Fastagestur á Benzanum hetja gærdagsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2022 21:00 Villi, eins og hann er alltaf kallaður, sýndi hetjulega frammistöðu í gær. egill/arnar/vísir Fótbrotinn fastagestur á Benzanum, sem er bar við Grensásveg, sýndi hetjulega frammistöðu í gær þegar hann óð inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega úr vagninum. Eldurinn kviknaði í sætum aftarlega í strætisvagni á Grensásvegi síðdegis í gær og grunar lögreglu að um íkveikju hafi verið að ræða. Þegar lögregla kom á vettvang hafði niðurlögum eldsins verið ráðið, en það var fastagesti á barnum Benzanum að þakka sem bjargaði málunum. „Ég er bara viðskiptavinur á Benzinn café, frægasta bar á Íslandi og er að labba út með bjórinn í hendinni og sé þá strætisvagn sem stendur fyrir utan og reyk út um öllum hurðum,“ sagði Vilhjálmur Sigurðsson. Óttaðist að börn væru í vagninum Vegfarendur hafi verið í mikilli geðshræringu. Villi, eins og hann er alltaf kallaður, óttaðist að farþegar og sér í lagi börn væru í vagninum og ákvað að spretta af stað. „Þannig að ég tek „rönnið“ [hleyp]. Að vísu er ég fótbrotinn. Aldrei séð fótbrotinn mann hlaupa svona hratt, nema Forrest Gump þegar hann braut á sér spelkurnar.“ „Slökkvitæki núna!“ Hann rauk inn á veitingastaðinn BK kjúkling í leit að slökkvitæki og öskraði: „Slökkvitæki núna! Svo hljóp ég inn um miðhurðina í vagninum en sá ekkert fyrir svörtum reyk. Ég öskraði: Er einhver hreyfing hérna inni! En sá í gegnum rúðurnar að þar virtist enginn fullorðinn vera. Svo fór ég út um miðhurðina og inn um afturhurðina og þar var einn kunningi minn, maður sem ég tek - eða að vísu lagði ég þá dósina frá mér. Tek hann bara og út úr vagninum aftasta, þar sem aðal reykurinn var.“ Að því búnu óð hann inn í strætisvagninn með slökkvitækið. „Og ég veð inn með tækið en þá kemur hvellur og þá sprakk slangan á tækinu. Þá var þetta eldgamalt slökkvitæki, þetta var eins og skotið hefði verið úr byssu. Ég hef náttúrulega ekki unnið í slökkviliðinu ennþá en ég er vanur Winchester-243 og svona, þannig ég þekki þetta. Svo prufaði ég aftur og þá lak slangan bara aðeins og draslið fór að virka.“ Hann segir að allt hafi þetta gerst á undir þremur mínútum. „Svo þurfti ég að fara að veita fólki áfallahjálp. Þarna var kona sem hafði verið í vagninum sem var í sjokki. Hún var í þykkri lopapeysu og var sveitt í gegn.“ Áfallið kom klukkutíma síðar Sjálfur fékk Villi hálfgert sjokk um klukkutíma eftir atvikið. Hann segir rosalegan reyk hafa verið í vagninum, mildi að ekki fór verr og segir að atvikið hafi verið eins og atriði úr bíómynd. „Ég er náttúrulega nýbúin að horfa á Denzel Washington í Equalizer og allskonar og þetta var „act“ sem var í raun ekki til sem ég gerði. Takk fyrir það.“ Strætó Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Eldurinn kviknaði í sætum aftarlega í strætisvagni á Grensásvegi síðdegis í gær og grunar lögreglu að um íkveikju hafi verið að ræða. Þegar lögregla kom á vettvang hafði niðurlögum eldsins verið ráðið, en það var fastagesti á barnum Benzanum að þakka sem bjargaði málunum. „Ég er bara viðskiptavinur á Benzinn café, frægasta bar á Íslandi og er að labba út með bjórinn í hendinni og sé þá strætisvagn sem stendur fyrir utan og reyk út um öllum hurðum,“ sagði Vilhjálmur Sigurðsson. Óttaðist að börn væru í vagninum Vegfarendur hafi verið í mikilli geðshræringu. Villi, eins og hann er alltaf kallaður, óttaðist að farþegar og sér í lagi börn væru í vagninum og ákvað að spretta af stað. „Þannig að ég tek „rönnið“ [hleyp]. Að vísu er ég fótbrotinn. Aldrei séð fótbrotinn mann hlaupa svona hratt, nema Forrest Gump þegar hann braut á sér spelkurnar.“ „Slökkvitæki núna!“ Hann rauk inn á veitingastaðinn BK kjúkling í leit að slökkvitæki og öskraði: „Slökkvitæki núna! Svo hljóp ég inn um miðhurðina í vagninum en sá ekkert fyrir svörtum reyk. Ég öskraði: Er einhver hreyfing hérna inni! En sá í gegnum rúðurnar að þar virtist enginn fullorðinn vera. Svo fór ég út um miðhurðina og inn um afturhurðina og þar var einn kunningi minn, maður sem ég tek - eða að vísu lagði ég þá dósina frá mér. Tek hann bara og út úr vagninum aftasta, þar sem aðal reykurinn var.“ Að því búnu óð hann inn í strætisvagninn með slökkvitækið. „Og ég veð inn með tækið en þá kemur hvellur og þá sprakk slangan á tækinu. Þá var þetta eldgamalt slökkvitæki, þetta var eins og skotið hefði verið úr byssu. Ég hef náttúrulega ekki unnið í slökkviliðinu ennþá en ég er vanur Winchester-243 og svona, þannig ég þekki þetta. Svo prufaði ég aftur og þá lak slangan bara aðeins og draslið fór að virka.“ Hann segir að allt hafi þetta gerst á undir þremur mínútum. „Svo þurfti ég að fara að veita fólki áfallahjálp. Þarna var kona sem hafði verið í vagninum sem var í sjokki. Hún var í þykkri lopapeysu og var sveitt í gegn.“ Áfallið kom klukkutíma síðar Sjálfur fékk Villi hálfgert sjokk um klukkutíma eftir atvikið. Hann segir rosalegan reyk hafa verið í vagninum, mildi að ekki fór verr og segir að atvikið hafi verið eins og atriði úr bíómynd. „Ég er náttúrulega nýbúin að horfa á Denzel Washington í Equalizer og allskonar og þetta var „act“ sem var í raun ekki til sem ég gerði. Takk fyrir það.“
Strætó Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent