru dæmd í Hæstarétti til Landsréttar sé vafa undirorpin. Dómskerfið sé komið í pattstöðu hvað varðar endurupptöku sakamála vegna ólíkrar túlkunar dómstólanna tveggja á lögum. 8. nóvember 2022 12:09
Boðar frumvarp til að skera endurupptökudóm úr snörunni Dómsmálaráðherra segir að unnið sé að frumvarpi til þess að skýra lög um endurupptökudóm og leysa ágreining milli hans og Hæstaréttar. Ólík túlkun dómstiganna á lögunum leiddi nýlega til viðsnúnings í hrunmáli og fleiri gætu fylgt í kjölfarið. 6. nóvember 2022 10:19