Fjölmenn tekk-sölusíða með óvænt nýtt hlutverk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2022 11:06 Sölusíðan Tekk/teak húsgögn til sölu er komin með nýtt hlutverk. Nokkuð fjölmenn sölusíða á Facebook, sem hingað til hefur gegnt hlutverki sölumarkaðs fyrir tekk-húsgögn á Íslandi, hefur skipt um hlutverk. Síðan er nú, nokkuð óvænt, orðin að sölusíðu fyrir tölvuleikinn Clash of Clans. Rétt rúmlega tíu þúsund meðlimir, sem í gær voru meðlimir „Tekk/teak húsgögn til sölu á Facebook“, eru nú meðlimir í hópnum „Clash Of Clan Buy & Sell“ Eins og fyrra nafn hópsins gefur til kynna snerist sölusíðan um tekk-húsgögn, lítil sem stór. Hópurinn var stofnaður 8. nóvember 2014.Skjáskot Sjá má að breytingin fór í gegn í gærkvöldi. Þá virðist nýr stjórnandi hafa tekið völdin á sölusíðunni og umsvifalaust breytt nafni hennar og tilgangi. Ef marka má Facebook-síðu stjórnandans er viðkomandi búsettur í Bangladess. Sá beið ekki boðanna og byrjaði strax að leggja línuna varðandi nýtt hlutverk sölusíðunnar. „Coc post onlyyyy,“ skrifar viðkomandi, sem þýða mætti sem „Eingöngu Clash of Clans færslur“. Tilkynningin hefur hingað til uppskorið einn reiðan kall í viðbrögð. Hið nýja nafn hópsins.Skjáskot Clash of Clans er tölvuleikur sem hægt er að spila í símum og spjaldtölvum. Tölvuleikurinn er byggður á finnsku hugviti og snýst um að byggja upp ættarveldi og herja á nágranna sína. Ókeypis er að spila leikinn en hægt er að greiða fyrir ýmsar uppfærslur til að hraða þróun ættarveldisins. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef marka má sambærilegar Clash of Clans sölusíður á Facebook ganga aðgangar kaupum og sölum á slíkum síðum. Notendur hinnar íslensku síðu virðast reyndar ekki kippa sér mjög upp við breytinguna. Aðeins einn íslenskur notandi hefur skrifað ummæli eftir að breytingin fór í gegn. Þar vekur hann athygli á því að hér sé eitthvað óeðlilegt í gangi og spyr hvar sé hægt að tilkynna breytinguna. Raunar hefur sölusíðan ekki verið mjög virk að undanförnu þrátt fyrir að í henni séu rúmlega tíu þúsund meðlimir. Þannig leiðir lausleg skoðun í ljós að síðasta auglýsingin þar sem tekk-húsgagn var auglýst til sölu hafi verið sett inn í fyrra. Á árum áður var síðan hins vegar mjög virk og algengt að tugir eða jafn vel hundruð ummæla væru skilin eftir við færslur um tekk-húsgögn. Samfélagsmiðlar Facebook Neytendur Leikjavísir Tengdar fréttir Íranar banna Clash of Clans Segja leikinn ýta undir átök á milli ættbálka og vera hættulegan æsku landsins. 27. desember 2016 23:59 Vinsælustu auglýsingar Youtube Flestar eiga auglýsingarnar það sameiginlegt að vera hugljúfar og hjartnæmar. 10. desember 2015 20:36 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Rétt rúmlega tíu þúsund meðlimir, sem í gær voru meðlimir „Tekk/teak húsgögn til sölu á Facebook“, eru nú meðlimir í hópnum „Clash Of Clan Buy & Sell“ Eins og fyrra nafn hópsins gefur til kynna snerist sölusíðan um tekk-húsgögn, lítil sem stór. Hópurinn var stofnaður 8. nóvember 2014.Skjáskot Sjá má að breytingin fór í gegn í gærkvöldi. Þá virðist nýr stjórnandi hafa tekið völdin á sölusíðunni og umsvifalaust breytt nafni hennar og tilgangi. Ef marka má Facebook-síðu stjórnandans er viðkomandi búsettur í Bangladess. Sá beið ekki boðanna og byrjaði strax að leggja línuna varðandi nýtt hlutverk sölusíðunnar. „Coc post onlyyyy,“ skrifar viðkomandi, sem þýða mætti sem „Eingöngu Clash of Clans færslur“. Tilkynningin hefur hingað til uppskorið einn reiðan kall í viðbrögð. Hið nýja nafn hópsins.Skjáskot Clash of Clans er tölvuleikur sem hægt er að spila í símum og spjaldtölvum. Tölvuleikurinn er byggður á finnsku hugviti og snýst um að byggja upp ættarveldi og herja á nágranna sína. Ókeypis er að spila leikinn en hægt er að greiða fyrir ýmsar uppfærslur til að hraða þróun ættarveldisins. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef marka má sambærilegar Clash of Clans sölusíður á Facebook ganga aðgangar kaupum og sölum á slíkum síðum. Notendur hinnar íslensku síðu virðast reyndar ekki kippa sér mjög upp við breytinguna. Aðeins einn íslenskur notandi hefur skrifað ummæli eftir að breytingin fór í gegn. Þar vekur hann athygli á því að hér sé eitthvað óeðlilegt í gangi og spyr hvar sé hægt að tilkynna breytinguna. Raunar hefur sölusíðan ekki verið mjög virk að undanförnu þrátt fyrir að í henni séu rúmlega tíu þúsund meðlimir. Þannig leiðir lausleg skoðun í ljós að síðasta auglýsingin þar sem tekk-húsgagn var auglýst til sölu hafi verið sett inn í fyrra. Á árum áður var síðan hins vegar mjög virk og algengt að tugir eða jafn vel hundruð ummæla væru skilin eftir við færslur um tekk-húsgögn.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Samfélagsmiðlar Facebook Neytendur Leikjavísir Tengdar fréttir Íranar banna Clash of Clans Segja leikinn ýta undir átök á milli ættbálka og vera hættulegan æsku landsins. 27. desember 2016 23:59 Vinsælustu auglýsingar Youtube Flestar eiga auglýsingarnar það sameiginlegt að vera hugljúfar og hjartnæmar. 10. desember 2015 20:36 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Íranar banna Clash of Clans Segja leikinn ýta undir átök á milli ættbálka og vera hættulegan æsku landsins. 27. desember 2016 23:59
Vinsælustu auglýsingar Youtube Flestar eiga auglýsingarnar það sameiginlegt að vera hugljúfar og hjartnæmar. 10. desember 2015 20:36