Umfangsmikil mótmæli vegna strangra sóttvarnaraðgerða Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2022 08:07 Frá mótmælum í Urumqi, þar sem minnst tíu dóu í eldsvoða á fimmtudaginn. Því hefur verið haldið fram að sóttvarnaraðgerðir hafi komið í veg fyrir að hægt væri að bjarga fólkinu. AP/Chinatopix Umfangsmikil mótmæli áttu sér stað víðsvegar um Kína í gærkvöldi og í nótt vegna strangra sóttvarnaraðgerða í Kína. Meðal annars var mótmælt í Sjanghæ þar sem mótmælendur kölluðu eftir því að Xi Jinping, forseti Kína, stigi til hliðar. Slík mótmæli eru afar sjaldgæf í Kína þar sem fólki getur verið refsað harðlega fyrir þau. Mótmælin virðast að mestu hafa verið bundin við borgir og háskóla í Kína en þau hafa að miklu leyti verið rekin til nýlegs atviks í Xinjiang í Kína, samkvæmt frétt New York Times. Þar sem íbúar hafa sumir hverjir verið í einangrun í rúmlega hundrað daga. Minnst tíu manns dóu í borginni Urumqi á fimmtudagskvöld þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi. Kínverjar halda því fram að sóttvarnaraðgerðir hafi komið í veg fyrir að fólkið hafi komist út úr fjölbýlishúsinu. Sjá einnig: Tæma hillur verslana af ótta við sóttvarnaraðgerðir Ráðamenn í Kína hafa ítrekað lýst því yfir á undanförnum dögum að nauðsynlegt sé að framfylgja áfram stefnu stjórnvalda sem kallast „Núll-Covid“. Sú stefna felur í sér umfangsmiklar skimanir og einangrun fyrir alla sem grunaðir eru um að hafa verið nærri smituðum einstaklingum. Þessi stefna hefur víða leitt til umfangsmikilla og langvarandi lokana í Kína. Sjá einnig: Xi Jinping með nær einræðisvald eftir nýjustu hrókeringar Í grein NYT segir að mótmælin gætu mögulega gert yfirvöldum erfiðara að halda þessar stefnu til streitu. Skjáskot úr myndbandi af mótmælunum í Sjanghæ. Vitni segja lögregluþjóna hafa barið mótmælendur og beitt þá táragasi.AP Öllu myndefni af mótmælunum er eytt á netinu í Kína þar sem Kommúnistaflokkurinn fer með öll völd. Hér að neðan má sjá myndband frá mótmælunum í Sjanghæ. South China Morning Post segir lögreglu hafa notað piparúða til að stöðva mótmælin. "Down with the party! Down with Xi Jinping! Free Xinjiang!" shout protesters in Shanghai. pic.twitter.com/riOCFQzoCp— inteldoge@masto.ai (@IntelDoge) November 26, 2022 Fréttakona NPR í Kína segir að ný mótmæli hafi myndast í Sjanghæ þar sem fólk hafi komið saman og kallað eftir því að mótmælendum sem voru handteknir í nótt verði sleppt úr haldi. Seemingly spontaneous protest converging again at Urumqi Road in Shanghai, despite heavy police presence. People are shouting let them go ! Apparently in reference to those arrested at previous protests. pic.twitter.com/JjOvtcqFnr— Emily Feng (@EmilyZFeng) November 27, 2022 Fréttakona BBC segir einnig mótmælt í Peking, höfuðborg Kína. Just come in. As a relay, at this moment hundreds of students are gathering on the campus of Tsinghua University (one of the tops in China) chanting freedom of expression democracy rule of law , after dozens of such gatherings seen on campuses nationwide over past two days. pic.twitter.com/LUa4KPyqJh— Vivian Wu (@vivianwubeijing) November 27, 2022 Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Slík mótmæli eru afar sjaldgæf í Kína þar sem fólki getur verið refsað harðlega fyrir þau. Mótmælin virðast að mestu hafa verið bundin við borgir og háskóla í Kína en þau hafa að miklu leyti verið rekin til nýlegs atviks í Xinjiang í Kína, samkvæmt frétt New York Times. Þar sem íbúar hafa sumir hverjir verið í einangrun í rúmlega hundrað daga. Minnst tíu manns dóu í borginni Urumqi á fimmtudagskvöld þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi. Kínverjar halda því fram að sóttvarnaraðgerðir hafi komið í veg fyrir að fólkið hafi komist út úr fjölbýlishúsinu. Sjá einnig: Tæma hillur verslana af ótta við sóttvarnaraðgerðir Ráðamenn í Kína hafa ítrekað lýst því yfir á undanförnum dögum að nauðsynlegt sé að framfylgja áfram stefnu stjórnvalda sem kallast „Núll-Covid“. Sú stefna felur í sér umfangsmiklar skimanir og einangrun fyrir alla sem grunaðir eru um að hafa verið nærri smituðum einstaklingum. Þessi stefna hefur víða leitt til umfangsmikilla og langvarandi lokana í Kína. Sjá einnig: Xi Jinping með nær einræðisvald eftir nýjustu hrókeringar Í grein NYT segir að mótmælin gætu mögulega gert yfirvöldum erfiðara að halda þessar stefnu til streitu. Skjáskot úr myndbandi af mótmælunum í Sjanghæ. Vitni segja lögregluþjóna hafa barið mótmælendur og beitt þá táragasi.AP Öllu myndefni af mótmælunum er eytt á netinu í Kína þar sem Kommúnistaflokkurinn fer með öll völd. Hér að neðan má sjá myndband frá mótmælunum í Sjanghæ. South China Morning Post segir lögreglu hafa notað piparúða til að stöðva mótmælin. "Down with the party! Down with Xi Jinping! Free Xinjiang!" shout protesters in Shanghai. pic.twitter.com/riOCFQzoCp— inteldoge@masto.ai (@IntelDoge) November 26, 2022 Fréttakona NPR í Kína segir að ný mótmæli hafi myndast í Sjanghæ þar sem fólk hafi komið saman og kallað eftir því að mótmælendum sem voru handteknir í nótt verði sleppt úr haldi. Seemingly spontaneous protest converging again at Urumqi Road in Shanghai, despite heavy police presence. People are shouting let them go ! Apparently in reference to those arrested at previous protests. pic.twitter.com/JjOvtcqFnr— Emily Feng (@EmilyZFeng) November 27, 2022 Fréttakona BBC segir einnig mótmælt í Peking, höfuðborg Kína. Just come in. As a relay, at this moment hundreds of students are gathering on the campus of Tsinghua University (one of the tops in China) chanting freedom of expression democracy rule of law , after dozens of such gatherings seen on campuses nationwide over past two days. pic.twitter.com/LUa4KPyqJh— Vivian Wu (@vivianwubeijing) November 27, 2022
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira