Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2022 09:01 Við viljum meira frelsi á leigubílamarkaði. Það sýnir nýleg könnun Maskínu. Hún sýnir líka að stórnotendur þjónustunnar eru þeir sem helst vilja sjá breytingar. Það er merkilegt að þegar að notendur þjónustunnar vilja breytingar og þegar íslenska ríkið hefur fengið áminningu frá ESA um að íslenska löggjöfin um leigubílamarkaðinni brjóti í bága við EES samninginn, að enn séu stjórnvöld hér ekki tilbúin til þess að hlusta. Hvar er þetta fólk að fela sig sem hélt þriggja daga landsfund undir kjörorðinu „Frelsi“? Það virðist að minnsta kosti ekki kveikja á því að það sé í ríkisstjórn og geti hér breytt í átt að frelsi. Ekki bara frelsismál heldur öryggismál Staðreyndin er sú að þessi mál snúast ekki lengur bara um frelsi. Þetta er orðið spurning um öryggi. Of oft er enga leigubíla að fá. Drukkið fólk gefst upp á biðinni og keyrir jafnvel heim á bílnum sínum sem stóð til að skilja eftir. Ég heyri sérstaklega frá konum að þær upplifi sig óöruggari því þær geta ekki treyst á að finna leigubíl t.d. úr miðbænum um helgar. Nú er veturinn fram undan og biðin eftir leigubíl verður kaldari og kaldari. Um leið hugsa ég að þolinmæði fólks minnki. Oft finnst manni að einu rök þeirra sem standa í vegi fyrir frelsi á leigubílamarkaði séu að það sé svo hættulegt að hver sem er geti sinnt þessari þjónustu. En staðreyndin er að fólk er núna að leita inn á svartan markað, eins og félagar upp á tugþúsundir í skutlarahópum á samfélagsmiðlum sýnir. Þangað fer fólk því leigubílaþjónustan sem er í boði núna mætir ekki eftirspurninni. Þar getur hver sem er tekið að sér að skutla fólki. Alvöru val Ef við hleypum svokölluðum farveitum inn á markaðinn þá væru ferðir skráðar, þú hefðir val um mismundi bíla, tegund bílstjóra og gætir kannað hversu góður bílstjórinn sem þú pantar er. Þú vissir líka fyrir fram hvert verðið væri fyrir ferðina. Hvað er svona slæmt við það? Farveiturnar þurfa ekki að útiloka það að hér geti núverandi fyrirtæki starfrækt sína þjónustu áfram. Samkeppni á alltaf að vera af hinu góða. Viðskiptavinir fá einfaldlega valfrelsi og munu velja þá þjónustu sem þeim hentar best hverju sinni. Viðreisn vill frelsi á leigubílamarkaði Frelsi á leigubílamarkaði gæti líka hjálpað til við að leiðrétta það ójafnvægi sem ríkir á markaðnum. Við vitum að bílarnir standa oft tómir á virkum dögum en anna svo engan veginn eftirspurninni á álagstímum. Núverandi kerfi er því í raun óhagstætt leigubílstjórunum sjálfum. Við þurfum að nútímavæða þennan markað. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram breytingar á lögum um leigubifreiðar sem aldrei hafa náð fram að ganga. Og hverjir eru það sem standa í vegi fyrir því? Jú lukkuriddarar frelsisins standa í vegi fyrir þessu einfalda frelsismáli. Hagsmuna hverra eru þeir að gæta? Ekki almennings. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Stjórnsýsla Leigubílar Alþingi Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við viljum meira frelsi á leigubílamarkaði. Það sýnir nýleg könnun Maskínu. Hún sýnir líka að stórnotendur þjónustunnar eru þeir sem helst vilja sjá breytingar. Það er merkilegt að þegar að notendur þjónustunnar vilja breytingar og þegar íslenska ríkið hefur fengið áminningu frá ESA um að íslenska löggjöfin um leigubílamarkaðinni brjóti í bága við EES samninginn, að enn séu stjórnvöld hér ekki tilbúin til þess að hlusta. Hvar er þetta fólk að fela sig sem hélt þriggja daga landsfund undir kjörorðinu „Frelsi“? Það virðist að minnsta kosti ekki kveikja á því að það sé í ríkisstjórn og geti hér breytt í átt að frelsi. Ekki bara frelsismál heldur öryggismál Staðreyndin er sú að þessi mál snúast ekki lengur bara um frelsi. Þetta er orðið spurning um öryggi. Of oft er enga leigubíla að fá. Drukkið fólk gefst upp á biðinni og keyrir jafnvel heim á bílnum sínum sem stóð til að skilja eftir. Ég heyri sérstaklega frá konum að þær upplifi sig óöruggari því þær geta ekki treyst á að finna leigubíl t.d. úr miðbænum um helgar. Nú er veturinn fram undan og biðin eftir leigubíl verður kaldari og kaldari. Um leið hugsa ég að þolinmæði fólks minnki. Oft finnst manni að einu rök þeirra sem standa í vegi fyrir frelsi á leigubílamarkaði séu að það sé svo hættulegt að hver sem er geti sinnt þessari þjónustu. En staðreyndin er að fólk er núna að leita inn á svartan markað, eins og félagar upp á tugþúsundir í skutlarahópum á samfélagsmiðlum sýnir. Þangað fer fólk því leigubílaþjónustan sem er í boði núna mætir ekki eftirspurninni. Þar getur hver sem er tekið að sér að skutla fólki. Alvöru val Ef við hleypum svokölluðum farveitum inn á markaðinn þá væru ferðir skráðar, þú hefðir val um mismundi bíla, tegund bílstjóra og gætir kannað hversu góður bílstjórinn sem þú pantar er. Þú vissir líka fyrir fram hvert verðið væri fyrir ferðina. Hvað er svona slæmt við það? Farveiturnar þurfa ekki að útiloka það að hér geti núverandi fyrirtæki starfrækt sína þjónustu áfram. Samkeppni á alltaf að vera af hinu góða. Viðskiptavinir fá einfaldlega valfrelsi og munu velja þá þjónustu sem þeim hentar best hverju sinni. Viðreisn vill frelsi á leigubílamarkaði Frelsi á leigubílamarkaði gæti líka hjálpað til við að leiðrétta það ójafnvægi sem ríkir á markaðnum. Við vitum að bílarnir standa oft tómir á virkum dögum en anna svo engan veginn eftirspurninni á álagstímum. Núverandi kerfi er því í raun óhagstætt leigubílstjórunum sjálfum. Við þurfum að nútímavæða þennan markað. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram breytingar á lögum um leigubifreiðar sem aldrei hafa náð fram að ganga. Og hverjir eru það sem standa í vegi fyrir því? Jú lukkuriddarar frelsisins standa í vegi fyrir þessu einfalda frelsismáli. Hagsmuna hverra eru þeir að gæta? Ekki almennings. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun