„Það er alveg ljóst að við fórum offari“ Snorri Másson skrifar 26. nóvember 2022 10:00 Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir ljóst að Íslendingar hafi farið offari í aðgerðum til að stemma stigu við útbreiðslu Covid-19 á sínum tíma. „Sérstaklega gagnvart þeim hópum sem við áttum ekki að fara offari gegn,“ segir Grímur í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. „Við tölum um ungt fólk, en líka eldri borgarar, sem eiga nokkur ár eftir og jafnvel ekki mörg. Þeir máttu ekki hitta ættingja, ekki félagana í borðsalnum, og til að vernda þá fyrir einhverju. Við vissum auðvitað ekki betur og við vorum hrædd, en það er ekki góð nálgun.“ Rætt var við Grím í Íslandi í dag, þar sem rifjað var upp ýmislegt misskemmtilegt frá tímum faraldursins, en einnig vikið sérstaklega að stöðu framhaldsskólanema. Til er kynslóð framhaldsskólanema sem lifði nærri alla skólagönguna án félagslífs, sem er ekki án afleiðinga fyrir líðan hópsins. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að veita þurfi geðheilbrigði landsmanna meiri athygli.Vísir/Vilhelm Hörmuleg hugmynd Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn ályktað um að stytta beri skólagöngu íslenskra ungmenna þannig, að þau klári nám átján ára. Hugmyndin fer öfugt ofan í menntaskólanema sem rætt er við í þættinum að ofan og Grímur rifjar upp síðustu styttingu og segir hörmulega hugmynd að halda styttingu náms áfram: „Þegar við fórum í þessa styttingu voru aðilar sem vöruðu við þessari nálgun og bentu á að þetta væri fyrst og fremst hagræðing. Við erum talsvert í hagræðingu alltaf.“ „Af hverju er þetta staðan?“ Grímur segir sæta furðu að ástand mála í geðheilbrigði þjóðarinnar rati ekki í fréttir með sama hætti og til dæmis aðgerðir Seðlabankans í efnahagsmálum. „Eins og þessir krakkar sem eru í tíunda bekk. 27% stúlkna í tíunda bekk eru ánægðar með líf sitt. Af hverju er það staðan? Samfélagsmiðlarnir, Covid og fleira hefur mikil áhrif, en það eru vísbendingar um þetta í langan tíma,“ segir Grímur. Að sögn Gríms stafar vandinn einnig af samfélagsgerðinni og hann segir að fólk þurfi meiri tíma með börnunum sínum, en ekki að hagsmunir atvinnulífsins ráði því að nýbakaðir foreldrar losi sem fyrst við börn sín eitthvert annað. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Ísland í dag Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Sérstaklega gagnvart þeim hópum sem við áttum ekki að fara offari gegn,“ segir Grímur í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. „Við tölum um ungt fólk, en líka eldri borgarar, sem eiga nokkur ár eftir og jafnvel ekki mörg. Þeir máttu ekki hitta ættingja, ekki félagana í borðsalnum, og til að vernda þá fyrir einhverju. Við vissum auðvitað ekki betur og við vorum hrædd, en það er ekki góð nálgun.“ Rætt var við Grím í Íslandi í dag, þar sem rifjað var upp ýmislegt misskemmtilegt frá tímum faraldursins, en einnig vikið sérstaklega að stöðu framhaldsskólanema. Til er kynslóð framhaldsskólanema sem lifði nærri alla skólagönguna án félagslífs, sem er ekki án afleiðinga fyrir líðan hópsins. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að veita þurfi geðheilbrigði landsmanna meiri athygli.Vísir/Vilhelm Hörmuleg hugmynd Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn ályktað um að stytta beri skólagöngu íslenskra ungmenna þannig, að þau klári nám átján ára. Hugmyndin fer öfugt ofan í menntaskólanema sem rætt er við í þættinum að ofan og Grímur rifjar upp síðustu styttingu og segir hörmulega hugmynd að halda styttingu náms áfram: „Þegar við fórum í þessa styttingu voru aðilar sem vöruðu við þessari nálgun og bentu á að þetta væri fyrst og fremst hagræðing. Við erum talsvert í hagræðingu alltaf.“ „Af hverju er þetta staðan?“ Grímur segir sæta furðu að ástand mála í geðheilbrigði þjóðarinnar rati ekki í fréttir með sama hætti og til dæmis aðgerðir Seðlabankans í efnahagsmálum. „Eins og þessir krakkar sem eru í tíunda bekk. 27% stúlkna í tíunda bekk eru ánægðar með líf sitt. Af hverju er það staðan? Samfélagsmiðlarnir, Covid og fleira hefur mikil áhrif, en það eru vísbendingar um þetta í langan tíma,“ segir Grímur. Að sögn Gríms stafar vandinn einnig af samfélagsgerðinni og hann segir að fólk þurfi meiri tíma með börnunum sínum, en ekki að hagsmunir atvinnulífsins ráði því að nýbakaðir foreldrar losi sem fyrst við börn sín eitthvert annað.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Ísland í dag Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira