Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Selfoss 18-20 | Selfoss sótti tvö stig á Nesið Hjörvar Ólafsson skrifar 27. nóvember 2022 19:45 Vilius Rasimas var ölfugur í mark Selfoss í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Selfoss sigraði Gróttu 18-20 í miklum baráttuleik í 11. umferð Olísdeildar karla í handbolta í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Það mætti segja að leikurinn hafi verið af gamla skólanum. Lítið var skorað og mikil barátta á milli liðanna einkennski leikinna. Til marks um það var staðan aðeins 7-7 í hálfleik. Selfoss náði svo undirtökunum í upphafi síðari hálfleiks og komst mest fjórum mörkum yfir þegar um það bil tíu mínútur voru eftir af leiknum. Það reyndist gestunum þó erfitt að hrista Gróttu alveg af sér og Gróttumenn héngu vel í þeim. Selfoss voru þó sterkari á lokamínútum leiksins og sigldu að lokum tveggja marka sigri í höfn. Markahæstur í liði Selfossar var Einar Sverrisson sem skoraði sex mörk í þessum leik. Þar á eftir voru þeir Karolis Stropus og Sigurður Snær Sigurjónsson með fjögur mörk hvor. Hjá Gróttu var Birgir Steinn Jónsson atkvæðamestur með fjögur mörk. Markverðir liðinna, þeir Vilius Rasimas hjá Selfoss og Einar Baldvin Baldvinsson hjá Gróttu, áttu sviðsljósið í kvöld. Báðir vörðu þeir vel allan leikinn og voru bestu menn sinna liða. Vilius Rasimas tók 12 bolta í kvöld, oft á mikilvægum stundum og var með 44% vörslu. Einar Baldvin átti stórgóðan leik með 16 bolta varða og 46% vörslu. Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu.Vísir/Diego Róbert: Spóluðum aftur um tvo áratugi í sóknarleiknum „Það gefur augaleið að það var sóknarleikurinn sem varð okkur af falli í þessum leik. Það vantaði ekkert upp á viljann og karakterinn en sóknarleikurinn sem hefur verið fínn hingað til var afar slakur að þessu sinni," sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu að leik loknum. „Við spóluðum aftur um svona 20 ár þegar kemur að sóknarleiknum. Þetta var mjög hægt og stirt allt saman. Undir lokin náðum við að minnka í eitt mark og hefðum getað stolið stigi en það tókst ekki," sagði Róbert enn fremur. „Vissulega var planið að byggja á góðum sigri gegn Haukum í síðustu umferð deildarinnar en þessi frammistaða var eitt skref til baka hjá okkur. Það er hins vegar bara áfram gakk og nú förum við í þá vinnu að laga það sem miður fór í sóknarleiknum í komandi æfingaviku," sagði hann um framhaldið. Þórir: Einblíndum á að þétta varnarleikinn „Það er rosalega ljúft að finna sigurtilfinninguna aftur eftir brösugt gengi í síðustu leikjum. Við höfum einbeitt okkar að því að reyna að þétta varnarleikinn síðustu vikurnar og það var því ánægjulegt að sjá okkur ná upp svona öflugri vörn í kvöld," sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss. „Þetta var ekki áferðafallegasti handboltaleikur sem ég hef séð en mér er í raun slétt sama um það þar sem stigin skiluðu sér í hús. Í kvöld dugðu 20 mörk til sigurs vegna þess hversju varnarleikurinn var sterkur," sagði Selfyssingurinn að auki. „Við náðum að dreifa álaginu vel í þessum leik og fengum orku frá leikmönnum á borð við Einar Sverrisson þegar líða tók á leikinn. Við ákváðum að hvíla hann í upphafi leiks til að hafa hann ferskan á ögustundu og það gekk vel upp," sagði Þórir. Selfoss hefur 11 stig í sjöunda sæti eftir þennan sigur en Grótta og KA eru þar fyrir neðan með átta stig hvort lið. Haukar eru svo í 10. sæti með sjö stig. Haukar mæta ÍR annað kvöld og geta mjakað sér upp töfuna með sigri þar. Þórir Ólafsson var ánægður með varnarleikinn hjá sínum mönnum. Vísir/Bára Dröfn Af hverju vann Selfoss? Selfyssingar voru einfaldlega grimmari á lokamínútunum í kvöld. Eftir slaka byrjun sóknarlega þar sem þeir náðu einungis einum bolta í netið á fyrstu 10. mínútunum náðu þeir að saxa á forskot Gróttumanna og leikurinn jafn í hálfleik. Selfyssingar náðu svo forskoti í síðari hálfleiknum og gáfu það forskot aldrei frá sér. Hverjir sköruðu fram úr? Þetta var leikur markvarðanna. Hjá Selfoss var besti maður liðsins markvörðurinn Vilius Rasimas sem stóð vaktina frábærlega í markinu. Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu átti einnig frábæran leik en dugði það þó ekki í kvöld til að ná sigri. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á sitt besta í kvöld. Þó markverðirnir hafi átt góðan leik mátti var það klaufalegur sóknarleikur og margir tapaðir boltar sem voru rótin að því að lítið var skorað. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá hjá Gróttumönnum er að heimsækja Akureyri eftir slétta viku og spila þar við KA. Selfyssingar fá hins vegar FH-inga í heimsókn til sín mánudaginn 5. desember. Olís-deild karla Grótta UMF Selfoss Handbolti
Selfoss sigraði Gróttu 18-20 í miklum baráttuleik í 11. umferð Olísdeildar karla í handbolta í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Það mætti segja að leikurinn hafi verið af gamla skólanum. Lítið var skorað og mikil barátta á milli liðanna einkennski leikinna. Til marks um það var staðan aðeins 7-7 í hálfleik. Selfoss náði svo undirtökunum í upphafi síðari hálfleiks og komst mest fjórum mörkum yfir þegar um það bil tíu mínútur voru eftir af leiknum. Það reyndist gestunum þó erfitt að hrista Gróttu alveg af sér og Gróttumenn héngu vel í þeim. Selfoss voru þó sterkari á lokamínútum leiksins og sigldu að lokum tveggja marka sigri í höfn. Markahæstur í liði Selfossar var Einar Sverrisson sem skoraði sex mörk í þessum leik. Þar á eftir voru þeir Karolis Stropus og Sigurður Snær Sigurjónsson með fjögur mörk hvor. Hjá Gróttu var Birgir Steinn Jónsson atkvæðamestur með fjögur mörk. Markverðir liðinna, þeir Vilius Rasimas hjá Selfoss og Einar Baldvin Baldvinsson hjá Gróttu, áttu sviðsljósið í kvöld. Báðir vörðu þeir vel allan leikinn og voru bestu menn sinna liða. Vilius Rasimas tók 12 bolta í kvöld, oft á mikilvægum stundum og var með 44% vörslu. Einar Baldvin átti stórgóðan leik með 16 bolta varða og 46% vörslu. Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu.Vísir/Diego Róbert: Spóluðum aftur um tvo áratugi í sóknarleiknum „Það gefur augaleið að það var sóknarleikurinn sem varð okkur af falli í þessum leik. Það vantaði ekkert upp á viljann og karakterinn en sóknarleikurinn sem hefur verið fínn hingað til var afar slakur að þessu sinni," sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu að leik loknum. „Við spóluðum aftur um svona 20 ár þegar kemur að sóknarleiknum. Þetta var mjög hægt og stirt allt saman. Undir lokin náðum við að minnka í eitt mark og hefðum getað stolið stigi en það tókst ekki," sagði Róbert enn fremur. „Vissulega var planið að byggja á góðum sigri gegn Haukum í síðustu umferð deildarinnar en þessi frammistaða var eitt skref til baka hjá okkur. Það er hins vegar bara áfram gakk og nú förum við í þá vinnu að laga það sem miður fór í sóknarleiknum í komandi æfingaviku," sagði hann um framhaldið. Þórir: Einblíndum á að þétta varnarleikinn „Það er rosalega ljúft að finna sigurtilfinninguna aftur eftir brösugt gengi í síðustu leikjum. Við höfum einbeitt okkar að því að reyna að þétta varnarleikinn síðustu vikurnar og það var því ánægjulegt að sjá okkur ná upp svona öflugri vörn í kvöld," sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss. „Þetta var ekki áferðafallegasti handboltaleikur sem ég hef séð en mér er í raun slétt sama um það þar sem stigin skiluðu sér í hús. Í kvöld dugðu 20 mörk til sigurs vegna þess hversju varnarleikurinn var sterkur," sagði Selfyssingurinn að auki. „Við náðum að dreifa álaginu vel í þessum leik og fengum orku frá leikmönnum á borð við Einar Sverrisson þegar líða tók á leikinn. Við ákváðum að hvíla hann í upphafi leiks til að hafa hann ferskan á ögustundu og það gekk vel upp," sagði Þórir. Selfoss hefur 11 stig í sjöunda sæti eftir þennan sigur en Grótta og KA eru þar fyrir neðan með átta stig hvort lið. Haukar eru svo í 10. sæti með sjö stig. Haukar mæta ÍR annað kvöld og geta mjakað sér upp töfuna með sigri þar. Þórir Ólafsson var ánægður með varnarleikinn hjá sínum mönnum. Vísir/Bára Dröfn Af hverju vann Selfoss? Selfyssingar voru einfaldlega grimmari á lokamínútunum í kvöld. Eftir slaka byrjun sóknarlega þar sem þeir náðu einungis einum bolta í netið á fyrstu 10. mínútunum náðu þeir að saxa á forskot Gróttumanna og leikurinn jafn í hálfleik. Selfyssingar náðu svo forskoti í síðari hálfleiknum og gáfu það forskot aldrei frá sér. Hverjir sköruðu fram úr? Þetta var leikur markvarðanna. Hjá Selfoss var besti maður liðsins markvörðurinn Vilius Rasimas sem stóð vaktina frábærlega í markinu. Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu átti einnig frábæran leik en dugði það þó ekki í kvöld til að ná sigri. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á sitt besta í kvöld. Þó markverðirnir hafi átt góðan leik mátti var það klaufalegur sóknarleikur og margir tapaðir boltar sem voru rótin að því að lítið var skorað. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá hjá Gróttumönnum er að heimsækja Akureyri eftir slétta viku og spila þar við KA. Selfyssingar fá hins vegar FH-inga í heimsókn til sín mánudaginn 5. desember.