„Þetta var klaufalegt“ Tómas Helgi Wehmeier skrifar 24. nóvember 2022 21:08 Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir tap. Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var mjög ánægður með strákana sína í kvöld sem að þurftu að sætta sig við tap á móti sterku liði ÍBV. „Ég er hrikalega ánægður með strákana. Þeir börðust og djöfluðust allan leikinn. Við leiðum í fjörutíu og fimm mínútur en við missum svo þristaparið okkar útaf þannig að það var svolítið á brattann að sækja síðustu fimmtán mínúturnar en mér fannst við gera vel. Við hefðum átt að leysa þessa síðustu sókn, þetta var klaufalegt og þetta tapaðist ekkert bara þar.“ Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, var algjörlega frábær í fyrri hálfleik en var tekinn út af í síðari hálfleik. „Þú verður að spyrja markmannsþjálfarann að því, hann varði lítið í byrjun seinni hálfleiks og vörnin var að fá alltof mikið af opnum skotum. Kári var alltof oft laus á línunni og við lentum í smá basli með það en það er auðvitað erfitt að eiga bæði við Kára og Rúnar svo í kjölfarið datt markvarslan aðeins niður með vörninni.“ Reynir Þór Stefánsson, sautján ára leikmaður Fram, var algjörlega frábær í kvöld og skoraði ellefu mörk. „Það eru kröfur á honum, við höfum miklar væntingar til hans og hann gerir kröfur á sjálfan sig líka. Hann átti síðasta skotið á móti KA í síðustu umferð og svo kemur hann í dag og algjörlega ,,bossar’’ allan tímann leikinn. Hann er hrikalega flottur og ég er mjög ánægður með hann. Hann þurfti náttúrulega að leysa af, við erum án leikmanna en flott hjá honum að stíga upp. Margir hefðu farið í kuðung í koddann og verið í basli en hann sýndi úr hverju hann er gerður og mætti sterkur hérna til leiks í dag.“ Luka Vukicevic, leikmaður Fram átti stórbrotin fyrri hálfleik en lítið sást til hans í þeim síðari. „Hann spilaði fyrstu tíu mínúturnar og við þurftum bara aðeins að hvíla hann. Við vorum að reyna rótera liðinu til að hafa ferska fætur síðustu mínúturnar. Hann var aðeins farinn að detta niður, leit út fyrir að vera orkulaus og það fer mikil orka að spila á móti Eyja mönnum. Við vorum fáliðaðir og vorum að reyna dreifa álaginu yfir allan hópinn.“ Olís-deild karla Fram ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 29-30 | Eyjamenn sterkari á lokasprettinum Eftir þrjú töp í seinustu fjórum leikjum vann ÍBV mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-30. Þetta var annað tap Framara á heimavelli í röð, en áður var liðið taplaust í Úlfarsárdalnum. 24. nóvember 2022 19:32 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
„Ég er hrikalega ánægður með strákana. Þeir börðust og djöfluðust allan leikinn. Við leiðum í fjörutíu og fimm mínútur en við missum svo þristaparið okkar útaf þannig að það var svolítið á brattann að sækja síðustu fimmtán mínúturnar en mér fannst við gera vel. Við hefðum átt að leysa þessa síðustu sókn, þetta var klaufalegt og þetta tapaðist ekkert bara þar.“ Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, var algjörlega frábær í fyrri hálfleik en var tekinn út af í síðari hálfleik. „Þú verður að spyrja markmannsþjálfarann að því, hann varði lítið í byrjun seinni hálfleiks og vörnin var að fá alltof mikið af opnum skotum. Kári var alltof oft laus á línunni og við lentum í smá basli með það en það er auðvitað erfitt að eiga bæði við Kára og Rúnar svo í kjölfarið datt markvarslan aðeins niður með vörninni.“ Reynir Þór Stefánsson, sautján ára leikmaður Fram, var algjörlega frábær í kvöld og skoraði ellefu mörk. „Það eru kröfur á honum, við höfum miklar væntingar til hans og hann gerir kröfur á sjálfan sig líka. Hann átti síðasta skotið á móti KA í síðustu umferð og svo kemur hann í dag og algjörlega ,,bossar’’ allan tímann leikinn. Hann er hrikalega flottur og ég er mjög ánægður með hann. Hann þurfti náttúrulega að leysa af, við erum án leikmanna en flott hjá honum að stíga upp. Margir hefðu farið í kuðung í koddann og verið í basli en hann sýndi úr hverju hann er gerður og mætti sterkur hérna til leiks í dag.“ Luka Vukicevic, leikmaður Fram átti stórbrotin fyrri hálfleik en lítið sást til hans í þeim síðari. „Hann spilaði fyrstu tíu mínúturnar og við þurftum bara aðeins að hvíla hann. Við vorum að reyna rótera liðinu til að hafa ferska fætur síðustu mínúturnar. Hann var aðeins farinn að detta niður, leit út fyrir að vera orkulaus og það fer mikil orka að spila á móti Eyja mönnum. Við vorum fáliðaðir og vorum að reyna dreifa álaginu yfir allan hópinn.“
Olís-deild karla Fram ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 29-30 | Eyjamenn sterkari á lokasprettinum Eftir þrjú töp í seinustu fjórum leikjum vann ÍBV mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-30. Þetta var annað tap Framara á heimavelli í röð, en áður var liðið taplaust í Úlfarsárdalnum. 24. nóvember 2022 19:32 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV 29-30 | Eyjamenn sterkari á lokasprettinum Eftir þrjú töp í seinustu fjórum leikjum vann ÍBV mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-30. Þetta var annað tap Framara á heimavelli í röð, en áður var liðið taplaust í Úlfarsárdalnum. 24. nóvember 2022 19:32