„Mér fannst hann tæta okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2022 21:44 Benedikt Gunnar Óskarsson stal senunni á Hlíðarenda í kvöld. vísir/Diego Eins kátur og Patrekur Jóhannesson gat verið eftir fyrri hálfleik Stjörnunnar gegn Val í kvöld þá var þjálfarinn alls ekki ánægður með seinni hálfleikinn, í 35-29 tapi Stjörnumanna í Olís-deildinni í handbolta í kvöld. Stjarnan þremur mörkum yfir í hálfleik eftir að hafa mest náð sex marka forskoti en Valsmenn voru fljótir að snúa stöðunni sér í vil í seinni hálfleik, þrátt fyrir að spila ekki á sínu sterkasta liði. „Fyrri hálfleikur var mjög góður og framhald af því sem við vorum að gera í síðasta leik. Við vorum 19-16 yfir eftir hann, vorum að skjóta vel og sjálfstraust í liðinu. Seinni hálfleikur var slappur. Þar spilar inn í að markvarslan hjá Val var ekkert sérstök í fyrri hálfleik en Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] var góður í seinni. Hvort að skotin voru svona léleg veit ég ekki. Bjöggi er fábær markvörður, enda í landsliðinu, en við erum að skjóta svolítið mikið finnst mér beint út frá hendi, í millihæðina. En við fengum fín færi. Síðan smitaðist þetta yfir í varnarleikinn þar sem menn misstu trúna og ég er svekktur með það,“ sagði Patrekur. Adam meiddist í upphitunarleik eftir stórleikinn „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og þá var flott flot á þessu, og við náðum þá líka hraðaupphlaupunum. Kannski var svolítið hnoð og kannski stóðu Valsararnir þéttar, en samt sem áður enduðum við oftast með fín færi. Bjöggi var munurinn í seinni hálfleik, og síðan líka Benedikt sem við reyndum að taka út,“ sagði Patrekur, en Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tíu mörk í leiknum: „Mér fannst hann tæta okkur, mikil orka í honum og hann er góður leikmaður. Við vorum með hitt alveg, þannig séð. En ég er svekktur að hafa ekki sýnt meira en hálftíma af góðum leik gegn Val.“ Patrekur Jóhannesson tók undir að leikurinn hefði verið afar kaflaskiptur.vísir/Diego Eftir stórleik gegn Selfossi í síðasta leik var Adam Thorstensen ekki í marki Stjörnunnar í kvöld: „Adam er meiddur. Hann meiddist á æfingu í nýjum upphitunarleik sem ég var með,“ sagði Patrekur en verður þá ekki farið aftur í þann leik? „Jú, jú. Þetta var bara klúður hjá honum. Þetta er mjög skemmtilegur boðhlaupsleikur sem að Grímur [Hergeirsson, þjálfari] var með á Selfossi en Adam var bara óheppinn.“ Olís-deild karla Handbolti Stjarnan Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Stjarnan þremur mörkum yfir í hálfleik eftir að hafa mest náð sex marka forskoti en Valsmenn voru fljótir að snúa stöðunni sér í vil í seinni hálfleik, þrátt fyrir að spila ekki á sínu sterkasta liði. „Fyrri hálfleikur var mjög góður og framhald af því sem við vorum að gera í síðasta leik. Við vorum 19-16 yfir eftir hann, vorum að skjóta vel og sjálfstraust í liðinu. Seinni hálfleikur var slappur. Þar spilar inn í að markvarslan hjá Val var ekkert sérstök í fyrri hálfleik en Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] var góður í seinni. Hvort að skotin voru svona léleg veit ég ekki. Bjöggi er fábær markvörður, enda í landsliðinu, en við erum að skjóta svolítið mikið finnst mér beint út frá hendi, í millihæðina. En við fengum fín færi. Síðan smitaðist þetta yfir í varnarleikinn þar sem menn misstu trúna og ég er svekktur með það,“ sagði Patrekur. Adam meiddist í upphitunarleik eftir stórleikinn „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og þá var flott flot á þessu, og við náðum þá líka hraðaupphlaupunum. Kannski var svolítið hnoð og kannski stóðu Valsararnir þéttar, en samt sem áður enduðum við oftast með fín færi. Bjöggi var munurinn í seinni hálfleik, og síðan líka Benedikt sem við reyndum að taka út,“ sagði Patrekur, en Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tíu mörk í leiknum: „Mér fannst hann tæta okkur, mikil orka í honum og hann er góður leikmaður. Við vorum með hitt alveg, þannig séð. En ég er svekktur að hafa ekki sýnt meira en hálftíma af góðum leik gegn Val.“ Patrekur Jóhannesson tók undir að leikurinn hefði verið afar kaflaskiptur.vísir/Diego Eftir stórleik gegn Selfossi í síðasta leik var Adam Thorstensen ekki í marki Stjörnunnar í kvöld: „Adam er meiddur. Hann meiddist á æfingu í nýjum upphitunarleik sem ég var með,“ sagði Patrekur en verður þá ekki farið aftur í þann leik? „Jú, jú. Þetta var bara klúður hjá honum. Þetta er mjög skemmtilegur boðhlaupsleikur sem að Grímur [Hergeirsson, þjálfari] var með á Selfossi en Adam var bara óheppinn.“
Olís-deild karla Handbolti Stjarnan Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira