Danska stórstjarnan missti mömmu sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2022 11:30 Nadia Nadim í leik með danska fótboltalandsliðinu sem hún hefur spilað meira en hundrað leiki fyrir. Getty/Andrea Staccioli Danska knattspyrnukonan Nadia Nadim fékk mjög slæmar fréttir til Katar þar sem hún er stödd í Katar sem sendiherra heimsmeistaramótsins. Hamida, móðir Nadiu, lést í umferðarslysi á þriðjudagsmorguninn. Hún vat aðeins 57 ára gömul. „Móðir mín lést eftir að hafa orðið fyrir trukk. Hún var á leiðinni heim úr líkamsræktinni,“ skrifaði Nadim. „Ég finn ekki orðin til að lýsa því hvernig mér líður. Ég hef misst mikilvægustu manneskjuna í mínu lífi og það gerðist svo skyndilega og svo óvænt,“ skrifaði Nadim á samfélagsmiðla sína. pic.twitter.com/d733ODYpGs— Dr Nadia Nadim (@nadia_nadim) November 23, 2022 „Hún var stríðsmaður og barðist fyrir hverjum sentímetra í sínu lífi. Hún gaf mér ekki líf bara einu sinni heldur tvisvar,“ skrifaði Nadim. „Lífið er ósanngjarnt en ég skil ekki af hverju þetta varð að vera hún og af hverju þetta endaði svona,“ skrifaði Nadim. Hin 34 ára gamla Nadim á fjórar systur en þær misstu föður sinn í Afganistan árið 1999 þegar hann var drepinn af Talíbönum. Fjölskyldan flúði til Danmerkur og hóf nýtt líf þar. Nadim byrjaði að æfa fótbolta og hefur síðan orðið ein besta knattspyrnukona í sögu dönsku þjóðarinnar. "I have lost my home and I know nothing's going to ever feel the same."Life is unfair and I don't understand why her and why this way. I love you and I will see you again." https://t.co/GYWJAMUODG— Sky News (@SkyNews) November 23, 2022 Nadim hefur skorað 38 mörk í 103 landsleikjum og hefur spilað fyrir stórlið eins og Portland Thorns, Manchester City og Paris Saint-Germain. Hún er nú leikmaður Racing Louisville í bandarísku NWSL deildinni. Nadim vakti líka mikla athygli fyrir það að hafa klárað læknisnámið með fótboltaferlinum. Hún útskrifaðist sem læknir í janúar á þessu ári. Hún fékk aftur á móti mikla gagnrýni fyrir að þiggja peningana og gerast sendiherra fyrir HM í Katar. BREAKING: ITV World Cup pundit Nadia Nadim was forced off air after learning her mother had been killed by a truck https://t.co/B3l3DhBUNQ— MailOnline Sport (@MailSport) November 23, 2022 Danski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Hamida, móðir Nadiu, lést í umferðarslysi á þriðjudagsmorguninn. Hún vat aðeins 57 ára gömul. „Móðir mín lést eftir að hafa orðið fyrir trukk. Hún var á leiðinni heim úr líkamsræktinni,“ skrifaði Nadim. „Ég finn ekki orðin til að lýsa því hvernig mér líður. Ég hef misst mikilvægustu manneskjuna í mínu lífi og það gerðist svo skyndilega og svo óvænt,“ skrifaði Nadim á samfélagsmiðla sína. pic.twitter.com/d733ODYpGs— Dr Nadia Nadim (@nadia_nadim) November 23, 2022 „Hún var stríðsmaður og barðist fyrir hverjum sentímetra í sínu lífi. Hún gaf mér ekki líf bara einu sinni heldur tvisvar,“ skrifaði Nadim. „Lífið er ósanngjarnt en ég skil ekki af hverju þetta varð að vera hún og af hverju þetta endaði svona,“ skrifaði Nadim. Hin 34 ára gamla Nadim á fjórar systur en þær misstu föður sinn í Afganistan árið 1999 þegar hann var drepinn af Talíbönum. Fjölskyldan flúði til Danmerkur og hóf nýtt líf þar. Nadim byrjaði að æfa fótbolta og hefur síðan orðið ein besta knattspyrnukona í sögu dönsku þjóðarinnar. "I have lost my home and I know nothing's going to ever feel the same."Life is unfair and I don't understand why her and why this way. I love you and I will see you again." https://t.co/GYWJAMUODG— Sky News (@SkyNews) November 23, 2022 Nadim hefur skorað 38 mörk í 103 landsleikjum og hefur spilað fyrir stórlið eins og Portland Thorns, Manchester City og Paris Saint-Germain. Hún er nú leikmaður Racing Louisville í bandarísku NWSL deildinni. Nadim vakti líka mikla athygli fyrir það að hafa klárað læknisnámið með fótboltaferlinum. Hún útskrifaðist sem læknir í janúar á þessu ári. Hún fékk aftur á móti mikla gagnrýni fyrir að þiggja peningana og gerast sendiherra fyrir HM í Katar. BREAKING: ITV World Cup pundit Nadia Nadim was forced off air after learning her mother had been killed by a truck https://t.co/B3l3DhBUNQ— MailOnline Sport (@MailSport) November 23, 2022
Danski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira