Öll þrjú kjarnorkuver landsins sem eru í höndum Úkraínumanna hafa misst tengingu við dreifikerfi landsins í kjölfar árása dagsins.
Meðal þeirra borga sem eru rafmagnslausar eru Lívív, Ódessa og Kharkív, þar sem neysluvatn er einnig óaðgengilegt. Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að margar af þeim stýriflaugum sem skotið hafi verið á höfuðborgina hafi verið skotnar niður. Minnst ein þeirra hæfði þó íbúðahús.
Heilt yfir segja Úkraínumenn að um sjötíu stýriflaugum hafi verið skotið að Úkraínu en 51 þeirra hafi verið skotið niður. Þar að auki hafi fimm sjálfsprengidrónar verið skotnir niður.
Einnig rafmagnslaust í Moldóvu
Rafmagnsleysið nær einnig til Moldóvu. Maia Sandu, forseti landsins, gagnrýndi Rússa og stríðsrekstur þeirra í Úkraínu í kjölfar árása dagsins. Hún sagði að þó íbúar Moldóvu gætu gert viðgerðir og komið rafmagni á aftur, gætu íbúar Úkraínu ekki lífgað hina látnu við.
Rússar hafa hersveitir innan landamæra Moldóvu, á sjálfstjórnarsvæðinu Transnistríu, og var eitt af upprunalegum markmiðum Rússa að ná allri strandlengju Úkraínu við Svartahaf og þar með landbrú til héraðsins.
This video published by Kyiv Oblast Police Chief Andriy Nebytov shows the aftermath of the Russian missile strike on a residential building in Vyshgorod, a suburb just north of Kyiv.
— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) November 23, 2022
In total more than 20 people were injured as a result of the Nov. 23 attack on Kyiv Oblast. pic.twitter.com/6K32Ovl1Gi
Samhliða slæmu gengi á víglínum Úkraínu og aukinni gagnrýni heima fyrir hafa forsvarsmenn rússneska hersins gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgaraleg skotmörk og innviði í Úkraínu. Stór hluti þessa árása hefur dreifst að orkuverum og dreifikerfi Úkraínu.
Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga baráttumóðinn úr Úkraínumönnum og grafa undan grunnstoðum úkraínska ríkisins og gera rekstur ríkisins erfiðari til lengri tíma. Með þessu vilja ráðamenn í Moskvu einnig draga úr gagnrýni heima fyrir á stríðsrekstur þeirra í Úkraínu.
Úkraínumenn segja þessar árásir ekki draga úr þeim móðinn. Þvert í stað sýni þar fram á nauðsyn þess að sigra Rússa sem fyrst.
Undanfarnar vikur hefur rafmagnsleysi verið algengt í Úkraínu og hafa yfirvöld hvatt þá sem geta, að ferðast til annarra landa og verja vetrinum þar.