Bróðir hans, Denzel, greinir frá andlátinu á opinberri Instagram-síðu B. Smyth þar sem hann segir bróður sinn hafa látist af völdum öndunarsjúkdóms sem hafi orsakast af bandvefsmyndun í lungum.
Denzel sagði bróður sinn hafa óskað eftir því að hann myndi þakka aðdáendum fyrir ást og stuðning í gegnum árin.
Twerkoholic naut mikilla vinsælda á sínum tíma og hefur laginu verið streymt um þrettán milljón sinnum á Spotify.
B. Smyth hét Brandon Smith réttu nafni og aflaði sér vinsælda á YouTube þar sem hann birti tónlist sína. Hann gaf út sitt fyrsta lag, Leggo, árið 2012 með 2 Chainz og náði lagið tólfta sætið á Billboard-listanum. Hann gaf út lagið Twerkoholic Part 2 í síðasta mánuði.