Stjarna að fæðast í stundaglasi Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2022 13:00 Frumstjarna að myndast í skýinu L1527 á mynd James Webb-geimsjónaukans. NASA, ESA, CSA, and STScI. Image processing: J. DePasquale, A. P Frumstjarna í hjarta stundaglasslaga gasskýs sem James Webb-geimsjónaukinn náði nýlega mynd af er sögð veita innsýn í hvernig sólin og sólkerfið okkar leit út í frumbernsku sinni. Hún er talin á fyrsta stigi í myndunarferli sínu. L1527 er rykský í stjörnumerkinu Nautinu en í hjarta þess er frumstjarna í fæðingu. Hún er enn ekki eiginleg stjarna þar sem kjarnasamruni er ekki hafinn heldur lítill, heitur gasklumpur með um tuttugu til fjörutíu prósent af massa sólarinnar okkar. Lögun hennar enn óstöðug þó að hún sé að mestu hnöttótt, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Skýið er aðeins greinanlegt á innrauða sviðinu og var því upplagt viðfangsefni fyrir James Webb-geimsjónaukann sem var tekinn í notkun fyrr á þessu ári. Á mynd hans sem var birt í síðustu viku er frumstjarnan sjálf falin í hálsi stundaglassins. Efnisskífa í kringum hana sést sem dökk lína í gegnum hálsinn miðjan. Hún lýsir upp gasið fyrir ofan og neðan skífuna. Blá og appelsínugul „glösin“ sýna hvernig glufur myndast í rykskýinu þegar efni þeytist frá frumstjörnunni og rekst á gas og ryk í nágrenninu. Litina má rekja til ryks á milli skýsins og sjónaukans. Rykið er þynnst þar sem það er blátt en appelsínugult þar sem það er þéttara fyrir. Á myndinni sjást einnig vetnisþræðir sem þyrlast til vegna efnis sem frumstjarnan ryður frá sér. Óróinn af völdum stjörnunnar kemur í veg fyrir að aðrar stjörnur myndist annars staðar í skýinu. Því situr frumstjarnan ein að stórum hluta efnisins. Stjörnufræðingar áætla að L1527 sé aðeins um 100.000 ára gamalt, afar ungt á stjarnfræðilegan mælikvarða. Frumstjarnan er því á fyrstu stigum myndunar sinnar. Rykið og gasið í skýinu laðast að miðjunni og vindur sig í kringum hana. Þannig myndast efnisskífan í kringum frumstjörnuna. Eftir því sem kjarninn verður massameiri og þéttist hækkar hitinn og kjarnasamruni hefst. Stjarnan er þá fullsköpuð. Efnisskífan er sögð á stærð við sólkerfið okkar. Afgangurinn af henni gæti hæglega þést og myndað reikistjörnur með tíð og tíma. L1527 er því sagt gefa góða mynd af því hvernig sólkerfið okkar gæti hafa litið út fyrir milljörðum ára. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Webb endurgerði frægustu mynd Hubble Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði. 19. október 2022 15:43 Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
L1527 er rykský í stjörnumerkinu Nautinu en í hjarta þess er frumstjarna í fæðingu. Hún er enn ekki eiginleg stjarna þar sem kjarnasamruni er ekki hafinn heldur lítill, heitur gasklumpur með um tuttugu til fjörutíu prósent af massa sólarinnar okkar. Lögun hennar enn óstöðug þó að hún sé að mestu hnöttótt, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Skýið er aðeins greinanlegt á innrauða sviðinu og var því upplagt viðfangsefni fyrir James Webb-geimsjónaukann sem var tekinn í notkun fyrr á þessu ári. Á mynd hans sem var birt í síðustu viku er frumstjarnan sjálf falin í hálsi stundaglassins. Efnisskífa í kringum hana sést sem dökk lína í gegnum hálsinn miðjan. Hún lýsir upp gasið fyrir ofan og neðan skífuna. Blá og appelsínugul „glösin“ sýna hvernig glufur myndast í rykskýinu þegar efni þeytist frá frumstjörnunni og rekst á gas og ryk í nágrenninu. Litina má rekja til ryks á milli skýsins og sjónaukans. Rykið er þynnst þar sem það er blátt en appelsínugult þar sem það er þéttara fyrir. Á myndinni sjást einnig vetnisþræðir sem þyrlast til vegna efnis sem frumstjarnan ryður frá sér. Óróinn af völdum stjörnunnar kemur í veg fyrir að aðrar stjörnur myndist annars staðar í skýinu. Því situr frumstjarnan ein að stórum hluta efnisins. Stjörnufræðingar áætla að L1527 sé aðeins um 100.000 ára gamalt, afar ungt á stjarnfræðilegan mælikvarða. Frumstjarnan er því á fyrstu stigum myndunar sinnar. Rykið og gasið í skýinu laðast að miðjunni og vindur sig í kringum hana. Þannig myndast efnisskífan í kringum frumstjörnuna. Eftir því sem kjarninn verður massameiri og þéttist hækkar hitinn og kjarnasamruni hefst. Stjarnan er þá fullsköpuð. Efnisskífan er sögð á stærð við sólkerfið okkar. Afgangurinn af henni gæti hæglega þést og myndað reikistjörnur með tíð og tíma. L1527 er því sagt gefa góða mynd af því hvernig sólkerfið okkar gæti hafa litið út fyrir milljörðum ára.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Webb endurgerði frægustu mynd Hubble Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði. 19. október 2022 15:43 Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Webb endurgerði frægustu mynd Hubble Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði. 19. október 2022 15:43
Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51