Andri Adolphsson í Stjörnuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2022 18:30 Andri mun leika í bláu næsta sumar. Stjarnan Andri Adolphsson hefur samið við Stjörnuna og mun því leika með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Ekki kemur fram hvað samningurinn er langur og þá er Andri enn skráður í lið Vals á vef Knattspyrnusambands Íslands. Andri, sem hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri, gekk í raðir Vals árið 2015 og hefur leikið þar allar götur síðan ef frá er talinn hluti árs 2018 þegar hann fór aftur á láni upp á Akranes. Andri er fjölhæfur vængmaður og það vill svo skemmtilega til að hann býr í Garðabænum. „Þannig við hvetjum ykkur öll til þess að gefa honum háa fimmu ef þið rekist á hann,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar. Bjóðum Andra Adolphsson velkominn í Stjörnuna https://t.co/NH4p8DDSeU— Silfurskeiðin (@Silfurskeidin) November 11, 2022 Þar segir Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari liðsins einnig: „Við erum gríðarlega spenntir að fá Andra inn í okkar hóp. Andri er rólegur og yfirvegaður, býr yfir reynslu og mun smellpassa í liðið. Það eru allir meðvitaðir um hæfileikana og erum við mjög spenntir að vinna með honum og hjálpa honum að sýna sitt allra besta.“ „Ég er hrikalega ánægður með að vera kominn í Stjörnuna. Þetta er rosalega skemmtilegur og spennandi hópur og ég get ekki beðið eftir að kynnast strákunum og fólkinu í klúbbnum og koma mér af stað í þessari flottu vegferð sem liðið er á,“ sagði Andri sjálfur. Ljóst er að töluverðar breytingar verða á leikmannahóp Stjörnunnar milli ára en Óskar Örn Hauksson, Ólafur Karl Finsen og Einar Karl Ingvarsson hafa allir yfirgefið liðið á meðan Guðmundur Kristjánsson hefur þegar samið við Stjörnuna. Hvort fleiri leikmenn semji á við félagið á næstu vikum mun koma í ljós en það verður að teljast líklegt ætli Stjarnan sér að gera betur en síðasta sumar þegar liðið endaði í 5. sæti Bestu deildar. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Andri, sem hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri, gekk í raðir Vals árið 2015 og hefur leikið þar allar götur síðan ef frá er talinn hluti árs 2018 þegar hann fór aftur á láni upp á Akranes. Andri er fjölhæfur vængmaður og það vill svo skemmtilega til að hann býr í Garðabænum. „Þannig við hvetjum ykkur öll til þess að gefa honum háa fimmu ef þið rekist á hann,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar. Bjóðum Andra Adolphsson velkominn í Stjörnuna https://t.co/NH4p8DDSeU— Silfurskeiðin (@Silfurskeidin) November 11, 2022 Þar segir Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari liðsins einnig: „Við erum gríðarlega spenntir að fá Andra inn í okkar hóp. Andri er rólegur og yfirvegaður, býr yfir reynslu og mun smellpassa í liðið. Það eru allir meðvitaðir um hæfileikana og erum við mjög spenntir að vinna með honum og hjálpa honum að sýna sitt allra besta.“ „Ég er hrikalega ánægður með að vera kominn í Stjörnuna. Þetta er rosalega skemmtilegur og spennandi hópur og ég get ekki beðið eftir að kynnast strákunum og fólkinu í klúbbnum og koma mér af stað í þessari flottu vegferð sem liðið er á,“ sagði Andri sjálfur. Ljóst er að töluverðar breytingar verða á leikmannahóp Stjörnunnar milli ára en Óskar Örn Hauksson, Ólafur Karl Finsen og Einar Karl Ingvarsson hafa allir yfirgefið liðið á meðan Guðmundur Kristjánsson hefur þegar samið við Stjörnuna. Hvort fleiri leikmenn semji á við félagið á næstu vikum mun koma í ljós en það verður að teljast líklegt ætli Stjarnan sér að gera betur en síðasta sumar þegar liðið endaði í 5. sæti Bestu deildar.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira