Elliði Snær: Mjög heppinn með alla Íslendingana hér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 12:02 Elliði Snær Viðarsson fagnar hér sigri með íslenska landsliðinu á EM fyrr á þessu ári. Getty/Sanjin Strukic Íslenski landsliðslínumaðurinn Elliði Snær Viðarsson er einn af mörgum íslenskum handboltamönnum sem eru að gera mjög góða hluti í aðdragandi heimsmeistaramótsins í janúar. Svava Kristín Gretarsdóttir talaði við Elliða Snæ Viðarsson en Eyjamaðurinn skrifaði á dögunum undir nýjan samning við þýska Bundesligu liðið. Elliði Snær kom til Gummersbach árið 2020 eftir að Guðjón Valur Sigurðsson tók við þýska liðinu og hjálpaði liðið upp í efstu deild síðasta vor. Samningur hans var fram á næsta sumar en Elliði hefur nú framlengt hann um tvö ár. Gummersbach sagði frá því að önnur félög hafi haft áhuga á því að semja við íslenska landsliðsmanninn. Líður frábærlega „Mér líður frábærlega hérna. Það er ótrúlega gott umhverfi og klúbburinn er búinn að bæta sig mikið. Aðstaðan og núna erum við komnir með tvo sjúkraþjálfara í staðinn fyrir einn. Það eru komnir fleiri styrktarþjálfarar inn í teymið,“ sagði Elliði Snær Viðarsson. „Þjálfarinn er alltaf að bæta sig, mér líður ótrúlega vel og ég er mjög heppinn með alla Íslendingana hér,“ sagði Elliði Snær en Gummersbach er nú komið aftur í hóp þeirra bestu í Þýskalandi. Eitt stærsta félagið í Þýskalandi „Félagið á alltaf að vera hérna því ef þú ferð yfir söguna þá er þetta eitt stærsta félagið í Þýskalandi og ég held að þeir séu öðru sæti á eftir Kiel yfir flesta meistaratitla. Kiel tók fram úr þeim eftir að sigurgöngu sína undir stjórn Alfreðs (Gíslasonar) fyrir nokkrum árum,“ sagði Elliði. „Það var alltaf markmiðið að komast hingað og maður er alltaf bara einhver málarapeyi frá Vestmannaeyjum. Það er geðveikt að vera að keppa við þessa bestu leikmenn í heimi,“ sagði Elliði. „Ég ætlaði alltaf að komast hingað einhvern tímann og þetta gerir þetta raunverulegt. Maður er búinn að keppa með landsliðinu og var því aðeins undirbúinn fyrir þetta. Það er bara gott og ótrúlega gaman,“ sagði Elliði. Auðvelt val Kom eitthvað annað til greina en að skrifa undir nýjan samning við Gummersbach. „Það kom alveg eitthvað annað til greina en það var langréttasta skrefið fyrir mig að vera hér. Ég er búinn að vera að taka að mér stærra hlutverk í liðinu og að fá aukinn spilatíma. Ég er að fá að spila bæði sókn og vörn, líður mjög vel hérna og þetta var því rosa auðvelt val þegar upp var staðið. Það fer rosavel um mig hérna og það er stór partur af því að ég vildi vera hér áfram,“ sagði Elliði. „Ég er orðinn fínn í þýsku og get bjargað mér í öllu. Þetta er lítill bær, það hefði verið of mikið stökk fyrir mig að fara frá Vestmannaeyjum til Kölnar eða í einhvern risabæ. Þetta er fimmtíu þúsund manna bær þannig að þetta var smástökk en þetta er rosa lítið og krúttlegt hérna og hentar mér ágætlega,“ sagði Elliði Snær en hér fyrir neðan má sjá það sem hann sagði um Gummersbach. Klippa: Elliði Snær um Gummersbach Þýski handboltinn HM 2023 í handbolta Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Svava Kristín Gretarsdóttir talaði við Elliða Snæ Viðarsson en Eyjamaðurinn skrifaði á dögunum undir nýjan samning við þýska Bundesligu liðið. Elliði Snær kom til Gummersbach árið 2020 eftir að Guðjón Valur Sigurðsson tók við þýska liðinu og hjálpaði liðið upp í efstu deild síðasta vor. Samningur hans var fram á næsta sumar en Elliði hefur nú framlengt hann um tvö ár. Gummersbach sagði frá því að önnur félög hafi haft áhuga á því að semja við íslenska landsliðsmanninn. Líður frábærlega „Mér líður frábærlega hérna. Það er ótrúlega gott umhverfi og klúbburinn er búinn að bæta sig mikið. Aðstaðan og núna erum við komnir með tvo sjúkraþjálfara í staðinn fyrir einn. Það eru komnir fleiri styrktarþjálfarar inn í teymið,“ sagði Elliði Snær Viðarsson. „Þjálfarinn er alltaf að bæta sig, mér líður ótrúlega vel og ég er mjög heppinn með alla Íslendingana hér,“ sagði Elliði Snær en Gummersbach er nú komið aftur í hóp þeirra bestu í Þýskalandi. Eitt stærsta félagið í Þýskalandi „Félagið á alltaf að vera hérna því ef þú ferð yfir söguna þá er þetta eitt stærsta félagið í Þýskalandi og ég held að þeir séu öðru sæti á eftir Kiel yfir flesta meistaratitla. Kiel tók fram úr þeim eftir að sigurgöngu sína undir stjórn Alfreðs (Gíslasonar) fyrir nokkrum árum,“ sagði Elliði. „Það var alltaf markmiðið að komast hingað og maður er alltaf bara einhver málarapeyi frá Vestmannaeyjum. Það er geðveikt að vera að keppa við þessa bestu leikmenn í heimi,“ sagði Elliði. „Ég ætlaði alltaf að komast hingað einhvern tímann og þetta gerir þetta raunverulegt. Maður er búinn að keppa með landsliðinu og var því aðeins undirbúinn fyrir þetta. Það er bara gott og ótrúlega gaman,“ sagði Elliði. Auðvelt val Kom eitthvað annað til greina en að skrifa undir nýjan samning við Gummersbach. „Það kom alveg eitthvað annað til greina en það var langréttasta skrefið fyrir mig að vera hér. Ég er búinn að vera að taka að mér stærra hlutverk í liðinu og að fá aukinn spilatíma. Ég er að fá að spila bæði sókn og vörn, líður mjög vel hérna og þetta var því rosa auðvelt val þegar upp var staðið. Það fer rosavel um mig hérna og það er stór partur af því að ég vildi vera hér áfram,“ sagði Elliði. „Ég er orðinn fínn í þýsku og get bjargað mér í öllu. Þetta er lítill bær, það hefði verið of mikið stökk fyrir mig að fara frá Vestmannaeyjum til Kölnar eða í einhvern risabæ. Þetta er fimmtíu þúsund manna bær þannig að þetta var smástökk en þetta er rosa lítið og krúttlegt hérna og hentar mér ágætlega,“ sagði Elliði Snær en hér fyrir neðan má sjá það sem hann sagði um Gummersbach. Klippa: Elliði Snær um Gummersbach
Þýski handboltinn HM 2023 í handbolta Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira