Hoppar yfir Bestu deildina og út í atvinnumennsku eins og Eyjólfur Sverris Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2022 13:02 Kjartan Kári Halldórsson var markakóngur Lengjudeildarinnar í sumar. FK Haugesund Gróttumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson tekur nú risastökk á sínum ferli með því að gerast atvinnumaður hjá norska félaginu Haugesund. Kjartan Kári hefur spilað undanfarin tvö tímabil með Gróttu í Lengjudeildinni og er einn af fáum leikmönnum sem hefur hoppað yfir efstu deild á Íslandi á leið sinni út í atvinnumennsku. Kjartan Kári æfði hjá Haugesund í október og fékk fjögurra ára samning í framhaldinu. View this post on Instagram A post shared by Grótta knattspyrna (@grottaknattspyrna) Hinn nítján ára gamli Kjartan Kári var markahæsti leikmaður Lenjudeildarinnar í sumar með 17 mörk í 19 leikjum en árið á undan skoraði hann 8 mörk í 19 leikjum í b-deildinni. Kjartan Kári spilaði sex leiki í efstu deild sumarið 2020 en skoraði ekki. Hann hefur gert 25 mörk í B-deildinni undanfarin tvö sumur. Besta dæmið um leikmann sem tók svona risastökk úr b-deildinni og í atvinnumennsku er líka Eyjólfur Sverrisson. Eyjólfur náði aldrei að spila í efstu deild á Íslandi, hvorki áður en hann fór né í lok ferils síns. Eyjólfur lék með Tindastól í b-deildinni sumarið 1989 og var markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk í 18 leikjum. Hann var þarna 21 árs gamall. Hann skoraði líka fernu í 4-0 sigri 21 árs landsliðsins í byrjun september sem vakti enn meiri athygli á honum. Frétt um fyrsta mark Eyjólfs Sverrissonar fyrir Stuttgart.Timarit.is/Morgunblaðið Svo fór að hann tók stökkið frá Tindastól og yfir í þýska liðið VfB Stuttgart. Hann var þarna framherji en átti síðan eftir að færa sig aftar á völlinn. Eyjólfur skoraði eitt mark í þremur leikjum á 1989-90 tímabilinu og gerði alls 23 mörk í 121 deildarleik með þýska félaginu. Eyjólfur spilaði síðan í Tyrklandi í eitt tímabil áður en hann kláraði feril sinn með því að spila í átta tímabil með Hertha BSC Berlin. Alls spilaði Eyjólfur 339 deildarleiki sem atvinnumaður í efstu deild. Eyjólfur kom til Stuttgart eftir áramótin 1990 og vann sig inn í aðalliðið áður en tímabilinu lauk. Eyjólfur skoraði fyrsta markið sitt eftir að hafa komið inn á sem varamaður í sínum öðrum leik en markið gerði hann í 4-0 sigri á Nuremberg 1. maí 1990. Eyjólfur skoraði markið með skalla eftir hornspyrnu frá Ásgeiri Sigurvinssyni. Hann átti einnig þátt í öðru marki sem var skorað eftir frákast af skoti hans. Norski boltinn Grótta Besta deild karla Mest lesið Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Sport Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Fótbolti Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Körfubolti Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Körfubolti Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Fótbolti Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Enski boltinn Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick Sport Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Tvær þrennur í níu marka stórsigri Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Sjá meira
Kjartan Kári hefur spilað undanfarin tvö tímabil með Gróttu í Lengjudeildinni og er einn af fáum leikmönnum sem hefur hoppað yfir efstu deild á Íslandi á leið sinni út í atvinnumennsku. Kjartan Kári æfði hjá Haugesund í október og fékk fjögurra ára samning í framhaldinu. View this post on Instagram A post shared by Grótta knattspyrna (@grottaknattspyrna) Hinn nítján ára gamli Kjartan Kári var markahæsti leikmaður Lenjudeildarinnar í sumar með 17 mörk í 19 leikjum en árið á undan skoraði hann 8 mörk í 19 leikjum í b-deildinni. Kjartan Kári spilaði sex leiki í efstu deild sumarið 2020 en skoraði ekki. Hann hefur gert 25 mörk í B-deildinni undanfarin tvö sumur. Besta dæmið um leikmann sem tók svona risastökk úr b-deildinni og í atvinnumennsku er líka Eyjólfur Sverrisson. Eyjólfur náði aldrei að spila í efstu deild á Íslandi, hvorki áður en hann fór né í lok ferils síns. Eyjólfur lék með Tindastól í b-deildinni sumarið 1989 og var markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk í 18 leikjum. Hann var þarna 21 árs gamall. Hann skoraði líka fernu í 4-0 sigri 21 árs landsliðsins í byrjun september sem vakti enn meiri athygli á honum. Frétt um fyrsta mark Eyjólfs Sverrissonar fyrir Stuttgart.Timarit.is/Morgunblaðið Svo fór að hann tók stökkið frá Tindastól og yfir í þýska liðið VfB Stuttgart. Hann var þarna framherji en átti síðan eftir að færa sig aftar á völlinn. Eyjólfur skoraði eitt mark í þremur leikjum á 1989-90 tímabilinu og gerði alls 23 mörk í 121 deildarleik með þýska félaginu. Eyjólfur spilaði síðan í Tyrklandi í eitt tímabil áður en hann kláraði feril sinn með því að spila í átta tímabil með Hertha BSC Berlin. Alls spilaði Eyjólfur 339 deildarleiki sem atvinnumaður í efstu deild. Eyjólfur kom til Stuttgart eftir áramótin 1990 og vann sig inn í aðalliðið áður en tímabilinu lauk. Eyjólfur skoraði fyrsta markið sitt eftir að hafa komið inn á sem varamaður í sínum öðrum leik en markið gerði hann í 4-0 sigri á Nuremberg 1. maí 1990. Eyjólfur skoraði markið með skalla eftir hornspyrnu frá Ásgeiri Sigurvinssyni. Hann átti einnig þátt í öðru marki sem var skorað eftir frákast af skoti hans.
Norski boltinn Grótta Besta deild karla Mest lesið Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Sport Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Fótbolti Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Körfubolti Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Körfubolti Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Fótbolti Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Enski boltinn Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick Sport Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Tvær þrennur í níu marka stórsigri Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Sjá meira