Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir helstu verkefni frá klukkan fimm í gærdag til klukkan fimm í nótt.
Nokkuð var um slagsmál í gær og í nótt, ein þeirra á hóteli í miðbænum. Allt var búið að róast niður þegar lögregla kom á staðinn og héldu allir sína leið eftir að hafa rætt við lögreglumenn. Önnur slagsmál urði á skemmtistað í miðbænum og þau þriðju voru í Grafarvogi.
Dyraverðir á skemmtistað þurftu að óska eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklings sem lét ófriðlega á staðnum. Honum var vísað í burtu af staðnum eftir viðræður við lögreglu.
Lögreglan var kölluð á heimili í Hafnarvirði vegna einstaklings sem var þar óvelkominn og neitaði að fara. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvernig málið var leyst.