Tæma hillur verslana af ótta við sóttvarnaraðgerðir Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2022 12:01 Frá Peking, þar sem íbúar eru sagðir vera að sanka að sér nauðsynjum af ótta við væntanlegar sóttvarnaraðgerðir. AP/Ng Han Guan Yfirvöld í Kína tilkynntu í morgun að 35.183 hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Það var þriðji dagurinn í röð þar sem metfjöldi greindist smitaður. Íbúar í Peking eru sagðir sanka að sér nauðsynjum af ótta við sóttvarnaraðgerðir. Kommúnistaflokkur Kína hefur ávalt gripið til harðra aðgerða þegar smit greinast í Kína en nú greinist fólk smitað í flestum héruðum landsins. Í borginni Chongquing hefur smituðum fjölgað um tuttugu prósent milli daga, samkvæmt frétt Reuters. Í Xinjiang-héraði, í vesturhluta Kína, hafa íbúar verið einangraðir á heimilum sínum í rúma þrjá mánuði vegna sóttvarnaraðgerða. Tíu létu lífið þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í borginni Urumqi í Xinjiang en íbúar þar hafa kennt sóttvarnaraðgerðum um það hve langan tíma það tók að bregðast við eldinum. Wall Street Journal vísar í umræðu á samfélagsmiðlum í Kína og myndbönd af áhöfnum slökkviliðsbíla bíða eftir því að vegatálæmar vegna Covid væri fjarlægðir. Embættismenn segja hins vegar að mikill fjöldi bíla sem hafi verið lagt við fjölbýlishúsið hafi komið niður á slökkvistarfinu. Íbúar segja að fjöldi rafmagnsbíla sem ekki hafi verið hægt að hlaða vegna áðurnefndra sóttvarnaraðgerða hafi verið fyrir slökkviliðsbílunum. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna einnig að til mótmæla hefur komið í Xinjiang en þessi myndbönd eru iðulega fljótt fjarlægð af netinu í Kína. Nokkur af þessum myndböndum má sjá í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt CNN. Harðar aðgerðir venjan Sérfræðingur sem ræddi við WSJ segir að sóttvarnaraðgerðir fari að mestu eftir því hvað embættismönnum í hverju héraði fyrir sig þyki best að gera. Þeir séu þó líklegri en ekki til að grípa til hörðust aðgerða sem mögulegt er, því þannig hafi orðræðan á efstu stigum Kommúnistaflokksins verið síðustu tvö ár. Hann segir að erfitt verði fyrir embættismenn að halda aftur af sér þar sem þeir hafi verið skammaðir þegar of margir greinast smitaðir. Ráðamenn í Kína hafa ítrekað lýst því yfir á undanförnum dögum að nauðsynlegt sé að framfylgja áfram stefnu stjórnvalda sem kallast „Núll-Covid“. Sú stefna felur í sér umfangsmiklar skimanir og einangrun fyrir alla sem grunaðir eru um að hafa verið nærri smituðum einstaklingum. Þessi stefna hefur víða leitt til umfangsmikilla og langvarandi lokana í Kína. Þetta hefur leitt til þess að tiltölulega fáir hafa í raun smitast af Covid og því eru fáir með mótefni við veirunni, þar sem bólusetning er sömuleiðis sögð hafa gengið hægt hjá eldri borgurum landsins. AP fréttaveitan sagði frá því í gær að íbúar í Peking, höfuðborg Kína, væru byrjaðir að sanka að sér matvælum og öðrum nauðsynjum. Það hafi leitt til þess að hillur hafi verið tómar í mörgum verslunum. Þetta er eftir að yfirvöld í borginni lýstu því yfir að verið væri að reisa nýjar sóttvarnarstöðvar og koma upp tímabundnu sjúkrahúsi vegna Covid. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Kommúnistaflokkur Kína hefur ávalt gripið til harðra aðgerða þegar smit greinast í Kína en nú greinist fólk smitað í flestum héruðum landsins. Í borginni Chongquing hefur smituðum fjölgað um tuttugu prósent milli daga, samkvæmt frétt Reuters. Í Xinjiang-héraði, í vesturhluta Kína, hafa íbúar verið einangraðir á heimilum sínum í rúma þrjá mánuði vegna sóttvarnaraðgerða. Tíu létu lífið þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi í borginni Urumqi í Xinjiang en íbúar þar hafa kennt sóttvarnaraðgerðum um það hve langan tíma það tók að bregðast við eldinum. Wall Street Journal vísar í umræðu á samfélagsmiðlum í Kína og myndbönd af áhöfnum slökkviliðsbíla bíða eftir því að vegatálæmar vegna Covid væri fjarlægðir. Embættismenn segja hins vegar að mikill fjöldi bíla sem hafi verið lagt við fjölbýlishúsið hafi komið niður á slökkvistarfinu. Íbúar segja að fjöldi rafmagnsbíla sem ekki hafi verið hægt að hlaða vegna áðurnefndra sóttvarnaraðgerða hafi verið fyrir slökkviliðsbílunum. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna einnig að til mótmæla hefur komið í Xinjiang en þessi myndbönd eru iðulega fljótt fjarlægð af netinu í Kína. Nokkur af þessum myndböndum má sjá í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt CNN. Harðar aðgerðir venjan Sérfræðingur sem ræddi við WSJ segir að sóttvarnaraðgerðir fari að mestu eftir því hvað embættismönnum í hverju héraði fyrir sig þyki best að gera. Þeir séu þó líklegri en ekki til að grípa til hörðust aðgerða sem mögulegt er, því þannig hafi orðræðan á efstu stigum Kommúnistaflokksins verið síðustu tvö ár. Hann segir að erfitt verði fyrir embættismenn að halda aftur af sér þar sem þeir hafi verið skammaðir þegar of margir greinast smitaðir. Ráðamenn í Kína hafa ítrekað lýst því yfir á undanförnum dögum að nauðsynlegt sé að framfylgja áfram stefnu stjórnvalda sem kallast „Núll-Covid“. Sú stefna felur í sér umfangsmiklar skimanir og einangrun fyrir alla sem grunaðir eru um að hafa verið nærri smituðum einstaklingum. Þessi stefna hefur víða leitt til umfangsmikilla og langvarandi lokana í Kína. Þetta hefur leitt til þess að tiltölulega fáir hafa í raun smitast af Covid og því eru fáir með mótefni við veirunni, þar sem bólusetning er sömuleiðis sögð hafa gengið hægt hjá eldri borgurum landsins. AP fréttaveitan sagði frá því í gær að íbúar í Peking, höfuðborg Kína, væru byrjaðir að sanka að sér matvælum og öðrum nauðsynjum. Það hafi leitt til þess að hillur hafi verið tómar í mörgum verslunum. Þetta er eftir að yfirvöld í borginni lýstu því yfir að verið væri að reisa nýjar sóttvarnarstöðvar og koma upp tímabundnu sjúkrahúsi vegna Covid.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“