Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2022 20:03 Lula da Silva, verðandi forseti Brasilíu, lofaði stefnubreytingu í málefnum Amasonfrumskógarins í ræðu á loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. AP/Nariman el-Mofty Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. Eyðing Amasonfrumskógarins er talin hafa aukist verulega í valdatíð Jais Bolsonaro, fráfarandi forseta Brasilíu. Bolsonaro ýtti meðal annars undir nýtingu skógarins og skipaði fyrrverandi starfsmenn landbúnaðariðnaðarins til þess að sjá um málefni hans. Bolsonaro tapaði fyrir Lula í seinni umferð forsetakosninga í lok síðasta mánaðar. Sá síðarnefndi tekur við embættinu 1. janúar. Lula tók til máls á COP27-loftslagsráðstefnunni í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í dag og lofaði þar að snúa við þeirri þróun sem átti sér stað í tíð forvera síns. „Það verður ekkert loftslagsöryggi ef Amasonfrumskógurinn er ekki verndaður,“ sagði Lula sem hét því að taka fast á öllum glæpum sem tengdust skóginum, þar á meðal ólöglegu skógarhöggi og námuvinnslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Í fyrri helmingi forsetatíðar Lula frá 2003 til 2010 dró verulega úr eyðingu frumskógarins sem bindur gríðarlegt magn kolefnis. Á síðara kjörtímabili hans gekk hann erinda landbúnaðariðnaðarins í auknum mæli. Stjórn Lula ætlar að vinna með stjórnvöldum í Kongó og Indónesíu þar sem mestu hitabeltisfrumskóga jarðar utan Amason er að finna. Brasilískir fjölmiðlar hafa greint frá því að ríkin þrjú skoði að stilla saman strengi sína um stjórnun skóga og verndun líffræðilegs fjölbreytileika. Brasilía Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Eyðing Amasonfrumskógarins er talin hafa aukist verulega í valdatíð Jais Bolsonaro, fráfarandi forseta Brasilíu. Bolsonaro ýtti meðal annars undir nýtingu skógarins og skipaði fyrrverandi starfsmenn landbúnaðariðnaðarins til þess að sjá um málefni hans. Bolsonaro tapaði fyrir Lula í seinni umferð forsetakosninga í lok síðasta mánaðar. Sá síðarnefndi tekur við embættinu 1. janúar. Lula tók til máls á COP27-loftslagsráðstefnunni í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í dag og lofaði þar að snúa við þeirri þróun sem átti sér stað í tíð forvera síns. „Það verður ekkert loftslagsöryggi ef Amasonfrumskógurinn er ekki verndaður,“ sagði Lula sem hét því að taka fast á öllum glæpum sem tengdust skóginum, þar á meðal ólöglegu skógarhöggi og námuvinnslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Í fyrri helmingi forsetatíðar Lula frá 2003 til 2010 dró verulega úr eyðingu frumskógarins sem bindur gríðarlegt magn kolefnis. Á síðara kjörtímabili hans gekk hann erinda landbúnaðariðnaðarins í auknum mæli. Stjórn Lula ætlar að vinna með stjórnvöldum í Kongó og Indónesíu þar sem mestu hitabeltisfrumskóga jarðar utan Amason er að finna. Brasilískir fjölmiðlar hafa greint frá því að ríkin þrjú skoði að stilla saman strengi sína um stjórnun skóga og verndun líffræðilegs fjölbreytileika.
Brasilía Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira