Fjölmenningarhátíð á Hvolsvelli í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. nóvember 2022 12:21 Hátíðin fer fram í Hvolnum á Hvolsvelli í dag frá klukkan 14:00 til 16:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til á Hvolsvelli í dag því þar verður haldin fjölmenningarhátíð í félagsheimilinu Hvolnum þar sem íbúar frá Póllandi, Búlgaríu og Portúgal kynna menningu sína fyrir öðrum íbúum í gegnum söng, dans og matarsmakk . Einnig munu íslensk ungmenni kynna sína menningu, siði og hefðir fyrir gestum og bjóða upp á hangikjöt og lifrarpylsu. Í Rangárþingi eystra býr hópur fólks af erlendum uppruna frá ýmsum löndum. Af þeirri ástæðu var ákveðið að efna til fjölmenningarhátíðar í dag frá tvö til fjögur í Hvolnum. Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins er eina af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Þetta er hátíð, sem að spratt upp af grasrótinni hérna því við erum svo vel í sveit sett að það búa heilmörg þjóðbrot, eða fólk af erlendu bergi brotnu og það var fólk hérna frá Póllandi, Búlgaríu og Portúgal, sem tók sig saman og vildi endilega fá að kynna sína menningu fyrir íslenskum íbúum, sem og öðrum íbúum og á móti ætla íslenska ungmenni að kynna okkar íslenska hefðir fyrir erlenda fólkinu okkar,” segir Árný Lára. Þetta hljómar mjög spennandi og skemmtilegt hjá ykkur eða hvað? „Já, þetta verður alveg frábært. Það verða bæði söngatriði, smá ávörp og svo að sjálfsögðu verður hægt að smakka eitthvað góðgæti og einmitt frá okkur hérna, SS ætlar að gefa hangikjöt og lifrapylsu og eitthvað ægilega þjóðlegt. Svo ætla náttúrulega fólkið, sem er að halda þetta frá þessum löndum eitthvað ægilega gott góðmeti frá sér, þannig að ég hlakka mikið til að mæta.” Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á hátíðinni.Aðsend Árný Lára segist ekki vera alveg viss hvað mörg þjóðerni búi í Rangárþingi eystra en að þau séu mjög mörg. „Ég á son hér í öðrum bekk og þar eru 19 krakkar og þar eru 7 þjóðerni. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvað það er mikil fjölmenning hérna hjá okkur.” Árný Lára segir alla velkomna í Hvolinn í dag frá tvö til fjögur. „Og bara allir að mætta, það er ekki langt til okkar frá Reykjavík til dæmis.” Rangárþing eystra Menning Innflytjendamál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Í Rangárþingi eystra býr hópur fólks af erlendum uppruna frá ýmsum löndum. Af þeirri ástæðu var ákveðið að efna til fjölmenningarhátíðar í dag frá tvö til fjögur í Hvolnum. Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins er eina af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Þetta er hátíð, sem að spratt upp af grasrótinni hérna því við erum svo vel í sveit sett að það búa heilmörg þjóðbrot, eða fólk af erlendu bergi brotnu og það var fólk hérna frá Póllandi, Búlgaríu og Portúgal, sem tók sig saman og vildi endilega fá að kynna sína menningu fyrir íslenskum íbúum, sem og öðrum íbúum og á móti ætla íslenska ungmenni að kynna okkar íslenska hefðir fyrir erlenda fólkinu okkar,” segir Árný Lára. Þetta hljómar mjög spennandi og skemmtilegt hjá ykkur eða hvað? „Já, þetta verður alveg frábært. Það verða bæði söngatriði, smá ávörp og svo að sjálfsögðu verður hægt að smakka eitthvað góðgæti og einmitt frá okkur hérna, SS ætlar að gefa hangikjöt og lifrapylsu og eitthvað ægilega þjóðlegt. Svo ætla náttúrulega fólkið, sem er að halda þetta frá þessum löndum eitthvað ægilega gott góðmeti frá sér, þannig að ég hlakka mikið til að mæta.” Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á hátíðinni.Aðsend Árný Lára segist ekki vera alveg viss hvað mörg þjóðerni búi í Rangárþingi eystra en að þau séu mjög mörg. „Ég á son hér í öðrum bekk og þar eru 19 krakkar og þar eru 7 þjóðerni. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvað það er mikil fjölmenning hérna hjá okkur.” Árný Lára segir alla velkomna í Hvolinn í dag frá tvö til fjögur. „Og bara allir að mætta, það er ekki langt til okkar frá Reykjavík til dæmis.”
Rangárþing eystra Menning Innflytjendamál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira