Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2022 20:03 Lula da Silva, verðandi forseti Brasilíu, lofaði stefnubreytingu í málefnum Amasonfrumskógarins í ræðu á loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. AP/Nariman el-Mofty Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. Eyðing Amasonfrumskógarins er talin hafa aukist verulega í valdatíð Jais Bolsonaro, fráfarandi forseta Brasilíu. Bolsonaro ýtti meðal annars undir nýtingu skógarins og skipaði fyrrverandi starfsmenn landbúnaðariðnaðarins til þess að sjá um málefni hans. Bolsonaro tapaði fyrir Lula í seinni umferð forsetakosninga í lok síðasta mánaðar. Sá síðarnefndi tekur við embættinu 1. janúar. Lula tók til máls á COP27-loftslagsráðstefnunni í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í dag og lofaði þar að snúa við þeirri þróun sem átti sér stað í tíð forvera síns. „Það verður ekkert loftslagsöryggi ef Amasonfrumskógurinn er ekki verndaður,“ sagði Lula sem hét því að taka fast á öllum glæpum sem tengdust skóginum, þar á meðal ólöglegu skógarhöggi og námuvinnslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Í fyrri helmingi forsetatíðar Lula frá 2003 til 2010 dró verulega úr eyðingu frumskógarins sem bindur gríðarlegt magn kolefnis. Á síðara kjörtímabili hans gekk hann erinda landbúnaðariðnaðarins í auknum mæli. Stjórn Lula ætlar að vinna með stjórnvöldum í Kongó og Indónesíu þar sem mestu hitabeltisfrumskóga jarðar utan Amason er að finna. Brasilískir fjölmiðlar hafa greint frá því að ríkin þrjú skoði að stilla saman strengi sína um stjórnun skóga og verndun líffræðilegs fjölbreytileika. Brasilía Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Eyðing Amasonfrumskógarins er talin hafa aukist verulega í valdatíð Jais Bolsonaro, fráfarandi forseta Brasilíu. Bolsonaro ýtti meðal annars undir nýtingu skógarins og skipaði fyrrverandi starfsmenn landbúnaðariðnaðarins til þess að sjá um málefni hans. Bolsonaro tapaði fyrir Lula í seinni umferð forsetakosninga í lok síðasta mánaðar. Sá síðarnefndi tekur við embættinu 1. janúar. Lula tók til máls á COP27-loftslagsráðstefnunni í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í dag og lofaði þar að snúa við þeirri þróun sem átti sér stað í tíð forvera síns. „Það verður ekkert loftslagsöryggi ef Amasonfrumskógurinn er ekki verndaður,“ sagði Lula sem hét því að taka fast á öllum glæpum sem tengdust skóginum, þar á meðal ólöglegu skógarhöggi og námuvinnslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Í fyrri helmingi forsetatíðar Lula frá 2003 til 2010 dró verulega úr eyðingu frumskógarins sem bindur gríðarlegt magn kolefnis. Á síðara kjörtímabili hans gekk hann erinda landbúnaðariðnaðarins í auknum mæli. Stjórn Lula ætlar að vinna með stjórnvöldum í Kongó og Indónesíu þar sem mestu hitabeltisfrumskóga jarðar utan Amason er að finna. Brasilískir fjölmiðlar hafa greint frá því að ríkin þrjú skoði að stilla saman strengi sína um stjórnun skóga og verndun líffræðilegs fjölbreytileika.
Brasilía Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira