„Hún er að breytast í stórkostlegan leikmann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. nóvember 2022 18:41 Eyþór Lárusson, þjálfari Selfyssinga. Hulda Margrét Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, var gríðarlega ánægður og stoltur af sínu liði eftir sigur gegn HK í fallbaráttuslag í Olís-deild kvenna í dag. „Ég er gríðarlega ánægður og fáránlega stoltur af liðinu; hvernig við slitum þær frá okkur og stigum upp í seinni hálfleik. Ég gæti ekki verið mikið ánægðari.“ Það munaði bara einu marki í hálfleik en Selfyssingar sigldu fram úr í seinni hálfleiknum. Þær unnu að lokum sex marka sigur, 32-26. „Við ætluðum að gera áfram það sama. Sóknarleikurinn var frábær allan leikinn, frábærlega uppsettur hjá Ásdísi.“ „Þetta snerist um að stoppa í götin varnarlega og mér fannst við gera það. Ég ætlaði að fara að breyta úr 6-0 en við stoppuðum hægri fintuna megin á vellinum. Það var að gefa HK mikið í fyrri hálfleik. Við vorum þéttari sem lið varnarlega. Ég er mjög ánægður með það.“ Roberta Stropé, næst markahæsti leikmaður Selfoss á tímabilinu, var fjarri góðu gamni í þessum leik. „Þetta er það sem þjálfarar vilja. Þetta sýnir líka úr hverju við erum gerðar, og að hverju þær eru að verða. Þetta eru ungar stelpur sem ég er með. Við erum ekki með mikla reynslu í þessari deild. Það sýnir þroska í því að stíga svona upp. Við fáum að vita það í morgun að hún spilar ekki. Ég gæti ekki verið stoltari.“ Katla María Magnúsdóttir fór fyrir sínu liði með tólf mörk. Frammistaða upp á tíu hjá henni. „Hún er að breytast í stórkostlegan leikmann. Hún er að taka skref í hverjum leik. Hún var að lúðra svolítið á markið í upphafi móts og kannski að taka fleiri skot en hún þurfti að gera. Í dag skorar hún tólf mörk í 14 skotum og spilar frábærlega varnarlega. Ég er hrikalega ánægður með hana. Miðað við það sem hún leggur á sig og það viðhorf sem hún er með þá er það bara undir henni komið hversu langt hún getur náð.“ „Nú reynir á okkur. Við erum búin að spila tvo góða leiki gegn HK en næsta skref er að mæta í næsta leik og hugsa þetta þannig. Það er markmið vikunnar að mæta vel gíraðar á Hlíðarenda.“ Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss HK Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 32-26 | Öruggur sigur heimakvenna í botnslagnum Selfoss vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti HK í botnslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 32-26, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í neðstu sætum deildarinnar. 26. nóvember 2022 18:35 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður og fáránlega stoltur af liðinu; hvernig við slitum þær frá okkur og stigum upp í seinni hálfleik. Ég gæti ekki verið mikið ánægðari.“ Það munaði bara einu marki í hálfleik en Selfyssingar sigldu fram úr í seinni hálfleiknum. Þær unnu að lokum sex marka sigur, 32-26. „Við ætluðum að gera áfram það sama. Sóknarleikurinn var frábær allan leikinn, frábærlega uppsettur hjá Ásdísi.“ „Þetta snerist um að stoppa í götin varnarlega og mér fannst við gera það. Ég ætlaði að fara að breyta úr 6-0 en við stoppuðum hægri fintuna megin á vellinum. Það var að gefa HK mikið í fyrri hálfleik. Við vorum þéttari sem lið varnarlega. Ég er mjög ánægður með það.“ Roberta Stropé, næst markahæsti leikmaður Selfoss á tímabilinu, var fjarri góðu gamni í þessum leik. „Þetta er það sem þjálfarar vilja. Þetta sýnir líka úr hverju við erum gerðar, og að hverju þær eru að verða. Þetta eru ungar stelpur sem ég er með. Við erum ekki með mikla reynslu í þessari deild. Það sýnir þroska í því að stíga svona upp. Við fáum að vita það í morgun að hún spilar ekki. Ég gæti ekki verið stoltari.“ Katla María Magnúsdóttir fór fyrir sínu liði með tólf mörk. Frammistaða upp á tíu hjá henni. „Hún er að breytast í stórkostlegan leikmann. Hún er að taka skref í hverjum leik. Hún var að lúðra svolítið á markið í upphafi móts og kannski að taka fleiri skot en hún þurfti að gera. Í dag skorar hún tólf mörk í 14 skotum og spilar frábærlega varnarlega. Ég er hrikalega ánægður með hana. Miðað við það sem hún leggur á sig og það viðhorf sem hún er með þá er það bara undir henni komið hversu langt hún getur náð.“ „Nú reynir á okkur. Við erum búin að spila tvo góða leiki gegn HK en næsta skref er að mæta í næsta leik og hugsa þetta þannig. Það er markmið vikunnar að mæta vel gíraðar á Hlíðarenda.“
Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss HK Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 32-26 | Öruggur sigur heimakvenna í botnslagnum Selfoss vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti HK í botnslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 32-26, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í neðstu sætum deildarinnar. 26. nóvember 2022 18:35 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - HK 32-26 | Öruggur sigur heimakvenna í botnslagnum Selfoss vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti HK í botnslag Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 32-26, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í neðstu sætum deildarinnar. 26. nóvember 2022 18:35