Segir að United hafi svikið sig og hann beri enga virðingu fyrir þjálfaranum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. nóvember 2022 23:05 Cristiano Ronaldo er ekki aðdáandi Erik ten Hag. Steve Bardens/Getty Images Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir að sér finnist Manchester United hafa svikið sig eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins. Hann segir að félagið hafi reynt að bola sér út og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra félagsins. Ronaldo settist niður með breska þáttastjórnandanum Piers Morgan og ræddi þar ýmis mál í löngu viðtali. Þar segir hann meðal annars að félagið hafi verið að reyna að losna við sig. „Já,“ svaraði Ronaldo einfaldlega aðspurður að því hvort United hafi reynt að losa sig við hann. „Ekki bara þjálfarinn, heldur líka hinir tveir eða þrír gæjarnir í kringum klúbbinn. Mér leið eins og ég hafi verið svikinn.“ „En ég veit það ekki. Mér er alveg sama. Fólk ætti að heyra sannleikann. Já, mér finnst eins og ég hafi verið svikinn. Það er fólk þarna sem vill ekki hafa mig, ekki bara í ár, heldur í fyrra líka.“ „Ég skil ekki hvað er í gangi. Síðan Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið hef ég ekki séð neina þróun hjá klúbbnum. Framfarirnar hafa verið engar.“ „Tökum sem dæmi, mér finnst áhugavert hvernig klúbbur eins og Manchester United rekur Ole [Gunnar Solskjær] og ræður svo íþróttastjórann (e. sporting director) Ralf Rangnick, sem er eitthvað sem enginn skilur. Hann er ekki einu sinni þjálfari! Þegar stór klúbbur eins og Manchester United ræður íþróttastjóra sem þjálfara þá verð ekki bara ég hissa, heldur allur heimurinn.“ „Það er ekkert sem breytist. Ekki heiti potturinn, sundlaugin, eða líkamsræktarsalurinn. Meira að segja tæknimálin, eldhúsið og kokkarnir - sem er reyndar frábært fólk sem ég kann að meta - en þetta þróast ekkert og það kom mér virkilega á óvart.“ Ég hélt að ég myndi sjá einhverja nýja hluti, nýja tækni eða innviði. En því miður þá sér maður enn mikið af hlutum sem ég var vanur að sjá þegar ég var 21 árs. Það kom mér virkilega á óvart.“ Cristiano Ronaldo on Erik ten Hag: “I don't have respect for Erik ten Hag because he doesn't show respect for me”, tells @PiersMorgan. 🚨 #MUFC“If you don't have respect for me, I will never have any for you”. pic.twitter.com/n3kRkvILbP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 13, 2022 Þá er Portúgalinn greinilega ekki mikill aðdáandi nýs þjálfara liðsins, Eriks ten Hag. „Ég ber ekki virðingu fyrir honum því hann ber ekki virðingu fyrir mér. Ef þú getur ekki sýnt mér virðingu, þá mun ég ekki sýna þér virðingu.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Ronaldo settist niður með breska þáttastjórnandanum Piers Morgan og ræddi þar ýmis mál í löngu viðtali. Þar segir hann meðal annars að félagið hafi verið að reyna að losna við sig. „Já,“ svaraði Ronaldo einfaldlega aðspurður að því hvort United hafi reynt að losa sig við hann. „Ekki bara þjálfarinn, heldur líka hinir tveir eða þrír gæjarnir í kringum klúbbinn. Mér leið eins og ég hafi verið svikinn.“ „En ég veit það ekki. Mér er alveg sama. Fólk ætti að heyra sannleikann. Já, mér finnst eins og ég hafi verið svikinn. Það er fólk þarna sem vill ekki hafa mig, ekki bara í ár, heldur í fyrra líka.“ „Ég skil ekki hvað er í gangi. Síðan Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið hef ég ekki séð neina þróun hjá klúbbnum. Framfarirnar hafa verið engar.“ „Tökum sem dæmi, mér finnst áhugavert hvernig klúbbur eins og Manchester United rekur Ole [Gunnar Solskjær] og ræður svo íþróttastjórann (e. sporting director) Ralf Rangnick, sem er eitthvað sem enginn skilur. Hann er ekki einu sinni þjálfari! Þegar stór klúbbur eins og Manchester United ræður íþróttastjóra sem þjálfara þá verð ekki bara ég hissa, heldur allur heimurinn.“ „Það er ekkert sem breytist. Ekki heiti potturinn, sundlaugin, eða líkamsræktarsalurinn. Meira að segja tæknimálin, eldhúsið og kokkarnir - sem er reyndar frábært fólk sem ég kann að meta - en þetta þróast ekkert og það kom mér virkilega á óvart.“ Ég hélt að ég myndi sjá einhverja nýja hluti, nýja tækni eða innviði. En því miður þá sér maður enn mikið af hlutum sem ég var vanur að sjá þegar ég var 21 árs. Það kom mér virkilega á óvart.“ Cristiano Ronaldo on Erik ten Hag: “I don't have respect for Erik ten Hag because he doesn't show respect for me”, tells @PiersMorgan. 🚨 #MUFC“If you don't have respect for me, I will never have any for you”. pic.twitter.com/n3kRkvILbP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 13, 2022 Þá er Portúgalinn greinilega ekki mikill aðdáandi nýs þjálfara liðsins, Eriks ten Hag. „Ég ber ekki virðingu fyrir honum því hann ber ekki virðingu fyrir mér. Ef þú getur ekki sýnt mér virðingu, þá mun ég ekki sýna þér virðingu.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira