Verkefni í þágu trans barna og hinsegin fólks styrkt um fjórar milljónir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2022 11:53 Verkefnin hlutu styrk úr Framkvæmdasjóði hinsegin málefna. Vísir/Vilhelm Tvö verkefni á vegum heilbrigðisráðuneytisins hafa hlotið ríflega fjögurra milljóna króna styrk úr Framkvæmdarsjóði hinsegin málefna. Annars vegar er um að ræða rannsókn sem miðar að því að kortleggja þarfir og óskir hinsegin fólks sem leitar til transteymis Landspítala og hins vegar þróunarverkefni sem felur í sér fræðsluhópi fyrir foreldra trans barna á BUGL. Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins starfar Framkvæmdasjóður hinsegin málefna á grundvelli aðgerðaráætlunar í málefnum hinsegin fólks en þingsályktunartillaga um áætlunina var samþykkt á Alþingi í sumar. Þar kemur fram að fjörutíu milljónum króna verði varið til verkefna sem styðja við málefni hinsegin fólks á vegum ráðuneytanna til ársins 2025. Fyrra verkefnið sem hlaut styrk úr sjóðnum, kortlagning á þörfum hinsegin fólks hjá transteymi Landspítala, felur í sér tímabundna ráðningu meistaranema í heilbrigðisvísindum sem mun sjá um rannsóknina og kortleggja hversu vel þjónustan mætir þörfum þeirra sem þangað leita. Að því er kemur fram í tilkynningu er það tilfinning meðferðaraðila að fjölbreytileiki og þjónustuþarfir hópsins hafi breyst á undanförnum árum og því sé sérstaklega mikilvægt að kortleggja þarfir hans og varpa ljósi á þróunina. Styrkur til verkefnisins nemur tveimur milljónum króna og mun geðþjónusta Landspítala veita hlutaðeigandi reglubundna handleiðslu. Seinna verkefnið felur í sér að komið verði á fót fræðsluhóp fyrir foreldra trans barna sem eru í þjónustu hjá barna- og unglingageðdeild Landpítala, BUGL, en samkvæmt tilkynningunni liggur fyrir að eftirspurn og áhugi sé meðal foreldra á slíkum stuðningi. Fyrirliggjandi erlent námsefni verður þýtt og staðfært auk þess sem útbúið verður fræðsluefni sem nýtist á námskeiðum fyrir foreldra en það verður skipulagt að fyrirmynd foreldranámskeiðis sem þegar er haldið reglulega fyrir foreldra barna með einhverfu í þjónustu hjá BUGL. Alls nemur styrkur til verkefnisins rúmum tveimur milljónum króna. Forsætisráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið undirrituðu sömuleiðis á dögunum samstarfssamninga á dögunum við Samtökin ´78 að fjárhæð níu milljóna króna og eru markmið samninganna að veita fræðslu og stuðning til hinsegin barna og ungmenna og vinna gegn fordómum og haturstjáningu. Hinsegin Heilbrigðismál Málefni trans fólks Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins starfar Framkvæmdasjóður hinsegin málefna á grundvelli aðgerðaráætlunar í málefnum hinsegin fólks en þingsályktunartillaga um áætlunina var samþykkt á Alþingi í sumar. Þar kemur fram að fjörutíu milljónum króna verði varið til verkefna sem styðja við málefni hinsegin fólks á vegum ráðuneytanna til ársins 2025. Fyrra verkefnið sem hlaut styrk úr sjóðnum, kortlagning á þörfum hinsegin fólks hjá transteymi Landspítala, felur í sér tímabundna ráðningu meistaranema í heilbrigðisvísindum sem mun sjá um rannsóknina og kortleggja hversu vel þjónustan mætir þörfum þeirra sem þangað leita. Að því er kemur fram í tilkynningu er það tilfinning meðferðaraðila að fjölbreytileiki og þjónustuþarfir hópsins hafi breyst á undanförnum árum og því sé sérstaklega mikilvægt að kortleggja þarfir hans og varpa ljósi á þróunina. Styrkur til verkefnisins nemur tveimur milljónum króna og mun geðþjónusta Landspítala veita hlutaðeigandi reglubundna handleiðslu. Seinna verkefnið felur í sér að komið verði á fót fræðsluhóp fyrir foreldra trans barna sem eru í þjónustu hjá barna- og unglingageðdeild Landpítala, BUGL, en samkvæmt tilkynningunni liggur fyrir að eftirspurn og áhugi sé meðal foreldra á slíkum stuðningi. Fyrirliggjandi erlent námsefni verður þýtt og staðfært auk þess sem útbúið verður fræðsluefni sem nýtist á námskeiðum fyrir foreldra en það verður skipulagt að fyrirmynd foreldranámskeiðis sem þegar er haldið reglulega fyrir foreldra barna með einhverfu í þjónustu hjá BUGL. Alls nemur styrkur til verkefnisins rúmum tveimur milljónum króna. Forsætisráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið undirrituðu sömuleiðis á dögunum samstarfssamninga á dögunum við Samtökin ´78 að fjárhæð níu milljóna króna og eru markmið samninganna að veita fræðslu og stuðning til hinsegin barna og ungmenna og vinna gegn fordómum og haturstjáningu.
Hinsegin Heilbrigðismál Málefni trans fólks Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira