Trump lýsir yfir framboði Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 16. nóvember 2022 06:37 Donald Trump hefur nú lýst yfir forsetaframboði í þriðja sinn. AP Photo/Rebecca Blackwell Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. Trump hélt blaðamannafund á heimili sínu í Flórída þar sem hann talaði í rúma klukkustund. Hann fór yfir víðan völl eins og venjulega og gagnrýndi núverandi forseta Joe Biden harðlega. Trump segist ætla að leiða Bandaríkin til baka á hæsta stall og sagði að hann og stuðningsmenn hans verði að bjarga Bandaríkjunum. Trump hafði ítrekað ýjað sterklega að framboði og því kemur yfirlýsingin ekki sérstaklega á óvart. Hinsvegar hafa áhrifamenn í Repúblikanaflokknum margir hverjir stigið fram síðustu daga og lýst andstöðu sinni við framboð Trumps, og ekki síður við tímasetningu yfirlýsingarinnar. Repúblikönum gekk ekki nærri því eins vel og spáð hafði verið í þingkosningunum á dögunum og raunar er enn tvísýnt um að þeir nái völdum í fulltrúadeildinni, sem fyrir kosningar hafði verið talið einskonar formsatriði. Þeir frambjóðendur flokksins sem Trump studdi hvað dyggilegast við bakið á í kosningabaráttunni töpuðu margir hverjir og því er það gagnrýnt að Trump lýsi yfir framboði svo snemma eftir kosningarnar. Trump er sá fyrsti sem lýsir yfir framboði en líklegt er talið að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn. Þar hafa verið nefndir Mike Pence fyrrverandi varaforseti Trumps og Ron DeSantis ríkisstjóri í Flórída. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21 Kjósendum hugnist ekki frambjóðendur sem afneita kosningaúrslitum Prófessor í sagnfræði segir að úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum bendi til þess að pólitískur klofningur sé í algleymingi í landinu. 13. nóvember 2022 22:35 Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Trump hélt blaðamannafund á heimili sínu í Flórída þar sem hann talaði í rúma klukkustund. Hann fór yfir víðan völl eins og venjulega og gagnrýndi núverandi forseta Joe Biden harðlega. Trump segist ætla að leiða Bandaríkin til baka á hæsta stall og sagði að hann og stuðningsmenn hans verði að bjarga Bandaríkjunum. Trump hafði ítrekað ýjað sterklega að framboði og því kemur yfirlýsingin ekki sérstaklega á óvart. Hinsvegar hafa áhrifamenn í Repúblikanaflokknum margir hverjir stigið fram síðustu daga og lýst andstöðu sinni við framboð Trumps, og ekki síður við tímasetningu yfirlýsingarinnar. Repúblikönum gekk ekki nærri því eins vel og spáð hafði verið í þingkosningunum á dögunum og raunar er enn tvísýnt um að þeir nái völdum í fulltrúadeildinni, sem fyrir kosningar hafði verið talið einskonar formsatriði. Þeir frambjóðendur flokksins sem Trump studdi hvað dyggilegast við bakið á í kosningabaráttunni töpuðu margir hverjir og því er það gagnrýnt að Trump lýsi yfir framboði svo snemma eftir kosningarnar. Trump er sá fyrsti sem lýsir yfir framboði en líklegt er talið að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn. Þar hafa verið nefndir Mike Pence fyrrverandi varaforseti Trumps og Ron DeSantis ríkisstjóri í Flórída.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21 Kjósendum hugnist ekki frambjóðendur sem afneita kosningaúrslitum Prófessor í sagnfræði segir að úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum bendi til þess að pólitískur klofningur sé í algleymingi í landinu. 13. nóvember 2022 22:35 Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21
Kjósendum hugnist ekki frambjóðendur sem afneita kosningaúrslitum Prófessor í sagnfræði segir að úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum bendi til þess að pólitískur klofningur sé í algleymingi í landinu. 13. nóvember 2022 22:35
Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11