Umræðan verði að fara fram á grundvelli staðreynda – ekki tilfinningu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 14:37 Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir betri upplýsingum frá dómsmálaráðuneyti og Útlendingastofnun. Stöð 2/Sigurjón Helga Vala Helgadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis, er undrandi að loknum nefndarfundi með ráðherra og Útlendingastofnun um hælisleitendur. Hún segir fjölmörgum spurningum ekki svarað þrátt fyrir að gestir nefndarinnar hafi fengið þær fyrir fram. Skortur á upplýsingum og heildarsýn sé ekki góð því umræðan verði að fara fram á grundvelli staðreynda - ekki tilfinningu. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fulltrúar frá Útlendingastofnun mættu fyrir allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun til að svara fyrir ákvörðun um fjöldabrottvísun til Grikklands sem fram fór í síðustu viku. „Ég undrast svolítið hversu litlar upplýsingar stjórnvöld hafa í höndunum, þá tölulegar upplýsingar. Það virðist sem að yfirsýn sé takmörkuð og möguleikar ráðuneytis og stofnana til þess að hafa heildaryfirsýn séu af skornum skammti. Það er auðvitað líka vont upp á okkar samstarf við alþjóðlegar stofnanir og eftirlitsaðila.“ Helga Vala segir fleiri dæmi um þetta. „Ég hitti nefnd frá Evrópuráðinu í gær sem er að fjalla um mansal og þar kom meðal annars fram þetta, skortur á utan um haldi á gögnum og tölulegum upplýsingum. Ég held við megum gera betur í því. Það er auðvitað á grundvelli staðreynda sem við verðum að vinna, ekki einhverri tilfinningu.“ Það er ekki bara verklag við brottvísun sem hefur verið gagnrýnt heldur líka framkvæmdin í sjálfu sér; endursendingar til Grikklands. „Við, auðvitað, höfum verið að benda á það að Evrópuríkin eru sáralítið að endursenda til Grikklands, bara mjög lítið. Það eru innan við hundrað endursendingar á fyrri hluta þessa árs frá öllum Evrópuríkjunum en þess ber að geta að Ísland hefur ekki sent inn sínar tölur yfir endursendingar til Grikklands á þessu ári. Við ætluðum í síðustu viku að senda út í einni ferð 23 þannig að við hefðum auðvitað orðið Evrópumeistarar í endursendingum til Grikklands ef það hefði tekist en vermum þess í stað annað sætið.“ Helga Vala segir nefndin verði að fá dómsmálaráðherra aftur fyrir nefndina til að fá svör við fleiri spurningum. „Við verðum bara áfram í rannsókn.“ Alþingi Flóttafólk á Íslandi Grikkland Hælisleitendur Tengdar fréttir Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18 Alvarlegar athugasemdir gerðar við að ráðherra hafi ekki mætt Fulltrúar frá stoðdeild ríkislögreglustjóra sátu fyrir svörum um framkvæmd ákvarðana um fjöldabrottvísun á fundi allsherjar og menntamálanefndar í morgun. Fundurinn fór ekki eins og vonir margra nefndarmanna stóðu til en þeir höfðu vonast til þess að fulltrúi frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra kæmu fyrir nefndina til að sitja fyrir svörum um það verklag sem var viðhaft við umdeilda fjöldabrottvísun í síðustu viku. 8. nóvember 2022 12:13 Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fulltrúar frá Útlendingastofnun mættu fyrir allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun til að svara fyrir ákvörðun um fjöldabrottvísun til Grikklands sem fram fór í síðustu viku. „Ég undrast svolítið hversu litlar upplýsingar stjórnvöld hafa í höndunum, þá tölulegar upplýsingar. Það virðist sem að yfirsýn sé takmörkuð og möguleikar ráðuneytis og stofnana til þess að hafa heildaryfirsýn séu af skornum skammti. Það er auðvitað líka vont upp á okkar samstarf við alþjóðlegar stofnanir og eftirlitsaðila.“ Helga Vala segir fleiri dæmi um þetta. „Ég hitti nefnd frá Evrópuráðinu í gær sem er að fjalla um mansal og þar kom meðal annars fram þetta, skortur á utan um haldi á gögnum og tölulegum upplýsingum. Ég held við megum gera betur í því. Það er auðvitað á grundvelli staðreynda sem við verðum að vinna, ekki einhverri tilfinningu.“ Það er ekki bara verklag við brottvísun sem hefur verið gagnrýnt heldur líka framkvæmdin í sjálfu sér; endursendingar til Grikklands. „Við, auðvitað, höfum verið að benda á það að Evrópuríkin eru sáralítið að endursenda til Grikklands, bara mjög lítið. Það eru innan við hundrað endursendingar á fyrri hluta þessa árs frá öllum Evrópuríkjunum en þess ber að geta að Ísland hefur ekki sent inn sínar tölur yfir endursendingar til Grikklands á þessu ári. Við ætluðum í síðustu viku að senda út í einni ferð 23 þannig að við hefðum auðvitað orðið Evrópumeistarar í endursendingum til Grikklands ef það hefði tekist en vermum þess í stað annað sætið.“ Helga Vala segir nefndin verði að fá dómsmálaráðherra aftur fyrir nefndina til að fá svör við fleiri spurningum. „Við verðum bara áfram í rannsókn.“
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Grikkland Hælisleitendur Tengdar fréttir Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18 Alvarlegar athugasemdir gerðar við að ráðherra hafi ekki mætt Fulltrúar frá stoðdeild ríkislögreglustjóra sátu fyrir svörum um framkvæmd ákvarðana um fjöldabrottvísun á fundi allsherjar og menntamálanefndar í morgun. Fundurinn fór ekki eins og vonir margra nefndarmanna stóðu til en þeir höfðu vonast til þess að fulltrúi frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra kæmu fyrir nefndina til að sitja fyrir svörum um það verklag sem var viðhaft við umdeilda fjöldabrottvísun í síðustu viku. 8. nóvember 2022 12:13 Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18
Alvarlegar athugasemdir gerðar við að ráðherra hafi ekki mætt Fulltrúar frá stoðdeild ríkislögreglustjóra sátu fyrir svörum um framkvæmd ákvarðana um fjöldabrottvísun á fundi allsherjar og menntamálanefndar í morgun. Fundurinn fór ekki eins og vonir margra nefndarmanna stóðu til en þeir höfðu vonast til þess að fulltrúi frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra kæmu fyrir nefndina til að sitja fyrir svörum um það verklag sem var viðhaft við umdeilda fjöldabrottvísun í síðustu viku. 8. nóvember 2022 12:13
Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00