Fjölmiðillinn 24 miðlar tekinn til gjaldþrotaskipta eftir stutta en stormasama sögu Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 12:28 Kristjón Kormákur var ritstjóri miðilsins 24 - þínar fréttir. Vísir Vefmiðillinn 24 miðlar ehf. var tekinn til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í síðustu viku. Engin starfsemi hefur verið á miðlinum en síðasta verk tveggja starfsmanna var að birta grein þar sem þeir kvörtuðu undan vangoldnum launum. Kristjón Kormákur Guðjónsson, fyrrverandi ritstjóri Pressunnar og DV, var í forsvari fyrir hópinn sem stofnaði 24 miðla og fór með vefmiðilinn 24.is í loftið í október í fyrra. Auk hans voru þau Tómas Valgeirsson, Sunna Rós Víðisdóttir og Guðbjarni Traustason sögð eiga miðilinn. Guðbjarni var sagður framkvæmdastjóri miðilsins, Sunna Rós stjórnarformaður en Trausti frétta- og tæknistjóri og hönnuður. Miðillinn reis þó aldrei hátt. Þegar Kristjón Kormákur játaði að hafa brotist inn á skrifstofu Mannlífs og í bíl Reynis Traustasonar, ritstjóra þess miðils í mars lá starfsemi 24.is þegar niðri. Öllu efni var eytt af vef Mannlífs í innbrotinu. Í viðtali Reynis við Kristjón Kormák sagði sá síðarnefndi að auðmaðurinn Róbert Wessman hefði tekið þátt í fjármögnun 24 miðla og lagt honum til tugi milljóna króna. Vefslóðin 24.is liggur nú niðri. Stundin sagði frá því í febrúar að blaðamenn þar hefðu birt pistil á vefsíðunni þar sem þeir lýstu misbresti í stjórnunarháttum og rekstri. Starfsmenn hefðu fengið laun greidd seint og illa. Blaðamenn höfðu þá enn ekki fengið greitt fyrir janúarmánuð. Tómas og Arnór Steinn Ívarsson skrifuðu undir greinina sem var síðar tekin úr birtingu. Fjölmiðlar Gjaldþrot Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Kristjón Kormákur Guðjónsson, fyrrverandi ritstjóri Pressunnar og DV, var í forsvari fyrir hópinn sem stofnaði 24 miðla og fór með vefmiðilinn 24.is í loftið í október í fyrra. Auk hans voru þau Tómas Valgeirsson, Sunna Rós Víðisdóttir og Guðbjarni Traustason sögð eiga miðilinn. Guðbjarni var sagður framkvæmdastjóri miðilsins, Sunna Rós stjórnarformaður en Trausti frétta- og tæknistjóri og hönnuður. Miðillinn reis þó aldrei hátt. Þegar Kristjón Kormákur játaði að hafa brotist inn á skrifstofu Mannlífs og í bíl Reynis Traustasonar, ritstjóra þess miðils í mars lá starfsemi 24.is þegar niðri. Öllu efni var eytt af vef Mannlífs í innbrotinu. Í viðtali Reynis við Kristjón Kormák sagði sá síðarnefndi að auðmaðurinn Róbert Wessman hefði tekið þátt í fjármögnun 24 miðla og lagt honum til tugi milljóna króna. Vefslóðin 24.is liggur nú niðri. Stundin sagði frá því í febrúar að blaðamenn þar hefðu birt pistil á vefsíðunni þar sem þeir lýstu misbresti í stjórnunarháttum og rekstri. Starfsmenn hefðu fengið laun greidd seint og illa. Blaðamenn höfðu þá enn ekki fengið greitt fyrir janúarmánuð. Tómas og Arnór Steinn Ívarsson skrifuðu undir greinina sem var síðar tekin úr birtingu.
Fjölmiðlar Gjaldþrot Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira