Hadja Lahbib, utanríkisráðherra Belga, mætti á leikinn í fullum skrúða það er í landsliðsbúningnum og með fyrirliðabandið umdeilda.
#Qatar2022 La ministre hadja Lahbib s'est présentée auprès de Gianni Infantino avec le brassard «One Love»https://t.co/Q7YVJaf51d pic.twitter.com/D7PFCCzasA
— Le Soir (@lesoir) November 23, 2022
FIFA bannaði notkun One Love fyrirliðabandsins og eru margir skiljanlega bæði hneykslaðir og reiðir yfir því enda táknar það fjölbreytni og jafnan rétt allra.
Belgíska blaðið Het Laatste Niews var með augun á heiðursstúkunni í leiknum og náði myndum af því þegar Lahbib gekk á Gianni Infantino og það leit ekki út fyrir að þau væri sammála.
Auðvitað náðist ekki hvað þau voru að ræða um en það er ekki erfitt að ímynda sér að Lahbib hafi hreinlega lesið Infantino pistilinn vegna þess hvernig FIFA hefur kúgað knattspyrnusamböndin í þessu máli.
A Dutch camera-team pick up how the Belgian minister Hadja Lahbib talks with Infantino about the #onelove armband!
— Paul in the Dark (@paulinthedark) November 23, 2022
#belcan #belgium #infantino #canada #belgie #HadjaLahbib pic.twitter.com/tblZIdAJWG
Infantino yppti öxlum á myndunum á meðan Lahbib virtist lesa yfir honum.
Hadja Lahbib átti ekki að mæta til Katar nema ef að Belgar kæmust í undanúrslitaleikinn en hún ætlaði sér greinilega að nýta sér tækifærið til að leggja baráttunni fyrir mannréttindum lið.
Það sagði hún líka belgískum fjölmiðlum sem voru því með myndavélarnar á heiðursstúkunni i gærkvöldi.