„Mér finnst bara einhver þurfa að bera ábyrgð“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. nóvember 2022 22:31 Ása Nishanthi Magnúsdóttir segir að einhver hljóti að bera ábyrgð. Stöð 2 Kona sem var ættleidd frá Sri Lanka með fölsuðum pappírum segir sárt að hafa ekki aðgang að gögnum um sig og telur að einhver þurfi að bera ábyrgð. Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir upplýsingum frá yfirvöldum í Sri Lanka en ekki fengið svör. Ráðuneytið ætlar að hefja sérstaka skoðun á málinu. Dómsmálaráðurneytið sendi í gær frá sér tilkynningu varðandi ættleiðingar rúmlega áttatíu barna frá Sri Lanka á níunda áratugnum og falsaðra pappíra sem virðast hafa verið notaðir til að auðvelda ferlið. Saga nokkurra þeirra sem ættleidd voru hefur verið sögð í þáttunum Leitin að upprunanum sem eru sýndir á Stöð 2. Ráðuneytið segir að tekin hafi verið ákvörðun um að stöðva ættleiðingar frá Sri Lanka árið 1986 í kjölfar atviks sem varpaði ljósi á ferli ættleiðinga frá landinu. Ráðuneytið segir að erindi hafi verið sent til stjórnvalda á Sri Lanka vegna þessara mála en svör hafi ekki borist. Ása Nishanthi Magnúsdóttir sem ættleidd var frá Sri Lanka á þessum árum segir erfitt að hafa ekki aðgang að mikilvægum upplýsingum um sjálfa sig og sinn uppruna en það kom í ljós að hennar ættleiðingargögn reyndust vera fölsuð. „Stóra spurning hjá mér er, af hverju var ekki farið í gegnum þessi skjöl á þeim tíma af því að nú, til dæmis, hef ég enga sjúkrasögu. Þú veist, ég veit ekki hvað ég gæti verið mögulega með og svoleiðis, nú fékk ég krabbamein.“ Ráðuneytið segist nú vera með ættleiðingar frá Sri Lanka til sérstakrar skoðunar. Ása bendir á að lögum samkvæmt sé það í verkahring dómsmálaráðuneytisins að kanna hvort lögboðnum skilyrðum til ættleiðingar hafi verið fullnægt og á því hafi augljóslega verið misbrestur. Hún er ekki í vafa um hvað henni finnst þurfa að gerast í málinu. „Mér finnst bara einhver þurfa að bera ábyrgð, það er bara þannig.“ Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Sjá meira
Dómsmálaráðurneytið sendi í gær frá sér tilkynningu varðandi ættleiðingar rúmlega áttatíu barna frá Sri Lanka á níunda áratugnum og falsaðra pappíra sem virðast hafa verið notaðir til að auðvelda ferlið. Saga nokkurra þeirra sem ættleidd voru hefur verið sögð í þáttunum Leitin að upprunanum sem eru sýndir á Stöð 2. Ráðuneytið segir að tekin hafi verið ákvörðun um að stöðva ættleiðingar frá Sri Lanka árið 1986 í kjölfar atviks sem varpaði ljósi á ferli ættleiðinga frá landinu. Ráðuneytið segir að erindi hafi verið sent til stjórnvalda á Sri Lanka vegna þessara mála en svör hafi ekki borist. Ása Nishanthi Magnúsdóttir sem ættleidd var frá Sri Lanka á þessum árum segir erfitt að hafa ekki aðgang að mikilvægum upplýsingum um sjálfa sig og sinn uppruna en það kom í ljós að hennar ættleiðingargögn reyndust vera fölsuð. „Stóra spurning hjá mér er, af hverju var ekki farið í gegnum þessi skjöl á þeim tíma af því að nú, til dæmis, hef ég enga sjúkrasögu. Þú veist, ég veit ekki hvað ég gæti verið mögulega með og svoleiðis, nú fékk ég krabbamein.“ Ráðuneytið segist nú vera með ættleiðingar frá Sri Lanka til sérstakrar skoðunar. Ása bendir á að lögum samkvæmt sé það í verkahring dómsmálaráðuneytisins að kanna hvort lögboðnum skilyrðum til ættleiðingar hafi verið fullnægt og á því hafi augljóslega verið misbrestur. Hún er ekki í vafa um hvað henni finnst þurfa að gerast í málinu. „Mér finnst bara einhver þurfa að bera ábyrgð, það er bara þannig.“
Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Sjá meira