Judith A. Moose, útgefandi hennar, greinir frá andlátinu á Twitter. Hún segir Cara hafa látist á heimili hennar og að dánarorsök liggi ekki fyrir að svo stöddu.
„Hún var einstaklega hæfileikarík manneskja hverrar arfleifð mun lifa um ókomna tíð í gegnum tónlist hennar og kvikmyndir,“ segir hún.
This is the absolute worst part of being a publicist. I can't believe I've had to write this, let alone release the news. Please share your thoughts and memories of Irene. I'll be reading each and every one of them and know she'll be smiling from Heaven. She adored her fans. - JM pic.twitter.com/TsC5BwZ3fh
— Irene Cara (@Irene_Cara) November 26, 2022
Cara skaust upp á stjörnuhimininn árið 1980 þegar hún lék Coco Hernandez í söngleikjamyndinni Fame. Þar söng hún titillag myndarinnar, sem er fyrir löngu síðan orðið goðsagnakennt. Fyrir frammistöðu sína hlaut hún tvenn Grammy-verðlaun.
Þá hlaut hún Óskarsverðlaun árið 1983 fyrir besta frumsamda lagið, What A Feeling úr kvikmyndinni Flashdance. Hún hlaut einnig Grammy-verðlaun fyrir flutning sinn á laginu.