Alfons staðfesti það í samtali við Avisa Nordland að tíma hans hjá Bodö/Glimt væri lokið.
Alfons, sem hóf ferilinn hjá Breiðabliki en hefur einnig spilað í Svíþjóð, kom til Bodö í byrjun árs 2020 og hefur notið gríðarlegrar velgengni með liðinu.
Alfons varð norskur meistari á fyrstu leiktíð og endurtók leikinn í fyrra, auk þess sem Bodö vakti athygli fyrir afar skemmtilegan og árangursríkan fótbolta. Í ár endar liðið þó í 2. eða 3. sæti, á eftir meisturum Molde.
Alfons gæti leikið sinn síðasta leik um helgina þegar tímabilinu hjá Bodö lýkur með leik við Strömsgodset á útivelli. Liðið lék í Evrópudeildinni í haust og endaði í 3. sæti síns riðils, og fer því umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í febrúar.