Segir Þorláksskóga stærsta skógræktarverkefni á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2022 22:11 Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss. Arnar Halldórsson Þorláksskógar gætu orðið vinsæll áningarstaður og útvistarperla í framtíðinni. Ráðamenn Ölfuss segja það langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi, þar verði þeirra Heiðmörk. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá yfir Hafnasand en þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna þá tíð þegar leiðin til Þorlákshafnar lá um sandauðn. Gamli vegurinn til Þorlákshafnar.Arnar Halldórsson „Á gamla veginum þá bara dró í sandskafla. Og það var eins gott að bílarnir biluðu ekki á leiðinni því þá voru þeir bara tilbúnir undir málningu aftur. Þeir sandblésu bara,“ segir Katrín Stefánsdóttir, veitingahússeigandi í Þorlákshöfn, þegar hún rifjar upp hvernig þetta var áður. Katrín Stefánsdóttir rifjar upp hvernig Hafnasandur var áður.Arnar Halldórsson Krakkarnir í þorpinu þurftu ekki sandkassa. Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, minnist þess þegar þurfti að moka sand frá hurðinni heima hjá sér á vorin, sumrin og haustin, og svo snjó á veturna. En svo hófst landgræðsluátak. Grétar sýnir okkur Hafnasand en hann er núna algróinn. Hafnasandur er orðinn þakinn gróðri.Arnar Halldórsson „Til þess að gera bæinn byggilegri þá þurfti að ráðast í mikla landgræðslu hérna. Og eins og sjá má hefur það gengið ofboðslega vel,“ segir Grétar Ingi. Með samningi sveitarfélagsins Ölfuss, Landgræðslu ríkisins og Skógræktarinnar fyrir sex árum var svo ákveðið að hefja viðamikla skógrækt. Þorláksskógar ná vestur úr Selvogi langleiðina að ósum Ölfusár.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Til að menn átti sig á umfanginu bendir Grétar á að skógræktarsvæðið nái alveg frá Ölfusá og vestur út í Selvog. Allt höfuðborgarsvæðið kæmist þar fyrir. Þar segir hann að Ölfusingar fái sína Heiðmörk. „Ég held að ég geti fullyrt að þetta sé langstærsta skógræktarverkefni sem er í gangi á Íslandi í dag,“ segir formaður bæjarráðs Ölfuss. Einnig var fjallað um Þorláksskóga í þættinum Um land allt sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skógrækt og landgræðsla Ölfus Um land allt Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Rangæingar segja Hekluskóga miklu stærri en Þorláksskóga Rangæingar vilja ekki skrifa upp á þá staðhæfingu formanns bæjarráðs Ölfuss að Þorláksskógar séu stærsta skógræktarverkefni á Íslandi. Þeir segja að Hekluskógar í Rangárþingi ytra séu miklu stærri og vitna til upplýsinga frá Skógræktinni máli sínu til stuðnings. 23. nóvember 2022 17:05 Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50 Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06 Hárgreiðslufólk kolefnisjafnar ferðalag sitt til Íslands með gróðursetningu Rútur streyma nú í Þorláksskóga með þátttakendur hárgreiðsluráðstefnunnar og munu gera næstu daga þar sem allir þátttakendur fá að setja niður stiklinga í sandinn við Þorlákshöfn, sem verða svo að myndarlegum plöntum. Ætlunin er að planta í fimm þúsund hektara á svæðinu í þeim tilgangi að rækta upp skóg á næstu árum. 5. maí 2019 20:15 Gróðursettu þúsund birkiplöntur til að kolefnisjafna starfsemi ráðuneytisins Starfsfólk umhverfis-og auðlindaráðuneytisins kolefnisjafnaði í dag starfsemi ráðuneytisins til næstu tveggja ára með því að gróðursetja þúsund birkiplöntur í landgræðslu-og skógræktarsvæði í nágrenni Þorlákshafnar. 14. júní 2018 15:57 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá yfir Hafnasand en þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna þá tíð þegar leiðin til Þorlákshafnar lá um sandauðn. Gamli vegurinn til Þorlákshafnar.Arnar Halldórsson „Á gamla veginum þá bara dró í sandskafla. Og það var eins gott að bílarnir biluðu ekki á leiðinni því þá voru þeir bara tilbúnir undir málningu aftur. Þeir sandblésu bara,“ segir Katrín Stefánsdóttir, veitingahússeigandi í Þorlákshöfn, þegar hún rifjar upp hvernig þetta var áður. Katrín Stefánsdóttir rifjar upp hvernig Hafnasandur var áður.Arnar Halldórsson Krakkarnir í þorpinu þurftu ekki sandkassa. Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, minnist þess þegar þurfti að moka sand frá hurðinni heima hjá sér á vorin, sumrin og haustin, og svo snjó á veturna. En svo hófst landgræðsluátak. Grétar sýnir okkur Hafnasand en hann er núna algróinn. Hafnasandur er orðinn þakinn gróðri.Arnar Halldórsson „Til þess að gera bæinn byggilegri þá þurfti að ráðast í mikla landgræðslu hérna. Og eins og sjá má hefur það gengið ofboðslega vel,“ segir Grétar Ingi. Með samningi sveitarfélagsins Ölfuss, Landgræðslu ríkisins og Skógræktarinnar fyrir sex árum var svo ákveðið að hefja viðamikla skógrækt. Þorláksskógar ná vestur úr Selvogi langleiðina að ósum Ölfusár.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Til að menn átti sig á umfanginu bendir Grétar á að skógræktarsvæðið nái alveg frá Ölfusá og vestur út í Selvog. Allt höfuðborgarsvæðið kæmist þar fyrir. Þar segir hann að Ölfusingar fái sína Heiðmörk. „Ég held að ég geti fullyrt að þetta sé langstærsta skógræktarverkefni sem er í gangi á Íslandi í dag,“ segir formaður bæjarráðs Ölfuss. Einnig var fjallað um Þorláksskóga í þættinum Um land allt sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skógrækt og landgræðsla Ölfus Um land allt Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Rangæingar segja Hekluskóga miklu stærri en Þorláksskóga Rangæingar vilja ekki skrifa upp á þá staðhæfingu formanns bæjarráðs Ölfuss að Þorláksskógar séu stærsta skógræktarverkefni á Íslandi. Þeir segja að Hekluskógar í Rangárþingi ytra séu miklu stærri og vitna til upplýsinga frá Skógræktinni máli sínu til stuðnings. 23. nóvember 2022 17:05 Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50 Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06 Hárgreiðslufólk kolefnisjafnar ferðalag sitt til Íslands með gróðursetningu Rútur streyma nú í Þorláksskóga með þátttakendur hárgreiðsluráðstefnunnar og munu gera næstu daga þar sem allir þátttakendur fá að setja niður stiklinga í sandinn við Þorlákshöfn, sem verða svo að myndarlegum plöntum. Ætlunin er að planta í fimm þúsund hektara á svæðinu í þeim tilgangi að rækta upp skóg á næstu árum. 5. maí 2019 20:15 Gróðursettu þúsund birkiplöntur til að kolefnisjafna starfsemi ráðuneytisins Starfsfólk umhverfis-og auðlindaráðuneytisins kolefnisjafnaði í dag starfsemi ráðuneytisins til næstu tveggja ára með því að gróðursetja þúsund birkiplöntur í landgræðslu-og skógræktarsvæði í nágrenni Þorlákshafnar. 14. júní 2018 15:57 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Rangæingar segja Hekluskóga miklu stærri en Þorláksskóga Rangæingar vilja ekki skrifa upp á þá staðhæfingu formanns bæjarráðs Ölfuss að Þorláksskógar séu stærsta skógræktarverkefni á Íslandi. Þeir segja að Hekluskógar í Rangárþingi ytra séu miklu stærri og vitna til upplýsinga frá Skógræktinni máli sínu til stuðnings. 23. nóvember 2022 17:05
Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50
Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33
Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06
Hárgreiðslufólk kolefnisjafnar ferðalag sitt til Íslands með gróðursetningu Rútur streyma nú í Þorláksskóga með þátttakendur hárgreiðsluráðstefnunnar og munu gera næstu daga þar sem allir þátttakendur fá að setja niður stiklinga í sandinn við Þorlákshöfn, sem verða svo að myndarlegum plöntum. Ætlunin er að planta í fimm þúsund hektara á svæðinu í þeim tilgangi að rækta upp skóg á næstu árum. 5. maí 2019 20:15
Gróðursettu þúsund birkiplöntur til að kolefnisjafna starfsemi ráðuneytisins Starfsfólk umhverfis-og auðlindaráðuneytisins kolefnisjafnaði í dag starfsemi ráðuneytisins til næstu tveggja ára með því að gróðursetja þúsund birkiplöntur í landgræðslu-og skógræktarsvæði í nágrenni Þorlákshafnar. 14. júní 2018 15:57