Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2022 10:28 Úkraínsk leyniskytta að störfum í Kherson-héraði. Úkraínskir sérsveitarmenn eru sagðir berjast við rússneska hermenn um Kinburn-skaga, sem þykir mjög mikilvægur. AP/Bernat Armangue Yfirvöld í Úkraínu segjast ætla að reka rússneska hermenn frá mikilvægum skaga vestur af Kherson-borg. Úkraínskir sérsveitarmenn eru þegar sagðir berjast við rússneska hermenn á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf. Skaginn þykir mikilvægur að því leyti að yfirráð Rússa yfir honum gerir þeim kleift að koma í veg fyrir siglingar til og frá Míkólaív og Kherson. Hann gerir Rússum einnig kleift að verja sveitir sínar á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Rússar komu sér fyrir á skaganum í júní og hafa meðal annars notað hann til að gera stórskotaliðsárásir á Míkólaív. Hart hefur verið barist um þennan mikilvæga skaga í gegnum aldirnar. Árið 1855 grönduðu flotar Bretlands og Frakklands rússnesku virki sem hafði verið byggt þar. Þá átti sér stað stærðarinnar orrusta þar árið 1787 þegar Ottómanar reyndu að ná svæðinu aftur af rússneska keisaraveldinu. Þó tæpar tvær vikur séu frá því Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dnipro og Kherson-borg búast sérfræðingar sem ræddu við New York Times við því að Rússar muni verja miklu púðri í að verja skagann. Nái Úkraínumenn tökum á skaganum myndi það veita þeim fótfestu á austurbakkanum og þannig væru helstu birgðaleiðir Rússa frá Krímskaga í færi Úkraínumanna. Yfirráðum Rússa yfir sjálfum Krímskaga væri sömuleiðis ógnað. Talskona Úkraínuhers í suðurhluta landsins vildi ekki veita Wall Street Journal frekari upplýsingar um sóknina á Kinburn eða hvenær hún hófst. Hún sagði þó að slæmt veður á svæðinu hefði reynst Úkraínumönnum vel. Meira en vika er síðan fregnir bárust af því að Úkraínumenn væru með hermenn á skaganum en þær fregnir hafa aldrei verið staðfestar. Undanfarna daga hafa rússneskir herbloggarar haldið því fram að Rússar hefðu varist árásum Úkraínumanna á skaganum. Ríkisstjóri Míkólaív-héraðs hélt því þó fram í morgun að úkraínskir hermenn þyrftu einungis að ná tökum á þremur þorpum til að tryggja yfirráð þeirra yfir skaganum öllum, samkvæmt frétt WSJ. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27 Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05 Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Skaginn þykir mikilvægur að því leyti að yfirráð Rússa yfir honum gerir þeim kleift að koma í veg fyrir siglingar til og frá Míkólaív og Kherson. Hann gerir Rússum einnig kleift að verja sveitir sínar á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Rússar komu sér fyrir á skaganum í júní og hafa meðal annars notað hann til að gera stórskotaliðsárásir á Míkólaív. Hart hefur verið barist um þennan mikilvæga skaga í gegnum aldirnar. Árið 1855 grönduðu flotar Bretlands og Frakklands rússnesku virki sem hafði verið byggt þar. Þá átti sér stað stærðarinnar orrusta þar árið 1787 þegar Ottómanar reyndu að ná svæðinu aftur af rússneska keisaraveldinu. Þó tæpar tvær vikur séu frá því Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dnipro og Kherson-borg búast sérfræðingar sem ræddu við New York Times við því að Rússar muni verja miklu púðri í að verja skagann. Nái Úkraínumenn tökum á skaganum myndi það veita þeim fótfestu á austurbakkanum og þannig væru helstu birgðaleiðir Rússa frá Krímskaga í færi Úkraínumanna. Yfirráðum Rússa yfir sjálfum Krímskaga væri sömuleiðis ógnað. Talskona Úkraínuhers í suðurhluta landsins vildi ekki veita Wall Street Journal frekari upplýsingar um sóknina á Kinburn eða hvenær hún hófst. Hún sagði þó að slæmt veður á svæðinu hefði reynst Úkraínumönnum vel. Meira en vika er síðan fregnir bárust af því að Úkraínumenn væru með hermenn á skaganum en þær fregnir hafa aldrei verið staðfestar. Undanfarna daga hafa rússneskir herbloggarar haldið því fram að Rússar hefðu varist árásum Úkraínumanna á skaganum. Ríkisstjóri Míkólaív-héraðs hélt því þó fram í morgun að úkraínskir hermenn þyrftu einungis að ná tökum á þremur þorpum til að tryggja yfirráð þeirra yfir skaganum öllum, samkvæmt frétt WSJ.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27 Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05 Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. 22. nóvember 2022 11:27
Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19
Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05
Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46