Borgin ríður á vaðið og skuldbindur sig til að taka á móti 1.500 flóttamönnum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. nóvember 2022 20:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Nicole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, undirrita samninginn í dag. vísir/steingrímur dúi Reykjavíkurborg hefur skuldbundið sig til að taka á móti allt að fimmtán hundruð flóttamönnum á næsta ári. Borgarstjóri og félagsmálaráðherra vona að fleiri sveitarfélög skrifi undir slíka samninga við ríkið sem fyrst. Samningar ríkisins við sveitarfélög landsins um samræmda móttöku flóttafólks hafa verið tilbúnir síðan í haust. Þeir felast í fjárstuðningi frá ríkinu svo sveitarfélögin geti veitt þeim fjölda flóttafólks sem það er tilbúið að taka á móti fullnægjandi þjónustu. Sumum hefur þótt sveitarfélögin draga lappirnar í þessum efnum en félagsmálaráðherra segir vona á að fleiri sveitarfélög en borgin skrifi undir á næstunni. „Jú, það er von á fleirum bara núna á næstu vikum. Við eigum í samtali við allmörg sveitarfélög. Og svo vil ég bara hvetja þau sveitarfélög sem eru kannski komin aðeins styttra til að koma inn í þetta líka. Og ég held að svona fordæmi sem að skapast með því að stærsta sveitarfélag landsins komi núna inn í þetta sé mjög jákvætt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Ráðherrann er ánægður með að borgin hafi riðið á vaðið fyrst sveitarfélaga og undirritað samninginn.vísir/vilhelm Taka við þrefallt fleirum Reykjavíkurborg hafði áður skuldbundið sig til að taka á móti fimm hundruð manns. Sú tala hækkar nú upp í fimmtán hundruð út næsta ár en til að setja það í samhengi er það um helmingur þess fjölda sem hefur komið hingað til lands það sem af er ári. „Þessi tala er mikið hærri en áður og þetta er svona mikið almennara. Og því miður held ég að við þurfum að ganga út frá því að stríðinu í Úkraínu sé ekki að ljúka og þetta verði að einhverju leyti viðvarandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Dagur segir verkefnið ekki auðvelt en borgarstjórn sé á einu máli um að það sé það rétta í stöðunni.Vísir/Vilhelm Og það verkefni er ekki auðvelt að sögn Dags. Helstu áskoranirnar eru að finna húsnæði fyrir allan þennan fjölda. „Þetta er auðvitað áskorun. Ég ætla ekkert að leyna því. En borgarstjórn hefur verið sammála alveg frá fyrsta degi innrásarinnar í Úkraínu að borgin bæði fordæmir innrásina, stríðið og hefur lýst sig tilbúin til að taka höndum saman með ríkinu en líka öðrum sveitarfélögum að móttöku flóttafólks.“ Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Innflytjendamál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
Samningar ríkisins við sveitarfélög landsins um samræmda móttöku flóttafólks hafa verið tilbúnir síðan í haust. Þeir felast í fjárstuðningi frá ríkinu svo sveitarfélögin geti veitt þeim fjölda flóttafólks sem það er tilbúið að taka á móti fullnægjandi þjónustu. Sumum hefur þótt sveitarfélögin draga lappirnar í þessum efnum en félagsmálaráðherra segir vona á að fleiri sveitarfélög en borgin skrifi undir á næstunni. „Jú, það er von á fleirum bara núna á næstu vikum. Við eigum í samtali við allmörg sveitarfélög. Og svo vil ég bara hvetja þau sveitarfélög sem eru kannski komin aðeins styttra til að koma inn í þetta líka. Og ég held að svona fordæmi sem að skapast með því að stærsta sveitarfélag landsins komi núna inn í þetta sé mjög jákvætt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Ráðherrann er ánægður með að borgin hafi riðið á vaðið fyrst sveitarfélaga og undirritað samninginn.vísir/vilhelm Taka við þrefallt fleirum Reykjavíkurborg hafði áður skuldbundið sig til að taka á móti fimm hundruð manns. Sú tala hækkar nú upp í fimmtán hundruð út næsta ár en til að setja það í samhengi er það um helmingur þess fjölda sem hefur komið hingað til lands það sem af er ári. „Þessi tala er mikið hærri en áður og þetta er svona mikið almennara. Og því miður held ég að við þurfum að ganga út frá því að stríðinu í Úkraínu sé ekki að ljúka og þetta verði að einhverju leyti viðvarandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Dagur segir verkefnið ekki auðvelt en borgarstjórn sé á einu máli um að það sé það rétta í stöðunni.Vísir/Vilhelm Og það verkefni er ekki auðvelt að sögn Dags. Helstu áskoranirnar eru að finna húsnæði fyrir allan þennan fjölda. „Þetta er auðvitað áskorun. Ég ætla ekkert að leyna því. En borgarstjórn hefur verið sammála alveg frá fyrsta degi innrásarinnar í Úkraínu að borgin bæði fordæmir innrásina, stríðið og hefur lýst sig tilbúin til að taka höndum saman með ríkinu en líka öðrum sveitarfélögum að móttöku flóttafólks.“
Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Innflytjendamál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira