Artemis-1 loks á leið til tunglsins Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2022 08:29 Artemis-1 á leið til tunglsins. NASA/Bill Ingalls Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. Um ómannaða geimferð er að ræða og á hún að taka um 26 daga. Í þann tíma verður geimfarið á sporbraut um tunglið áður en því verður flogið aftur til jarðarinnar. Þetta er fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar sem snýr að því að lenda mönnum aftur á tunglinu og koma þar upp bækistöð til að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: NASA horfir lengra út í geim Í spilaranum hér að neðan má sjá geimskotið í morgun. When we go, we go together.The #Artemis team wants to thank everyone who helped us along the way toward the first launch of the @NASA_SLS rocket and @NASA_Orion. pic.twitter.com/9dBSBzQ6wI— NASA Artemis (@NASAArtemis) November 16, 2022 Þegar þetta er skrifað nýfarið af braut um jörðu og á leið til tunglsins. Geimfarið var sent í kringum jörðina til að safna hraða fyrir ferðina til tunglsins. Sólarrafhlöður Orion-geimfarsins eru virkar og virkar geimfarið vel, samkvæmt upplýsingum á vef NASA. Moonbound! #Artemis I has completed its trans-lunar injection, a propulsive maneuver that accelerates the @NASA_Orion spacecraft to more than 22,600 mph (36,370 kph) and propels it on its path to the Moon. pic.twitter.com/1YMedHnJwH— NASA (@NASA) November 16, 2022 Artemis-1 snýr ekki eingöngu að því að kanna getu og öryggi SLS-eldflaugarinnar og Orion-geimfarsins. Einnig stendur til að koma flota smárra gervihnatta sem kallast CubeSat á braut um tunglið. Þá á svo meðal annars að nota til að leita að ís á og undir yfirborði tunglsins, sem hægt verður að nota við að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu í framtíðinni. Hér að neðan má sjá ítarlegt myndband þar sem farið er yfir verkefnið. Orion-geimfarið er búið mörgum myndavélum sem eiga að fanga ferðalagið og myndefni af tunglinu. Vísindamenn og verkfræðingar NASA munu einnig nota myndavélarnar til að fylgjast með geimfarinu og ástandi þess. Þá er myndavél á enda allra fjögurra sólarrafhlaða Orion en hægt er að nota þær til að fanga umhverfi geimfarsins, jörðina og tunglið á mynd. Gestir fylgjast með geimskotinu í Flórída í morgun.NASA/Bill Ingalls Artemis-áætlunin Bandaríkin Geimurinn Tækni Tunglið Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Um ómannaða geimferð er að ræða og á hún að taka um 26 daga. Í þann tíma verður geimfarið á sporbraut um tunglið áður en því verður flogið aftur til jarðarinnar. Þetta er fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar sem snýr að því að lenda mönnum aftur á tunglinu og koma þar upp bækistöð til að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: NASA horfir lengra út í geim Í spilaranum hér að neðan má sjá geimskotið í morgun. When we go, we go together.The #Artemis team wants to thank everyone who helped us along the way toward the first launch of the @NASA_SLS rocket and @NASA_Orion. pic.twitter.com/9dBSBzQ6wI— NASA Artemis (@NASAArtemis) November 16, 2022 Þegar þetta er skrifað nýfarið af braut um jörðu og á leið til tunglsins. Geimfarið var sent í kringum jörðina til að safna hraða fyrir ferðina til tunglsins. Sólarrafhlöður Orion-geimfarsins eru virkar og virkar geimfarið vel, samkvæmt upplýsingum á vef NASA. Moonbound! #Artemis I has completed its trans-lunar injection, a propulsive maneuver that accelerates the @NASA_Orion spacecraft to more than 22,600 mph (36,370 kph) and propels it on its path to the Moon. pic.twitter.com/1YMedHnJwH— NASA (@NASA) November 16, 2022 Artemis-1 snýr ekki eingöngu að því að kanna getu og öryggi SLS-eldflaugarinnar og Orion-geimfarsins. Einnig stendur til að koma flota smárra gervihnatta sem kallast CubeSat á braut um tunglið. Þá á svo meðal annars að nota til að leita að ís á og undir yfirborði tunglsins, sem hægt verður að nota við að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu í framtíðinni. Hér að neðan má sjá ítarlegt myndband þar sem farið er yfir verkefnið. Orion-geimfarið er búið mörgum myndavélum sem eiga að fanga ferðalagið og myndefni af tunglinu. Vísindamenn og verkfræðingar NASA munu einnig nota myndavélarnar til að fylgjast með geimfarinu og ástandi þess. Þá er myndavél á enda allra fjögurra sólarrafhlaða Orion en hægt er að nota þær til að fanga umhverfi geimfarsins, jörðina og tunglið á mynd. Gestir fylgjast með geimskotinu í Flórída í morgun.NASA/Bill Ingalls
Artemis-áætlunin Bandaríkin Geimurinn Tækni Tunglið Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira