Fjölmenn tekk-sölusíða með óvænt nýtt hlutverk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2022 11:06 Sölusíðan Tekk/teak húsgögn til sölu er komin með nýtt hlutverk. Nokkuð fjölmenn sölusíða á Facebook, sem hingað til hefur gegnt hlutverki sölumarkaðs fyrir tekk-húsgögn á Íslandi, hefur skipt um hlutverk. Síðan er nú, nokkuð óvænt, orðin að sölusíðu fyrir tölvuleikinn Clash of Clans. Rétt rúmlega tíu þúsund meðlimir, sem í gær voru meðlimir „Tekk/teak húsgögn til sölu á Facebook“, eru nú meðlimir í hópnum „Clash Of Clan Buy & Sell“ Eins og fyrra nafn hópsins gefur til kynna snerist sölusíðan um tekk-húsgögn, lítil sem stór. Hópurinn var stofnaður 8. nóvember 2014.Skjáskot Sjá má að breytingin fór í gegn í gærkvöldi. Þá virðist nýr stjórnandi hafa tekið völdin á sölusíðunni og umsvifalaust breytt nafni hennar og tilgangi. Ef marka má Facebook-síðu stjórnandans er viðkomandi búsettur í Bangladess. Sá beið ekki boðanna og byrjaði strax að leggja línuna varðandi nýtt hlutverk sölusíðunnar. „Coc post onlyyyy,“ skrifar viðkomandi, sem þýða mætti sem „Eingöngu Clash of Clans færslur“. Tilkynningin hefur hingað til uppskorið einn reiðan kall í viðbrögð. Hið nýja nafn hópsins.Skjáskot Clash of Clans er tölvuleikur sem hægt er að spila í símum og spjaldtölvum. Tölvuleikurinn er byggður á finnsku hugviti og snýst um að byggja upp ættarveldi og herja á nágranna sína. Ókeypis er að spila leikinn en hægt er að greiða fyrir ýmsar uppfærslur til að hraða þróun ættarveldisins. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef marka má sambærilegar Clash of Clans sölusíður á Facebook ganga aðgangar kaupum og sölum á slíkum síðum. Notendur hinnar íslensku síðu virðast reyndar ekki kippa sér mjög upp við breytinguna. Aðeins einn íslenskur notandi hefur skrifað ummæli eftir að breytingin fór í gegn. Þar vekur hann athygli á því að hér sé eitthvað óeðlilegt í gangi og spyr hvar sé hægt að tilkynna breytinguna. Raunar hefur sölusíðan ekki verið mjög virk að undanförnu þrátt fyrir að í henni séu rúmlega tíu þúsund meðlimir. Þannig leiðir lausleg skoðun í ljós að síðasta auglýsingin þar sem tekk-húsgagn var auglýst til sölu hafi verið sett inn í fyrra. Á árum áður var síðan hins vegar mjög virk og algengt að tugir eða jafn vel hundruð ummæla væru skilin eftir við færslur um tekk-húsgögn. Samfélagsmiðlar Facebook Neytendur Leikjavísir Tengdar fréttir Íranar banna Clash of Clans Segja leikinn ýta undir átök á milli ættbálka og vera hættulegan æsku landsins. 27. desember 2016 23:59 Vinsælustu auglýsingar Youtube Flestar eiga auglýsingarnar það sameiginlegt að vera hugljúfar og hjartnæmar. 10. desember 2015 20:36 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Rétt rúmlega tíu þúsund meðlimir, sem í gær voru meðlimir „Tekk/teak húsgögn til sölu á Facebook“, eru nú meðlimir í hópnum „Clash Of Clan Buy & Sell“ Eins og fyrra nafn hópsins gefur til kynna snerist sölusíðan um tekk-húsgögn, lítil sem stór. Hópurinn var stofnaður 8. nóvember 2014.Skjáskot Sjá má að breytingin fór í gegn í gærkvöldi. Þá virðist nýr stjórnandi hafa tekið völdin á sölusíðunni og umsvifalaust breytt nafni hennar og tilgangi. Ef marka má Facebook-síðu stjórnandans er viðkomandi búsettur í Bangladess. Sá beið ekki boðanna og byrjaði strax að leggja línuna varðandi nýtt hlutverk sölusíðunnar. „Coc post onlyyyy,“ skrifar viðkomandi, sem þýða mætti sem „Eingöngu Clash of Clans færslur“. Tilkynningin hefur hingað til uppskorið einn reiðan kall í viðbrögð. Hið nýja nafn hópsins.Skjáskot Clash of Clans er tölvuleikur sem hægt er að spila í símum og spjaldtölvum. Tölvuleikurinn er byggður á finnsku hugviti og snýst um að byggja upp ættarveldi og herja á nágranna sína. Ókeypis er að spila leikinn en hægt er að greiða fyrir ýmsar uppfærslur til að hraða þróun ættarveldisins. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef marka má sambærilegar Clash of Clans sölusíður á Facebook ganga aðgangar kaupum og sölum á slíkum síðum. Notendur hinnar íslensku síðu virðast reyndar ekki kippa sér mjög upp við breytinguna. Aðeins einn íslenskur notandi hefur skrifað ummæli eftir að breytingin fór í gegn. Þar vekur hann athygli á því að hér sé eitthvað óeðlilegt í gangi og spyr hvar sé hægt að tilkynna breytinguna. Raunar hefur sölusíðan ekki verið mjög virk að undanförnu þrátt fyrir að í henni séu rúmlega tíu þúsund meðlimir. Þannig leiðir lausleg skoðun í ljós að síðasta auglýsingin þar sem tekk-húsgagn var auglýst til sölu hafi verið sett inn í fyrra. Á árum áður var síðan hins vegar mjög virk og algengt að tugir eða jafn vel hundruð ummæla væru skilin eftir við færslur um tekk-húsgögn.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Samfélagsmiðlar Facebook Neytendur Leikjavísir Tengdar fréttir Íranar banna Clash of Clans Segja leikinn ýta undir átök á milli ættbálka og vera hættulegan æsku landsins. 27. desember 2016 23:59 Vinsælustu auglýsingar Youtube Flestar eiga auglýsingarnar það sameiginlegt að vera hugljúfar og hjartnæmar. 10. desember 2015 20:36 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Íranar banna Clash of Clans Segja leikinn ýta undir átök á milli ættbálka og vera hættulegan æsku landsins. 27. desember 2016 23:59
Vinsælustu auglýsingar Youtube Flestar eiga auglýsingarnar það sameiginlegt að vera hugljúfar og hjartnæmar. 10. desember 2015 20:36
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent