Ten Hag frestaði fjölskyldufríi og vill koma Ronaldo í burtu Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2022 09:30 Erik ten Hag vill losna við Cristiano Ronaldo jafnvel þó að ekki fáist leikmaður í hans stað. Getty/Martin Rickett Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, fundaði með forráðamönnum félagsins í gær eftir að brot úr umdeildu viðtali við Cristiano Ronaldo fóru að birtast. Hann vill losna við Portúgalann frá félaginu. ESPN greinir frá þessu og segir að Ten Hag hafi verið á leið í frí með fjölskyldu sinni, nú þegar hlé er á dagskrá United vegna HM í Katar, en hafi frestað því til að takast á við Ronaldo-málið. Miðað við félagaskiptagluggann síðasta sumar virðist ekki einfalt fyrir United að selja Ronaldo og spurning hvort að viðtalið sem hann fór í, þar sem hann beindi spjótum sínum að United með ýmsum neikvæðum hætti og setti út á núverandi og fyrrverandi knattspyrnustjóra sína, heilli forráðamenn annarra félaga. Daily Mail greindi frá því að Ronaldo og umboðsmaður hans, Jorge Mendes, hefðu fundað með fulltrúum þýska stórveldisins Bayern München í síðustu viku en Christian Falk hjá Bild í Þýskalandi var fljótur að lýsa því yfir að það væri rangt og að Bayern hefði ekki áhuga á Ronaldo. It is NOT TRUE that there was an meeting between Bayern and Jorge Mendes. @FCBayern is not interested in Ronaldo https://t.co/gYcUyQbJE8— Christian Falk (@cfbayern) November 15, 2022 Samkvæmt ESPN telur Ten Hag að Ronaldo hafi gengið of langt með gagnrýni sinni á United og þeirri yfirlýsingu að hann bæri ekki virðingu fyrir stjóranum. Ten Hag kom þessu á framfæri á fundi með yfrmönnum sínum Joel Glazer, Richard Arnold og John Murtough í gær. Samningur Ronaldo er upp á yfir 500.000 pund í vikulaun og gildir til loka þessarar leiktíðar, en talið er ómögulegt að hann verði aftur í leikmannahópi United eftir HM í Katar. Vill Ronaldo strax í burtu jafnvel þó að ekki fáist nýr leikmaður Ten Hag hefur tvisvar refsað Ronaldo vegna hegðunar hans á þessari leiktíð, eftir að hann yfirgaf leikvanginn snemma í vináttuleik gegn Rayo Vallecano í sumar og þegar hann neitaði að koma inn á sem varamaður gegn Tottenham í síðasta mánuði. Ronaldo hefur þrátt fyrir þetta áfram verið í plönum Ten Hag sem taldi sig vel hafa not fyrir hann á seinni hluta þessarar leiktíðar. Ten Hag sagði hins vegar yfirmönnum sínum í gær að hann vildi ekki fórna einingunni í leikmannahópi sínum til þess eins að þóknast Ronaldo, og að jafnvel þó að ekki fengist nýr leikmaður í hans stað ætti félagið að losa sig við Ronaldo í janúar. Enski boltinn Fótbolti Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Ískalt handaband þegar Fernandes og Ronaldo hittust Viðtalið umtalaða sem Cristiano Ronaldo fór í, þar sem hann setti út á ýmislegt varðandi Manchester United, virðist hafa fallið illa í kramið hjá liðsfélaga hans í United og portúgalska landsliðinu, Bruno Fernandes. 15. nóvember 2022 08:01 Segir að eigendunum sé sama um félagið Annar hluti af drottningarviðtali Piers Morgan við Cristiano Ronaldo var birtur í kvöld. Þar segir Ronaldo að Glazer-fjölskyldunni, eigendum Manchester United, sé sama um félagið. Þá gagnrýnir hann Gary Neville og aðra fyrrum leikmenn Manchester United. 14. nóvember 2022 22:35 Man Utd leitar lögfræðiaðstoðar áður en það tjáir sig um Ronaldo Manchester United mun ekki tjá sig opinberlega um viðtalið sem Cristiano Ronaldo fór í fyrr en félagið hefur ráðfært sig við lögfræðinga. Þetta kemur fram á Sky Sports. 14. nóvember 2022 20:31 Segir að allir muni styðja Ten Hag nema Ferdinand, Keane og Evra Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að Cristiano Ronaldo hafi skorað sjálfsmark með viðtali sínu við Piers Morgan. Hann segir að nær allir stuðningsmenn United myndi styðja Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, frekar en Ronaldo. 14. nóvember 2022 14:01 Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. 14. nóvember 2022 11:31 Reiðir og sárir út í Ronaldo Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í. 14. nóvember 2022 09:30 Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. 14. nóvember 2022 07:31 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
ESPN greinir frá þessu og segir að Ten Hag hafi verið á leið í frí með fjölskyldu sinni, nú þegar hlé er á dagskrá United vegna HM í Katar, en hafi frestað því til að takast á við Ronaldo-málið. Miðað við félagaskiptagluggann síðasta sumar virðist ekki einfalt fyrir United að selja Ronaldo og spurning hvort að viðtalið sem hann fór í, þar sem hann beindi spjótum sínum að United með ýmsum neikvæðum hætti og setti út á núverandi og fyrrverandi knattspyrnustjóra sína, heilli forráðamenn annarra félaga. Daily Mail greindi frá því að Ronaldo og umboðsmaður hans, Jorge Mendes, hefðu fundað með fulltrúum þýska stórveldisins Bayern München í síðustu viku en Christian Falk hjá Bild í Þýskalandi var fljótur að lýsa því yfir að það væri rangt og að Bayern hefði ekki áhuga á Ronaldo. It is NOT TRUE that there was an meeting between Bayern and Jorge Mendes. @FCBayern is not interested in Ronaldo https://t.co/gYcUyQbJE8— Christian Falk (@cfbayern) November 15, 2022 Samkvæmt ESPN telur Ten Hag að Ronaldo hafi gengið of langt með gagnrýni sinni á United og þeirri yfirlýsingu að hann bæri ekki virðingu fyrir stjóranum. Ten Hag kom þessu á framfæri á fundi með yfrmönnum sínum Joel Glazer, Richard Arnold og John Murtough í gær. Samningur Ronaldo er upp á yfir 500.000 pund í vikulaun og gildir til loka þessarar leiktíðar, en talið er ómögulegt að hann verði aftur í leikmannahópi United eftir HM í Katar. Vill Ronaldo strax í burtu jafnvel þó að ekki fáist nýr leikmaður Ten Hag hefur tvisvar refsað Ronaldo vegna hegðunar hans á þessari leiktíð, eftir að hann yfirgaf leikvanginn snemma í vináttuleik gegn Rayo Vallecano í sumar og þegar hann neitaði að koma inn á sem varamaður gegn Tottenham í síðasta mánuði. Ronaldo hefur þrátt fyrir þetta áfram verið í plönum Ten Hag sem taldi sig vel hafa not fyrir hann á seinni hluta þessarar leiktíðar. Ten Hag sagði hins vegar yfirmönnum sínum í gær að hann vildi ekki fórna einingunni í leikmannahópi sínum til þess eins að þóknast Ronaldo, og að jafnvel þó að ekki fengist nýr leikmaður í hans stað ætti félagið að losa sig við Ronaldo í janúar.
Enski boltinn Fótbolti Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Ískalt handaband þegar Fernandes og Ronaldo hittust Viðtalið umtalaða sem Cristiano Ronaldo fór í, þar sem hann setti út á ýmislegt varðandi Manchester United, virðist hafa fallið illa í kramið hjá liðsfélaga hans í United og portúgalska landsliðinu, Bruno Fernandes. 15. nóvember 2022 08:01 Segir að eigendunum sé sama um félagið Annar hluti af drottningarviðtali Piers Morgan við Cristiano Ronaldo var birtur í kvöld. Þar segir Ronaldo að Glazer-fjölskyldunni, eigendum Manchester United, sé sama um félagið. Þá gagnrýnir hann Gary Neville og aðra fyrrum leikmenn Manchester United. 14. nóvember 2022 22:35 Man Utd leitar lögfræðiaðstoðar áður en það tjáir sig um Ronaldo Manchester United mun ekki tjá sig opinberlega um viðtalið sem Cristiano Ronaldo fór í fyrr en félagið hefur ráðfært sig við lögfræðinga. Þetta kemur fram á Sky Sports. 14. nóvember 2022 20:31 Segir að allir muni styðja Ten Hag nema Ferdinand, Keane og Evra Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að Cristiano Ronaldo hafi skorað sjálfsmark með viðtali sínu við Piers Morgan. Hann segir að nær allir stuðningsmenn United myndi styðja Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, frekar en Ronaldo. 14. nóvember 2022 14:01 Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. 14. nóvember 2022 11:31 Reiðir og sárir út í Ronaldo Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í. 14. nóvember 2022 09:30 Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. 14. nóvember 2022 07:31 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Ískalt handaband þegar Fernandes og Ronaldo hittust Viðtalið umtalaða sem Cristiano Ronaldo fór í, þar sem hann setti út á ýmislegt varðandi Manchester United, virðist hafa fallið illa í kramið hjá liðsfélaga hans í United og portúgalska landsliðinu, Bruno Fernandes. 15. nóvember 2022 08:01
Segir að eigendunum sé sama um félagið Annar hluti af drottningarviðtali Piers Morgan við Cristiano Ronaldo var birtur í kvöld. Þar segir Ronaldo að Glazer-fjölskyldunni, eigendum Manchester United, sé sama um félagið. Þá gagnrýnir hann Gary Neville og aðra fyrrum leikmenn Manchester United. 14. nóvember 2022 22:35
Man Utd leitar lögfræðiaðstoðar áður en það tjáir sig um Ronaldo Manchester United mun ekki tjá sig opinberlega um viðtalið sem Cristiano Ronaldo fór í fyrr en félagið hefur ráðfært sig við lögfræðinga. Þetta kemur fram á Sky Sports. 14. nóvember 2022 20:31
Segir að allir muni styðja Ten Hag nema Ferdinand, Keane og Evra Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að Cristiano Ronaldo hafi skorað sjálfsmark með viðtali sínu við Piers Morgan. Hann segir að nær allir stuðningsmenn United myndi styðja Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, frekar en Ronaldo. 14. nóvember 2022 14:01
Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. 14. nóvember 2022 11:31
Reiðir og sárir út í Ronaldo Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í. 14. nóvember 2022 09:30
Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. 14. nóvember 2022 07:31