Fjárlög ekki auðveldað kjaraviðræður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2022 13:28 Kristrún segir ríkisstjórnina ekki hafa skapað gott umhverfi fyrir kjaraviðræður. Vísir Formaður Samfylkingarinnar segir ummæli seðlabankastjóra og annarra valdamanna um stöðu almennings í landinu hafa farið illa í fólk, enda erfiðir tímar hjá mörgum Íslendingum. Rikisstjórnin hafi ekki auðveldað umhverfið fyrir kjaraviðræður. Seðlabankinn hækkaði í liðinni viku stýrivexti úr 5,75 prósentum upp í sex prósent. Hækkunin fór illa í forystufólk verkalýðshreyfinganna og VR sleit í kjölfarið kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þá hefur umræða um neyslugleði Íslendinga á fundi Peningastefnundnefndar verið harðlega gagnrýnd, til dæmis ummæli seðlabankastjóra ð tíðar myndir Íslendinga á tenerife í haust væri merki um kröftuga einkaneyslu. „Óháð ákvörðuninni per se þá held ég að skipti máli að fólk sem er í svona stöðu eins og seðlabankastjóri átti sig á viðkvæmni stöðunnar sem uppi er. Þetta eru erfiðir tímar fyrir mjög marga á Íslandi og ég held að sá boðskapur sem var sendur út af sumum af þessum vaxtaákvarðanafundur um að fólk væri bara að hafa gott og gaman og væri á Tene, væru ekki til þess fallinn að auka stemninguna í samfélaginu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ónærgætin ummæli á fundum Peningastefnunefndar hafi frekar farið fyrir brjóstið á fólki en vaxahækkunin sjálf. Ríkisstjórnin beri ábyrgð að einhverju leiti en fjárlög hafi að hennar mati ekki verið hjápleg í kjaraviðræðum. „Þar erum við ekki að sjá neina aðstoð við þessa hópa sem er núna verið að kalla eftir að sé stutt við. Það er verið að ráðast í almennar gjalddskrárhækkanir, það er ekki snert við tekjustofnum þar sem mikið svigrúm er til staðar. Vaxtabætur standa í stað, barnabætur standa í stað. Uppleggið fyrir haustið var ekki gott,“ segir Kristrún. Viðskiptaráðherra segist skilja aðgerðir Seðlabankans en tekur undir að ákveðin ummæli hafi verið ónærgætin. Rétt sé að vaxtahækkanir komi mest niður á lágtekjuhópum og ungum. Hins vegar sé ekki rétt að ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg. „Bara Covid-aðgerðir eru 480 milljarðar. Ef það er eitthvað sem við berum frekar ábyrgð á er að allir ríkissjóðir heimsins, Kristrún vildi það líka á sínum tíma, fóru í að aðstoða. Núna er það okkar hlutverk að ná verðbólgunni niður, helst hratt og örugglega án þess að skemma of mikið í kring um sig,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. Umræðurnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Kjaramál Seðlabankinn Efnahagsmál Sprengisandur Kjaraviðræður 2022 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði í liðinni viku stýrivexti úr 5,75 prósentum upp í sex prósent. Hækkunin fór illa í forystufólk verkalýðshreyfinganna og VR sleit í kjölfarið kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þá hefur umræða um neyslugleði Íslendinga á fundi Peningastefnundnefndar verið harðlega gagnrýnd, til dæmis ummæli seðlabankastjóra ð tíðar myndir Íslendinga á tenerife í haust væri merki um kröftuga einkaneyslu. „Óháð ákvörðuninni per se þá held ég að skipti máli að fólk sem er í svona stöðu eins og seðlabankastjóri átti sig á viðkvæmni stöðunnar sem uppi er. Þetta eru erfiðir tímar fyrir mjög marga á Íslandi og ég held að sá boðskapur sem var sendur út af sumum af þessum vaxtaákvarðanafundur um að fólk væri bara að hafa gott og gaman og væri á Tene, væru ekki til þess fallinn að auka stemninguna í samfélaginu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ónærgætin ummæli á fundum Peningastefnunefndar hafi frekar farið fyrir brjóstið á fólki en vaxahækkunin sjálf. Ríkisstjórnin beri ábyrgð að einhverju leiti en fjárlög hafi að hennar mati ekki verið hjápleg í kjaraviðræðum. „Þar erum við ekki að sjá neina aðstoð við þessa hópa sem er núna verið að kalla eftir að sé stutt við. Það er verið að ráðast í almennar gjalddskrárhækkanir, það er ekki snert við tekjustofnum þar sem mikið svigrúm er til staðar. Vaxtabætur standa í stað, barnabætur standa í stað. Uppleggið fyrir haustið var ekki gott,“ segir Kristrún. Viðskiptaráðherra segist skilja aðgerðir Seðlabankans en tekur undir að ákveðin ummæli hafi verið ónærgætin. Rétt sé að vaxtahækkanir komi mest niður á lágtekjuhópum og ungum. Hins vegar sé ekki rétt að ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg. „Bara Covid-aðgerðir eru 480 milljarðar. Ef það er eitthvað sem við berum frekar ábyrgð á er að allir ríkissjóðir heimsins, Kristrún vildi það líka á sínum tíma, fóru í að aðstoða. Núna er það okkar hlutverk að ná verðbólgunni niður, helst hratt og örugglega án þess að skemma of mikið í kring um sig,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. Umræðurnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Kjaramál Seðlabankinn Efnahagsmál Sprengisandur Kjaraviðræður 2022 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira