Myndaveisla: Sköpuðu nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 20:02 Nemendur á öðru ári við fatahönnun í Listaháskóla Íslands settu upp tískusýningu fyrir verkefnið Misbrigði. Leifur Wilberg Orrason Verkefnið Misbrigði VIII er unnið af nemendum í fatahönnun á öðru ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Tískusýning Misbrigða fór fram 3. nóvember síðastliðinn og á morgun, 18. nóvember, kl 16:00 opna nemendur sýningu í húsnæði Listaháskólans við Þverholt 11 með flíkunum og nánari upplýsingum um hverja línu. Í verkefninu eru rannsakaðar leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar. Sjónum er beint að tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni. Það var mikið um að vera baksviðs á tískusýningunni.Leifur Wilberg Orrason Í fréttatilkynningu segir meðal annars: „Ljóst er að endurvinnsla mun spila veigamikið hlutverk í framtíðinni. Það að draga þurfi úr framleiðslu og breyta aðferðum þarf hinsvegar ekki að koma niður á sköpunargleðinni. Þvert á móti munum við hafa enn meiri þörf fyrir sköpun og þekkingu. Óhófleg neyslumenning og stuttur líftími textíls gerir tísku- og textíliðnaðinn mjög óumhverfisvænan. Þessu má breyta meðal annars með því að glæða gömul klæði og efni nýju lífi og vinna með þau á skapandi hátt.“ Endurvinnsla spilar veigamikið hlutverk í verkefninu Misbrigði.Leifur Wilberg Orrason Nemendur eru þau Andri Páll Halldórsson Dungal, Arthur Werner, Brynja Líf Haraldsdóttir, Guðrún Ísafold Hilmarsdóttir, Jóhanna María Sæberg, Leslie Adhara Curumaco Pineda, Rubina Singh og Sigurey Bára Reynisdóttir. Blaðamaður fékk að heyra nánar um nokkur verkefni. Bandarískur vinnulýður og breskt pönk Andri Dungal segist hafa byrjað á því að rannsaka fatnað bandaríska vinnulýðsins og á sama tíma pönk senuna í Bretlandi um 1980. Hönnun Andra Dungal.Snæfríður Ólafsdóttir „Eins og þessir hópar eru ólíkir vil ég meina að þeir deili því að láta fötin sín endast eins og hægt er og að gera þau persónulegri. Í mínu Misbrigða verkefni gerði ég því föt innblásin af vinnufatnaði, og þá aðallega gallaefni, sem hafa gengið í gegnum kynslóðir og því farið í gegnum miklar breytingar til þess að henta þeim aðila sem klæðist fötunum í dag, óháð kyni.“ Brenglaðar staðalímyndir kvenna Sigurey Reynisdóttir var með verkefnið Skewed. Hún segir ferlið hafa byrjað á rannsókn á ljósmyndaverkinu Venus eftir Hörpu Þórsdóttur sem snýst um brenglaðar staðlímyndir kvenna og líkamsímynd. Þessi hönnun er eftir Sigurey Reynisdóttur.Harpa Mjöll Þórsdóttir „Ég dró innblástur frá skuggum og súrealískum formum sem einkenna ljósmyndaverkið. Með verkið í huga hóf ég að rannsaka minn eigin líkama og hvað brenglaðar hugmyndir um líkama kvenna hafa mótað skoðun mína á mér. Ég ákvað að vinna með leður í línunni og hóf að móta form sem mér þótti áhugaverð við minn eigin líkama. Línan sýnir skúlptúr og óregluleg form sameinast líkama og sýna þar af leiðandi nýja lögun líkamans.“ Töskurnar leiddu verkefnið Rubina Singh notaðist við töskur í hönnun sinni og umbreytti þeim í flíkur. Hönnun Rubinu Singh.Júlía Grøntvald „Ómeðvitað í ferlinu þegar við vorum að gramsa í gegnum fötin úr Rauða krossinum var ég búin að safna að mér alls kyns töskum. Það var eitthvað við smáatriðin og áferðina á töskunum sem vakti áhuga og ég reyndi að leiða þann áhuga í gegnum flíkurnar.“ Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir úr tískusýningu Misbrigða: Flíkurnar fengu nýtt líf á tískupallinum.Leifur Wilberg Orrason. Förðunarfræðingur að starfi baksviðs.Leifur Wilberg Orrason Gestir fylgdust áhugasamir með afhjúpun flíkanna.Leifur Wilberg Orrason Sigurey aðstoðar fyrirsætu með flíkina sem hún hannaði.Leifur Wilberg Orrason Tilkomumikil flík hér á ferðinni.Leifur Wilberg Orrason Áhugaverðar og óhefðbundnar flíkur nutu sín í botn.Leifur Wilberg Orrason. Endurunnar töskur geta orðið að glæsilegri flík.Leifur Wilberg Orrason Gamalt verður nýtt í flíkum Misbrigða.Leifur Wilberg Orrason Gallaefnið hefur farið í gegnum miklar breytingar í hönnun á undanförnum áratugum en Andri Dungal sótti meðal annars innblástur í það.Leifur Wilberg Orrason Anna Clausen og Ragnheiður Helga glæsilegar baksviðs.Leifur Wilberg Orrason Í verkefninu Misbrigði eru rannsakaðar leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar.Leifur Wilberg Orrason Förðun fyrirsætanna vann skemmtilega með flíkunum.Leifur Wilberg Orrason Tíska og hönnun Umhverfismál Samkvæmislífið Tengdar fréttir Amnesty International og Listaháskólinn í hönnunarsamstarfi Íslandsdeild Amnesty International selur sokka eftir íslenska hönnuði til styrktar mannréttindastarfsins. Á hverju ári er ný hönnun kynnt fyrir jólin. 9. nóvember 2022 08:49 Troðfullt á tískusýningu útskriftarnema í fatahönnun Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun vakti rúmlega lukku hjá gestum en húsið var troðfullt og var sýningin vægast sagt stórkostleg. 9. maí 2022 18:23 Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Annars árs nemar í fatahönnun við Listaháskóla Íslands héldu glæsilega tískusýningu í Hörpu. 22. mars 2018 08:30 Fatahönnunarnemar einblína á sjálfbærni í samstarfi við Rauða kross Íslands 2. árs fatahönnunarnemar í Listaháskólanum sýna afrakstur samstarfsins á morgun. 15. mars 2017 19:00 Misbrigði: Erindi II Sýningin annars árs nema við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. 7. apríl 2016 10:15 Fatahönnunarnemar taka höndum saman við Rauða krossinn Upptendraðir annars árs fatahönnunarnemar við Listaháskóla Íslands sýndu útkomu samstarfs við Rauða krossinn í Hörpu á föstudagskvöld. Önnur slík sýning verður svo í apríl. 21. mars 2016 11:00 Fann 18 ára gamlan bíómiða við gerð línunnar Sýning annars árs nema í fatahönnun í LHÍ fer fram í Hörpu í kvöld 18. mars 2016 14:00 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Í verkefninu eru rannsakaðar leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar. Sjónum er beint að tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni. Það var mikið um að vera baksviðs á tískusýningunni.Leifur Wilberg Orrason Í fréttatilkynningu segir meðal annars: „Ljóst er að endurvinnsla mun spila veigamikið hlutverk í framtíðinni. Það að draga þurfi úr framleiðslu og breyta aðferðum þarf hinsvegar ekki að koma niður á sköpunargleðinni. Þvert á móti munum við hafa enn meiri þörf fyrir sköpun og þekkingu. Óhófleg neyslumenning og stuttur líftími textíls gerir tísku- og textíliðnaðinn mjög óumhverfisvænan. Þessu má breyta meðal annars með því að glæða gömul klæði og efni nýju lífi og vinna með þau á skapandi hátt.“ Endurvinnsla spilar veigamikið hlutverk í verkefninu Misbrigði.Leifur Wilberg Orrason Nemendur eru þau Andri Páll Halldórsson Dungal, Arthur Werner, Brynja Líf Haraldsdóttir, Guðrún Ísafold Hilmarsdóttir, Jóhanna María Sæberg, Leslie Adhara Curumaco Pineda, Rubina Singh og Sigurey Bára Reynisdóttir. Blaðamaður fékk að heyra nánar um nokkur verkefni. Bandarískur vinnulýður og breskt pönk Andri Dungal segist hafa byrjað á því að rannsaka fatnað bandaríska vinnulýðsins og á sama tíma pönk senuna í Bretlandi um 1980. Hönnun Andra Dungal.Snæfríður Ólafsdóttir „Eins og þessir hópar eru ólíkir vil ég meina að þeir deili því að láta fötin sín endast eins og hægt er og að gera þau persónulegri. Í mínu Misbrigða verkefni gerði ég því föt innblásin af vinnufatnaði, og þá aðallega gallaefni, sem hafa gengið í gegnum kynslóðir og því farið í gegnum miklar breytingar til þess að henta þeim aðila sem klæðist fötunum í dag, óháð kyni.“ Brenglaðar staðalímyndir kvenna Sigurey Reynisdóttir var með verkefnið Skewed. Hún segir ferlið hafa byrjað á rannsókn á ljósmyndaverkinu Venus eftir Hörpu Þórsdóttur sem snýst um brenglaðar staðlímyndir kvenna og líkamsímynd. Þessi hönnun er eftir Sigurey Reynisdóttur.Harpa Mjöll Þórsdóttir „Ég dró innblástur frá skuggum og súrealískum formum sem einkenna ljósmyndaverkið. Með verkið í huga hóf ég að rannsaka minn eigin líkama og hvað brenglaðar hugmyndir um líkama kvenna hafa mótað skoðun mína á mér. Ég ákvað að vinna með leður í línunni og hóf að móta form sem mér þótti áhugaverð við minn eigin líkama. Línan sýnir skúlptúr og óregluleg form sameinast líkama og sýna þar af leiðandi nýja lögun líkamans.“ Töskurnar leiddu verkefnið Rubina Singh notaðist við töskur í hönnun sinni og umbreytti þeim í flíkur. Hönnun Rubinu Singh.Júlía Grøntvald „Ómeðvitað í ferlinu þegar við vorum að gramsa í gegnum fötin úr Rauða krossinum var ég búin að safna að mér alls kyns töskum. Það var eitthvað við smáatriðin og áferðina á töskunum sem vakti áhuga og ég reyndi að leiða þann áhuga í gegnum flíkurnar.“ Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir úr tískusýningu Misbrigða: Flíkurnar fengu nýtt líf á tískupallinum.Leifur Wilberg Orrason. Förðunarfræðingur að starfi baksviðs.Leifur Wilberg Orrason Gestir fylgdust áhugasamir með afhjúpun flíkanna.Leifur Wilberg Orrason Sigurey aðstoðar fyrirsætu með flíkina sem hún hannaði.Leifur Wilberg Orrason Tilkomumikil flík hér á ferðinni.Leifur Wilberg Orrason Áhugaverðar og óhefðbundnar flíkur nutu sín í botn.Leifur Wilberg Orrason. Endurunnar töskur geta orðið að glæsilegri flík.Leifur Wilberg Orrason Gamalt verður nýtt í flíkum Misbrigða.Leifur Wilberg Orrason Gallaefnið hefur farið í gegnum miklar breytingar í hönnun á undanförnum áratugum en Andri Dungal sótti meðal annars innblástur í það.Leifur Wilberg Orrason Anna Clausen og Ragnheiður Helga glæsilegar baksviðs.Leifur Wilberg Orrason Í verkefninu Misbrigði eru rannsakaðar leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar.Leifur Wilberg Orrason Förðun fyrirsætanna vann skemmtilega með flíkunum.Leifur Wilberg Orrason
Tíska og hönnun Umhverfismál Samkvæmislífið Tengdar fréttir Amnesty International og Listaháskólinn í hönnunarsamstarfi Íslandsdeild Amnesty International selur sokka eftir íslenska hönnuði til styrktar mannréttindastarfsins. Á hverju ári er ný hönnun kynnt fyrir jólin. 9. nóvember 2022 08:49 Troðfullt á tískusýningu útskriftarnema í fatahönnun Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun vakti rúmlega lukku hjá gestum en húsið var troðfullt og var sýningin vægast sagt stórkostleg. 9. maí 2022 18:23 Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Annars árs nemar í fatahönnun við Listaháskóla Íslands héldu glæsilega tískusýningu í Hörpu. 22. mars 2018 08:30 Fatahönnunarnemar einblína á sjálfbærni í samstarfi við Rauða kross Íslands 2. árs fatahönnunarnemar í Listaháskólanum sýna afrakstur samstarfsins á morgun. 15. mars 2017 19:00 Misbrigði: Erindi II Sýningin annars árs nema við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. 7. apríl 2016 10:15 Fatahönnunarnemar taka höndum saman við Rauða krossinn Upptendraðir annars árs fatahönnunarnemar við Listaháskóla Íslands sýndu útkomu samstarfs við Rauða krossinn í Hörpu á föstudagskvöld. Önnur slík sýning verður svo í apríl. 21. mars 2016 11:00 Fann 18 ára gamlan bíómiða við gerð línunnar Sýning annars árs nema í fatahönnun í LHÍ fer fram í Hörpu í kvöld 18. mars 2016 14:00 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Amnesty International og Listaháskólinn í hönnunarsamstarfi Íslandsdeild Amnesty International selur sokka eftir íslenska hönnuði til styrktar mannréttindastarfsins. Á hverju ári er ný hönnun kynnt fyrir jólin. 9. nóvember 2022 08:49
Troðfullt á tískusýningu útskriftarnema í fatahönnun Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun vakti rúmlega lukku hjá gestum en húsið var troðfullt og var sýningin vægast sagt stórkostleg. 9. maí 2022 18:23
Veittu ósöluhæfum fatnaði nýtt líf Annars árs nemar í fatahönnun við Listaháskóla Íslands héldu glæsilega tískusýningu í Hörpu. 22. mars 2018 08:30
Fatahönnunarnemar einblína á sjálfbærni í samstarfi við Rauða kross Íslands 2. árs fatahönnunarnemar í Listaháskólanum sýna afrakstur samstarfsins á morgun. 15. mars 2017 19:00
Misbrigði: Erindi II Sýningin annars árs nema við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. 7. apríl 2016 10:15
Fatahönnunarnemar taka höndum saman við Rauða krossinn Upptendraðir annars árs fatahönnunarnemar við Listaháskóla Íslands sýndu útkomu samstarfs við Rauða krossinn í Hörpu á föstudagskvöld. Önnur slík sýning verður svo í apríl. 21. mars 2016 11:00
Fann 18 ára gamlan bíómiða við gerð línunnar Sýning annars árs nema í fatahönnun í LHÍ fer fram í Hörpu í kvöld 18. mars 2016 14:00