Konurnar komu allar saman með flugi frá París til Keflavíkurflugvallar þann 4. september síðastliðinn. Kókaínið sem þær fluttu inn var með 88 til 89 prósent styrkleika og ætlað til söludreifingar í ágóðaskyni. Kókaínið földu konurnar innvortis, samtals í 221 pakkningu.
Konurnar þrjár eru í gæsluvarðhaldi og sitja inni í fangelsinu á Hólmsheiði Þær eru á aldrinum 25 ára til 37 ára. Krafist er þess að þær verði dæmdar til refsingar og greiði allan sakarkostnað.