Óhappið varð upp úr klukkan sex í kvöld en að sögn Þorsteins M. Kristinssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi olli umferðarteppan sem kom í kjölfarið mestum óþægindum.
Einn bíll ók á vegrið sem var á svæðinu vegna vegaframkvæmda og var dráttarbíll sendur á svæðið til þess að losa mætti umferðarhnútinn.
Opnað var fyrir umferð á svæðinu rétt um klukkan 19:00.