Tenniskonur á blæðingum geta nú keppt óhræddar á Wimbledon Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 23:30 Elena Rybakina frá Kasakstan lék til úrslita í einliðaleik kvenna á Wimbledon mótinu í sumar. Vísir/Getty Frá árinu 2014 hefur verið bannað að vera í lituðum nærfötum undir alhvítum keppnisfötum á Wimbledon mótinu í tennis. Nú hefur verið slakað á reglunum eftir gagnrýni tenniskvenna. Wimbledon mótið í tennis er eitt fjögurra risamóta sem haldið er á hverju ári. Saga mótsins er merkileg en það var haldið í fyrsta sinn árið 1877 og nemur heildarverðlaunafé á mótinu tæpum sjö milljörðum króna. Sú hefð hefur lengi verið við lýði að allir leikmenn klæðist alhvítum keppnisklæðnaði og síðan 2014 var nærfatnaður einnig felldur undir þessa reglu. Sú ákvörðun hefur fengið talsverða gagnrýni, ekki síst frá tenniskonum sem hafa upplifað kvíða vegna þessa þegar þær eru á blæðingum. Wimbledon is relaxing its requirement for all-white clothing to allow female players to wear colored undershorts to be more comfortable on their periods. https://t.co/e8ky2ypBiK— The Associated Press (@AP) November 17, 2022 Billie Jean King, sexfaldur Wimbledon meistari, var ein af þeim sem var í fararbroddi í umræðunni um reglubreytinguna. „Mín kynslóð var alltaf með áhyggjur því við vorum í alhvítum klæðnaði öllum stundum. Það er klæðnaðurinn undir sem er mikilvægur þegar þú ert á blæðingum. Við vorum alltaf að athuga hvort eitthvað myndi sjást.“ „Maður verður áhyggjufullur því fyrst og fremst erum við skemmtikraftar og þú villt alltaf líta óaðfinnanlega út, líta frábærlega út. Manni líður eins og maður geti andað og þurfi ekki að athuga stöðuna á hverri mínútu þegar maður sest niður og skiptir um vallarhelming. Nú er þetta komið í umræðuna og það er mikilvægt að við eigum samræðurnar,“ sagði King að auki. Serena Williams vann Wimbledon mótið sjö sinnum á sínum ferli. Hér er hún á mótinu í sumar.Vísir/Getty Sally Bolton, stjórnarformaður All England tennisfélagsins sem heldur Wimbledon mótið, segir mikilvægt að styðja við leikmenn. „Við ætlum okkur að styðja við leikmennina og hlusta á þeirra rödd varðandi það hvernig þeir geta staðið sig sem best á mótinu,“ sagði Bolton. „Það er okkar von að þessi reglubreyting hjálpi leikmönnum að einbeita sér að sinni frammistöðu og komi í veg fyrir kvíðavaldandi aðstæður.“ Tennis Bretland Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Wimbledon mótið í tennis er eitt fjögurra risamóta sem haldið er á hverju ári. Saga mótsins er merkileg en það var haldið í fyrsta sinn árið 1877 og nemur heildarverðlaunafé á mótinu tæpum sjö milljörðum króna. Sú hefð hefur lengi verið við lýði að allir leikmenn klæðist alhvítum keppnisklæðnaði og síðan 2014 var nærfatnaður einnig felldur undir þessa reglu. Sú ákvörðun hefur fengið talsverða gagnrýni, ekki síst frá tenniskonum sem hafa upplifað kvíða vegna þessa þegar þær eru á blæðingum. Wimbledon is relaxing its requirement for all-white clothing to allow female players to wear colored undershorts to be more comfortable on their periods. https://t.co/e8ky2ypBiK— The Associated Press (@AP) November 17, 2022 Billie Jean King, sexfaldur Wimbledon meistari, var ein af þeim sem var í fararbroddi í umræðunni um reglubreytinguna. „Mín kynslóð var alltaf með áhyggjur því við vorum í alhvítum klæðnaði öllum stundum. Það er klæðnaðurinn undir sem er mikilvægur þegar þú ert á blæðingum. Við vorum alltaf að athuga hvort eitthvað myndi sjást.“ „Maður verður áhyggjufullur því fyrst og fremst erum við skemmtikraftar og þú villt alltaf líta óaðfinnanlega út, líta frábærlega út. Manni líður eins og maður geti andað og þurfi ekki að athuga stöðuna á hverri mínútu þegar maður sest niður og skiptir um vallarhelming. Nú er þetta komið í umræðuna og það er mikilvægt að við eigum samræðurnar,“ sagði King að auki. Serena Williams vann Wimbledon mótið sjö sinnum á sínum ferli. Hér er hún á mótinu í sumar.Vísir/Getty Sally Bolton, stjórnarformaður All England tennisfélagsins sem heldur Wimbledon mótið, segir mikilvægt að styðja við leikmenn. „Við ætlum okkur að styðja við leikmennina og hlusta á þeirra rödd varðandi það hvernig þeir geta staðið sig sem best á mótinu,“ sagði Bolton. „Það er okkar von að þessi reglubreyting hjálpi leikmönnum að einbeita sér að sinni frammistöðu og komi í veg fyrir kvíðavaldandi aðstæður.“
Tennis Bretland Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira