Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2022 20:03 Lula da Silva, verðandi forseti Brasilíu, lofaði stefnubreytingu í málefnum Amasonfrumskógarins í ræðu á loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. AP/Nariman el-Mofty Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. Eyðing Amasonfrumskógarins er talin hafa aukist verulega í valdatíð Jais Bolsonaro, fráfarandi forseta Brasilíu. Bolsonaro ýtti meðal annars undir nýtingu skógarins og skipaði fyrrverandi starfsmenn landbúnaðariðnaðarins til þess að sjá um málefni hans. Bolsonaro tapaði fyrir Lula í seinni umferð forsetakosninga í lok síðasta mánaðar. Sá síðarnefndi tekur við embættinu 1. janúar. Lula tók til máls á COP27-loftslagsráðstefnunni í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í dag og lofaði þar að snúa við þeirri þróun sem átti sér stað í tíð forvera síns. „Það verður ekkert loftslagsöryggi ef Amasonfrumskógurinn er ekki verndaður,“ sagði Lula sem hét því að taka fast á öllum glæpum sem tengdust skóginum, þar á meðal ólöglegu skógarhöggi og námuvinnslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Í fyrri helmingi forsetatíðar Lula frá 2003 til 2010 dró verulega úr eyðingu frumskógarins sem bindur gríðarlegt magn kolefnis. Á síðara kjörtímabili hans gekk hann erinda landbúnaðariðnaðarins í auknum mæli. Stjórn Lula ætlar að vinna með stjórnvöldum í Kongó og Indónesíu þar sem mestu hitabeltisfrumskóga jarðar utan Amason er að finna. Brasilískir fjölmiðlar hafa greint frá því að ríkin þrjú skoði að stilla saman strengi sína um stjórnun skóga og verndun líffræðilegs fjölbreytileika. Brasilía Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Eyðing Amasonfrumskógarins er talin hafa aukist verulega í valdatíð Jais Bolsonaro, fráfarandi forseta Brasilíu. Bolsonaro ýtti meðal annars undir nýtingu skógarins og skipaði fyrrverandi starfsmenn landbúnaðariðnaðarins til þess að sjá um málefni hans. Bolsonaro tapaði fyrir Lula í seinni umferð forsetakosninga í lok síðasta mánaðar. Sá síðarnefndi tekur við embættinu 1. janúar. Lula tók til máls á COP27-loftslagsráðstefnunni í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í dag og lofaði þar að snúa við þeirri þróun sem átti sér stað í tíð forvera síns. „Það verður ekkert loftslagsöryggi ef Amasonfrumskógurinn er ekki verndaður,“ sagði Lula sem hét því að taka fast á öllum glæpum sem tengdust skóginum, þar á meðal ólöglegu skógarhöggi og námuvinnslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Í fyrri helmingi forsetatíðar Lula frá 2003 til 2010 dró verulega úr eyðingu frumskógarins sem bindur gríðarlegt magn kolefnis. Á síðara kjörtímabili hans gekk hann erinda landbúnaðariðnaðarins í auknum mæli. Stjórn Lula ætlar að vinna með stjórnvöldum í Kongó og Indónesíu þar sem mestu hitabeltisfrumskóga jarðar utan Amason er að finna. Brasilískir fjölmiðlar hafa greint frá því að ríkin þrjú skoði að stilla saman strengi sína um stjórnun skóga og verndun líffræðilegs fjölbreytileika.
Brasilía Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira